20 mismunandi kvikmyndir um kosningar

úr kvikmyndinni Election (1999)

Lífið er pólitík og það er listin svo sannarlega líka. Kosningar víða um veröld eru handan við hornið og að því gefnu er gráupplagt að renna yfir 20 fjölbreytta kvikmyndatitla þar sem kosningar með öllu tilheyrandi (forsetar í embætti, skandalar og alls konar!) er í brennidepli.

Kannaðu hversu margar þú hefur séð.

Mr. Smith Goes to Washington (1939)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn6/10

Jeffrey Smith trúir því að börnin séu framtíðin og þau eigi skilið að fá styrk til að komast út í náttúruna.. Þegar Jeff, sem er einfeldningur og hugsjónamaður, er skipaður í öldungardeild Bandaríkjaþings, þá á hann möguleika á að hrinda þessu máli sínu í ...

The Manchurian Candidate (1962)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn6/10

...

All the President's Men (1976)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn6/10

Sannsöguleg mynd sem fjallar um Bob Woodward og Carl Bernstein, blaðamenn við Washington Post sem rannsaka ráðgátuna á bakvið Watergate innbrotið, sem leiddi til afsagnar Richard Nixon Bandaríkjaforseta snemma á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar....

Vann fjögur Óskarsverðlaun. Besta handrit unnið upp úr öðru efni, besti aukaleikari Jason Robarts, besta hljóð og besta listræna stjórnun. Tilnefnd til fjögurra Óskara í viðbót.

The American President (1995)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn6/10

Andrew Shepherd er um það bil að ljúka fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti Bandaríkjanna. Hann er ekkill og á unga dóttur og nýtur vinsælda. Endurkjör hans lítur vel út. Það er þangað til hann hittir Sydney Ellen Wade, pólitískan aðgerðarsinna sem vinnur fyrir þrýstihóp ...

Nixon (1995)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 75%
The Movie db einkunn3/10

Pólitísk kvikmynd sem fjallar um æviskeið Bandaríkjaforseta Richard Nixon og Watergate hneykslið. Oliver Stone fjallar hér um stíft kvekara uppeldi forsetans fyrrverandi, hvernig hans pólitísku skoðanir byrjuðu að mótast í lagaskóla, og hina undarlegu hlédrægni sem einkenndi ...

Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Hopkins og Allen fyrir leik og einnig tilnefning fyrir handrit og tónlist, sem John Williams samdi.

Black Sheep (1996)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2
Rotten tomatoes einkunn 30%
The Movie db einkunn6/10

Myndin fjallar um tilvonandi fylkisstjóra Washington ríkis, Al Donnelly, sem gengur allt í haginn, nema að hann á yngri bróður, Mike, sem er það eina sem gæti komið í veg fyrir kjör hans. Til að koma í veg fyrir að hann valdi framboði hans tjóni, þá neyðir Al einn af ...

Wag the Dog (1997)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn5/10

Eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur í kynlífshneyksli, 14 dögum fyrir kosningar, þá virðist sem Bandaríkjaforseti hafi misst alla möguleika á endurkjöri. Einn af ráðgjöfum hans reynir að redda málum, og hefur samband við framleiðanda í Hollywood til að setja á svið ...

Tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, Dustin Hoffman (besti leikari) og fyrir besta handrit

Bulworth (1998)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 76%
The Movie db einkunn6/10

Bulworth er þingmaður demókrata sem býður sig fram til endurkjörs í Kaliforníu árið 1996. Bulworth er þreyttur á því að gefa afslátt af eigin skoðunum, og leiður á lífinu, og ákveður því að panta leigumorðingja til að drepa sig, eftir að hafa líftryggt sig fyrir háa ...

Primary Colors (1998)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 80%
The Movie db einkunn6/10

Jack Stanton ætlar að bjóða sig fram í forsetaembættið og fær til liðs við sig litríkan hóp sérfræðinga á sviði pólitíkur og almannatengsla. Þar fara fremst í flokki Richard Jemmons og Libby Holden. Við fylgjumst með kosningabaráttunni sem er Ì raun keppni um hvor flokkurinn...

Dick (1999)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2
Rotten tomatoes einkunn 72%

Þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein birtu fréttina um að forseti Bandaríkjanna Richard Nixon vissi um tilraun til að hlera höfuðstöðvar demókrataflokksins í Watergate byggingunni, þá sögðu þeir að heimildarmaður sinn væri Deep Throat. Í þessari mynd er Deep ...

The Contender (2000)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn7/10

Eftir að varaforsetinn deyr, þá ákveður forseti Bandarikjanna, sem er að nálgast lok kjörtímabilsins, að gera nokkuð sögulegt, og velja konu í embættið. Sú sem verður fyrir valinu er öldungardeildarþingmaður sem skiptir úr repúblikanaflokknum yfir í demókrataflokkinn. Til að...

Napoleon Dynamite (2004)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 72%
The Movie db einkunn8/10

Forvitnasti íbúinn í Preston í Idaho, hinn vinalegi en óvinsæli Napoleon Dynamite, sem vill ekkert frekar en að vera eins og allir hinir, býr með ömmu sinni og 32 ára gömlum bróður sínum ( sem stundar netspjall sem er ætlað konum). Hann vill hjálpa besta vini sínum, Pedro, í að ...

Election (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Tracy Flick er duglegasti nemandinn í Carver High skólanum, og á í ástarsambandi við einn af kennurunum sínum. Annar kennari, félagsfræðikennarinn Hr. McAllister, á í ástarsambandi við bestu vinkonu eiginkonu sinnar. Nemendakosningar nálgast, og McAllister hvetur fótboltastrákinn ...

Milk (2008)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 93%

Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins og mannréttindafrömuðsins Harvey Milk, en hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem kosinn var til opinbers embættis í landinu. Var hann kosinn til setu í borgarráði San ...

Óskarsverðlaun 2009: VANN (2): Besti aðalleikari – Sean Penn / Besta frumsamda handrit Tilnefnd (6): Besta mynd / Besti leikstjóri / Besti aukaleikari – Josh Brolin / Besta tónlist / Besta búningahönnun / Besta klipping Golden Globes 2009: Tilnefnd:

The Manchurian Candidate (2004)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 80%

Þegar herflokkurinn hans lendir í fyrirsát í Persaflóastríðinu, þá bjargar Raymomd Shaw liðþjálfi félögum sínum eftir að yfirmaður hans, Ben Marco, rotast. Shaw notfærir sér reynsluna sem innlegg í stjórnmálin, og nær á endanum að verða varaforsetaefni í forsetakosningunum...

Frost/Nixon (2008)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 93%

Verðlaunamyndin Frost/Nixon segir frá sönnum atburðum árið 1977, en hinn ungi og metnaðarfulli sjónvarpsmaður David Frost fékk tækifæri lífs síns þegar sjálfur Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna samþykkti að veita Frost viðtal, þar sem hann myndi tala um umdeild ár ...

The Ides of March (2011)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 83%

Steven Myers er ungur hugsjónarmaður sem þrátt fyrir ungan aldur er talinn einn allra besti kosningastjóri Bandaríkjanna, enda hefur hann alltaf náð markmiðum sínum fyrir þá frambjóðendur sem hann hefur unnið fyrir. Nú vinnur hann við framboð þingmannsins Mike Morris sem ætlar ...

Tilnefnd til Gullna ljónsins á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

The Campaign (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 66%
The Movie db einkunn6/10

Cam Brady hefur verið þingmaður Norður-Karólínuríkis í nokkur kjörtímabil í röð og ætlar sér að sitja lengur. Þeir eru þó nokkrir sem myndu gjarnan vilja skipta honum út og þeirra á meðal eru forstjórarnir Glen og Wade. Þegar Cam gerir hörmuleg mistök sem rýra verulega ...

The Purge: Election Year (2016)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 55%
The Movie db einkunn6/10

Tveimur árum eftir að hann ákvað að drepa ekki manninn sem drap son hans, verður fyrrum lögregluforinginn Barnes yfirmaður öryggismála hjá öldungadeildarþingmanninum Charlene Roan, sem keppir um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, en eitt helsta baráttumál ...

Long Shot (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn7/10

Fred Flarsky er góðum rithöfundarhæfileikum gæddur en hefur samt átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í greininni, aðallega vegna þess að hann á það til að missa stjórn á sér í aðstæðum sem hann má ekki missa stjórn á sér í. Þegar honum býðst að reyna sig ...