Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Election 1999

Frumsýnd: 5. nóvember 1999

Reading, Writing, Revenge.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Tracy Flick er duglegasti nemandinn í Carver High skólanum, og á í ástarsambandi við einn af kennurunum sínum. Annar kennari, félagsfræðikennarinn Hr. McAllister, á í ástarsambandi við bestu vinkonu eiginkonu sinnar. Nemendakosningar nálgast, og McAllister hvetur fótboltastrákinn Paul að bjóða sig fram á móti Flick, en gerir það bæði til að auka valmöguleika... Lesa meira

Tracy Flick er duglegasti nemandinn í Carver High skólanum, og á í ástarsambandi við einn af kennurunum sínum. Annar kennari, félagsfræðikennarinn Hr. McAllister, á í ástarsambandi við bestu vinkonu eiginkonu sinnar. Nemendakosningar nálgast, og McAllister hvetur fótboltastrákinn Paul að bjóða sig fram á móti Flick, en gerir það bæði til að auka valmöguleika í kosningunum en einnig af því að hann vill koma höggi á Flick. Flick lítur á það sem persónulega niðurlægingu fyrir sig að Paul ætli sér einu sinni að reyna að keppa við sig um embættið. Tammy, sem er lesbísk systir Paul, sem var sagt upp af kærustu sinni til að vera með Paul, ákveður að besta hefndin sé að fara í framboð á móti bróður sínum. Hver mun vinna kosningarnar þetta árið? ... minna

Aðalleikarar


Ógéðslega góð og frumlega skrifuð svört kómedía sem heldur sig uppi með skemmtilegum klisjum og vandamálum sem eru trúanleg. Í myndinni er kennari sem hefur vandamál um nemenda sem hefur alltaf gert allt rétt og hefur ekkert nema risa drauma í lífi sínu. Ein stelpan í skólanum er lesbía og bróðir hennar er einn frambjóðanna um bekkjarforseta skólans. Þetta er bara partur myndarinnar sem er full af góðum atriðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er EKKI góð eins og allir segja. Hún er með lélegan húmor (ég skildi hann ekki), lélegt handrit, Witherspoon er léleg í henni og það eina sem heldur henni uppi er Broderick og góðir aukaleikarar annars er hún glötuð en fyrir ykkur sem hlægið af öllu þá er hún fín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín svört gamanmynd sem virkar því miður ekki eins vel og hún hefði getað gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Því miður eru ekki allir sem skilja húmorinn í þessari mynd, eins og sést vel á frekar efnislítilli gagnrýninni hérna fyrir ofan. Election er ekki grínmynd í þeim skilningi sem American Pie eða There's Something About Mary eru grínmyndir. Þær myndir nýttu neðanbeltishúmor og líkamsmeiðingar til að framkalla hlátur; hérna er það hárbeitt handrit, sterk ádeila og sérlega góður leikur af hálfu bæði Matthew Broderick og Reese Witherspoon. Sagan er í stuttu máli sú að Witherspoon leikur hina óþolandi Tracy Flick, stelpu sem er haldin óhuggulegri framalöngun. Ein af þessum týpum sem gerir allt og gengur vel í því, en allir hata. Og þá sérstaklega sögukennarinn hennar (Broderick). Þegar kemur að kosningum um nemendaráðsformann er Tracy auðvitað í framboði. Kennarinn er nú ekki alveg á því og platar stjörnu fótboltaliðsins (Chris Klein) í mótframboð; hann er sá eini sem gæti borið sigurorð af Tracy. Það er hins vegar miklu meira en kosningarnar í húfi hér. Election er sérlega vel skrifuð og leikin mynd; Alexander Payne á vel skilið Óskarsverðlaunatilnefninguna fyrir sitt fyrsta handrit. Reese Witherspoon hefði átt að hljóta tilnefningu en nei, Meryl Streep VARÐ að fá sína 367. tilnefningu í staðinn. Sjáið þessa endilega, bara ekki búast við American Pie 2 eða tippum í rennilásum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Election er frábær gamanmynd. Þessir húmorslausu gagnrýnendur hér fyrir ofan mig kunna ekki, eins og Ásgeir Sigfússon bendir svo réttilega á, að meta ALVÖRU húmor. American Pie og There's Something... eru kannski fyndnar en eiga ekki sjens í þessa frábæru satíru þar sem frábært handrit er í fyrirrúmi. Leikurinn er einnig í hæsta gæðaflokki svo og tónlist (sem minnti mig dálítið á early-Danny Elfman) og umgjörð. Þeir sem eru komnir með ógeð á unglingagrínmyndunum ættu að sjá þessa hér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn