Aðalleikarar
Leikstjórn
Virkilega góð mynd .
Skemmtileg útfærsla á sögunni um Dr. Jekyll og Mr. Hyde eftir Robert Louis Stevenson . Valerie Martin( annar handritshöfundurinn) gaf út bók fyrir þó nokkrum árum sem nefndist eins og myndin Marie Reilly , sem er sama saga og eftir Sevenson , bara sögð frá sjónarhorni einnar þernu Dr.Jekyll´s (það er að segja Marie Reilly ) . Söguna þekkja margir , þannig að ég ætla ekki að fara út í að útskýra hana , en það er nóg að segja að Dr. Jekyll(John Malkovich ) og Edward Hyde eru sami maðurinn (geðklofi ). Frábær mynd með úrvals leikurum . Byggt á einni frægustu sögu allra tíma . Mynd sem allir ættu að sjá .
Skemmtileg mynd með stórleikurunum Juliu Roberts og John Malkovich í aðalhlutverkum. Roberts leikur Mary Reilly, þjónustustúlkuhjá ríkum lækni sem er leikinn af Malkovich. Mary er ánægð í vistinni hjá lækninum en það líður ekki löngu þegar hún uppgvötvar að eitthvað er bogið við lækninn. Hann er í rauninni varúlfur, sem er auðvitað skelfilegt, en samt laðast Mary að dýrslegum parti læknisins... Myndin er ofsalega spennandi (það eru ekki margar myndir sem fá mig til að skjálfa af vesælli rottu í poka!)