Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rushmore 1998

Frumsýnd: 21. maí 1999

All's fair when love is war

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Max Fischer er bráðþroska 15 ára drengur, en hann lifir fyrir það að vera í Rushmore, einkaskóla þar sem hann stendur sig ekki vel í neinu fagi, en er þeim mun duglegri í tómstundastarfi í skólanum. Hann er stundar býflugnarækt, skrifar og framleiðir leikrit, og í raun er fátt sem er honum óviðkomandi í lífinu eftir skóla. Líf hans fer hinsvegar að breytast... Lesa meira

Max Fischer er bráðþroska 15 ára drengur, en hann lifir fyrir það að vera í Rushmore, einkaskóla þar sem hann stendur sig ekki vel í neinu fagi, en er þeim mun duglegri í tómstundastarfi í skólanum. Hann er stundar býflugnarækt, skrifar og framleiðir leikrit, og í raun er fátt sem er honum óviðkomandi í lífinu eftir skóla. Líf hans fer hinsvegar að breytast þegar hann kemst að því að hann er á einskonar skilorði í skólanum, og þegar hann verður ástfanginn af Miss Cross, fallegum kennara í grunnskólanum í Rushmore. Inn í þetta bætist vinskapur við Herman Blume, auðugan iðnjöfur sem er faðir drengja sem eru með honum í skóla, sem einnig laðast að Miss Cross. Örlög Max flækjast öll inni í þessum skrýtna ástarþríhyrningi, og myndin fjallar um hvernig hann leysir úr málunum.... minna

Aðalleikarar


Rushmore er frekar einföld saga um unglingspilt(Jason Scwartzman) sem er vísað úr skóla fyrir slakan námsárangur. En áður(og reyndar líka eftir) kemur upp ástarþríhyrningur á milli hans, kennslukonu(Olivia Williams) og furðufugls(Bill Murray) sem veit ekki aura sinna tal. Kauði barðist í Víetnam þó að það sé málinu óviðkomandi. Eins og ég segi þá er þetta afskaplega einföld mynd sem gengur eiginlega ekki út á neitt og kemst ekki að neinni almennilegri niðurstöðu. Rushmore vill vera frumleg, sem hún er að vissu marki, en hún verkar á mig eitthvað svo hrikalega aum. Það sem hana skortir er sterkara handrit til að vinna betur úr þessari grunnhugmynd þó að það komi þarna nokkrir góðir kaflar. Murray og Scwartzman ná mjög vel saman og mynda á köflum kostulegt tvíeyki en Williams er ekki að standa sig og það er persónunni að kenna sem er ekki skrifuð nógu áhugaverð. Skítsæmileg dramatísk gamanmynd með nokkrum góðum bröndurum en í heild skilur Rushmore ekkert eftir sig. Tvær stjörnur eru hámarkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Venjulega hef ég ekkert gaman af svokölluðum dramatískum gamanmyndum eða rómantískum gamanmyndum og ef út í það er farið bara alls ekki dramamyndum eða rómantískum myndum. Oftast finnst mér þær langdregnar og leiðinlegar og alalr alveg eins, mjög kliskjukenndar og á allan hátt hræðilega amerískar og væmnar. En það get ég ekki sagt um Rushmore, sem hefur fengið þann stimpil að vera dramatísk gamanmynd. Rushmore er á allan hátt öðruvísi en allar aðrar dramatískar gamanmyndir sem ég hef séð, já hún er Í ALVÖRUNNI SKEMMTILEG! Svona svo ég nefni eitt atriði sem aðskilur hana frá hinum myndunum. Svo hefur hún líka einhvern raunverulegan söguþráð, sem er EKKI alveg einsog allar þær þúsundir ástarsögur sem gefnar hafa verið út í rauðuseríunni. Rushmore er líka vel leikin að mínu mati (að minnstakosti í samanburði við þennan venjulega sápuóperuleik sem einkennir oft dramatískar gamanmyndir). Og í raun og veru get ég ekki sagt neitt slæmt um þessa mynd, hún er í alla staði góð, bæði listrænt séð( að mínu mati) og svo er hún líka SKEMMTILEG!. Ekki alltaf sem það fer saman, að vera góð mynd og skemmtileg mynd. En Rushmore er það nú samt og fær því tvo þumla upp frá mér. Samt ætla ég ekki að gefa þessari mynd 4 stjörnur sökum þess að ég held að hún sé ekki alveg ódauðleg snilld, efast t. d. um að ég muni nenna að horfa á þessa mynd aftur og aftur og aftur... En 3 s tjörnur fær hún og á hún þær vel skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Óvenjuleg grínmynd með dramatísku ívafi sem fjallar um nemanda einn í Rushmore skóla að nafni Max Fischer (Jason Schwartzmann). Max er ekki mjög sterkur námsmaður en er þvílíkt öflugur í að stofna alls kyns félög og klúbba (þeir skipta tugum) innan félagslífs skólans. Einn daginn kynnist Max kennara í skólanum að nafni Rosemary (Olivia Williams) og verður ástfanginn af henni þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall, þetta er að sjálfsögðu forskrift af skrautlegu sambandi og margt skondið gerist á milli þeirra. Á svipuðum tíma kynnist Max manni nokkrum að nafni Herman (Bill Murray) sem er faðir tveggja drengja sem ganga líka í Rusmore skóla og tekst á vinátta á milli þeirra. Herman er milljónamæringur en samt kaldhæðin, vansæl og sjálfsfyrirlítandi týpa. Eftir að Herman hittir Rosemary í fyrsta skipti verður hann líka ástfanginn og það má segja að myndin fjalli um samskipti þeirra þriggja. Rushmore er fyrst og fremst grínmynd og hefur skemmtilegan og ferskan húmor. Persónurnar eru flestar mjög trúanlegar og þrívíðar. Það besta sem myndin skartar er frábær leikarahópur, Bill Murray vinnur glæsilega úr frekar vandasömu hlutverki og hefur aldrei leikið betur. Nýliðinn Jason Schwartzmann er ekki síðri, hann nær að gæða aðalpersónuna mjög sérstökum og skondnum persónuleika. Tónlistin í myndinni passar líka vel við og skapar myndinni flottan stíl. Í stuttu máli er þetta skondin og kostuleg mynd sem ég hafði mjög gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.04.2019

Rushmore leikari látinn

Hinn afkastamikli leikari Seymour Cassel, sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Faces, og lék í myndum Wes Anderson, eins og til dæmis Rushmore, lést nú á sunnudaginn í Los Angeles úr Alzheimer sjú...

14.04.2014

The Grand Budapest Hotel aðsóknarmesta kvikmynd Anderson

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, hefur nú þénað yfir 100 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu og er nú aðsóknarmesta kvikmynd Anderson til þessa. Það vekur athygli að meirihluti aðsóknar...

02.11.2013

Gosling var lagður í einelti

Þessar staðreyndir birtust fyrst í nóvemberhefti Mynda mánaðarins. Jamie Foxx byrjaði þriggja ára að læra á píanó og gaf út plötuna Peep This árið 1994. Hann er annar tveggja karlkyns leikara sem hafa hlotið tvöfa...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn