Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Cop Land er mynd sem kom mér allhressilega á óvart. Átti ekki von á miklu, en fékk alveg dúndur góða ræmu. Hér er heill her af góðum leikurum komnir saman og gefa myndinni líf með frábærum frammistöðum í hverju hlutverki. Svo er hún mjög hröð og spennandi að fylgjast með og sagan er ágæt. Er á því að þetta er besta ræma sem Sylvester Stallone hefur leikið í. Meiriháttar mynd sem ég hvet fólk til að kíkja á.
Enn eitt meistaraverkið úr smiðju Stallone. Hann er feitur og fínn í þessari mynd sem fjallar um löggu sem kemst að spillingu innan lögunar. Túlkun Stallone á Freddy Heflin sem er heyrnarlaus lögga sýnir enn og aftur hversu góður leikari Stallone er.
Alveg ágætis mynd. Nokkuð góð spenna á köflum en vantar smá neista til að þetta verði stórmynd. Mér finnst Stallone standa sig mjög vel í þessari mynd, algjörlega óþekkjanlegur feitur og flottur. Keitel og De Niró eru mjög traustir að vanda án efa bestu leikarar síðari ára. Ágætis afþreying..
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Vefsíða:
www.miramax.com/movie/cop-land
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
13. febrúar 1998
Útgefin:
4. september 2015
VOD:
4. september 2015
VHS:
24. júní 1998