Below
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta

Below 2002

Six hundred feet beneath the surface terror runs deep

6.2 19,746 atkv.Rotten tomatoes einkunn 64% Critics 6/10
105 MÍN

Djúpt niðri í sjó, í miðri Seinni heimsstyrjöldinni, er bandaríski kafbáturinn U.S.S. Tiger Shark í björgunarleiðangri. En ferðin verður allt annað en venjuleg þar sem áhafnarmeðlimir upplifa skynvillur og geðtruflanir og mikinn ótta.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (4)


Ef þú ert fyrir hrollvekjur sem láta þig bregða er þessi fyrir þig. Skipstjóri kafbáts deyr á óhuggulegan hátt. Eftir nokkur ár fer sami kafbáturinn og atvikið gerðist í björgunarleiðanguur í seinni heimstjyrjöldinni og kafbáturinn rekst á þrjá skipbrotsmenn af öðrum bát. En nokkrir hermenn fara að deyja og það kemur í ljós að andi dauða skipstjórans er á sveimi í kafbátnum. Myndin er með örugglega nokkur atriði sem er hægt að líkja við gamlar hryllingsmyndir eins og The Exorcist ofl. og útkoman er hressandi hrollvekja sem kvikmyndaunnendur ættu að hafa gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi góða taugatrekkjandi mynd hélt manni spenntum allan tímann. Ég fagna ávallt svona ferskum og óvæntum, vönduðum spennumyndum og vona að þeim fjölgi frekar en hitt. Þessi gerist að mestu neðansjávar í kafbát og er um að ræða mjög óútreiknanlega sögu, sem gengur þó sæmilega upp. Draugagangur sem spinnst af slysi er varð nokkrum árum áður. Mörg ógnvekjandi atriði, þokkalegur leikur og persónusköpun og fínar tæknibrellur. Þó skilur myndin ekkert eftir sig, ef til vill af því sagan er fremur langsótt. En BELOW er samt vel yfir meðallagi og fín afþreying fyrir aðdáendur góðra spennumynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Below er sálfræðitryllir af bestu gerð. Þetta er ein af þeim myndum sem koma verulega á óvart og þarf að hafa stáltaugar til að horfa á. Myndin gerist í seinni heimstyrjöldinni og fjallar um áhöfnina á kafbátnum Tiger frá Bandaríkjunum. Þeir taka um 3 breska skipsbrotsmenn af spítalaskipi sem hefur orðið fyrir árás þýsks kafbáts. Áhöfnin reynir að búa í sátt og samlyndi í þröngum vistaverum kafbátsins og þegar skipsbrotsfólkið bætist í hópinn fara óhugnalegir atburðir að gerast. Gömul leyndarmál koma upp á yfirborðið. Óhugnaðurinn í Below byggir á frábærri kvikmyndatöku og hljóðvinnslu. Hljóðin magna upp myndina og oft á tíðum lækkaði ég í svjónvarpinu því ég var orðinn það smeykur. Ég gat ekki horft á myndina að kvöldi til og hélt því áfram með hana í birtingu næsta dag. Leikararnir standa sig mjög vel og mæðir mest á Bruce Greenwood í hlutverki skipstjórans. Below er gerð fyrir lítinn pening en það kemur ekki að sök, óhugnaðurinn er á skjánum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Takið þess og verið hrædd. Ekki fyrir hjartveika.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd virðist vera sambland af K-19 Widowmaker og Ghost Ship, verð samt að segja að þessi mynd er alls ekki slæm þrátt fyrir það, myndin fjallar um Bandaríska áhöfn á kafbát í seinni heimstyrjöldinni sem hafa að geyma leyndarmál þegar þeir taka upp nokkra breta sem höfðu hafnað í sjónum þegar skipið hafði verið sprengt upp, og liðinn fyrrverandi fyrirliði (og ekki það mikið fyrrverandi) hrellir áhöfnina. Myndin tók ágætlega á taugarnar á tímabili og ýmislegt sem gerist sem maður átti ekki von á, bara ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn