Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bulworth 1998

Brace yourself. This politician is about to tell the truth!

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Bulworth er þingmaður demókrata sem býður sig fram til endurkjörs í Kaliforníu árið 1996. Bulworth er þreyttur á því að gefa afslátt af eigin skoðunum, og leiður á lífinu, og ákveður því að panta leigumorðingja til að drepa sig, eftir að hafa líftryggt sig fyrir háa upphæð. Þar sem dauðinn er yfirvofandi þá leyfir þingmaðurinn sér að tala... Lesa meira

Bulworth er þingmaður demókrata sem býður sig fram til endurkjörs í Kaliforníu árið 1996. Bulworth er þreyttur á því að gefa afslátt af eigin skoðunum, og leiður á lífinu, og ákveður því að panta leigumorðingja til að drepa sig, eftir að hafa líftryggt sig fyrir háa upphæð. Þar sem dauðinn er yfirvofandi þá leyfir þingmaðurinn sér að tala hreint út, og vera yfirmáta hreinskilinn, og notar hip - hop menningu, takta og blót og ragn í bland meðal annars. Hann hinsvegar sér eftir öllu saman og ákveður að hann vilji alls ekki deyja, sérstaklega eftir að hann kynnist Nina, en þetta leiðir hann allt saman til andlegrar og pólitískrar vakningar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Einhver skemmtilegasta ádeilumynd sem undirritaður hefur augum barið. Warren Beatty stórgóður í aðalhlutverkinu - og leikstjórastólnum, þá sjaldan - sem þingmaður sem einn daginn hættir að nenna þessu, ræður leigumorðingja til að drepa sig, fer að reykja gras og segja sannleikann og jafnvel rappa ef svo ber undir.

Bráðskemmtileg og skila leikarar sínu vel, allir sem einn, enda persónur feykiskemmtilega skrifaðar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Geðveik mynd. Ótrúlega fyndin og vel leikin. Warren Beatty leikur öldungarþingmanninn Jay Bulworth á snilldar hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi kvikmynd leikarans og óskarsverðlaunaleikstjórans Warren Beatty (hefur leikið í stórmyndum á borð við Bonnie og Clyde, Heaven Can Wait, Shampoo, Bugsy og Reds en hann hlaut jafnframt leikstjóraóskarinn fyrir það stórfenglega meistaraverk 1981) hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda beggja vegna Atlantshafsins og þykir mér hún sérlega vel leikin og skrifuð, fyndin og afar skemmtileg. Með aðalhlutverkin auk Beatty fer hópur úrvalsleikara, m.a. má nefna þau Halle Berry, Don Cheadle, Oliver Platt, Paul Sorvino og Jack Warden. Þess ber einnig að geta að myndin var tilnefnd bæði til Óskars- og Golden Globe-verðlauna fyrir besta handrit ársins 1998 auk þess sem Beatty var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta leik ársins 1998 í aðalhlutverki. Öldungadeildarþingmaðurinn Jay Bulworth (Beatty) sem keppir að því að verða ríkisstjóri í fylki sínu er búinn að fá sig fullsaddan af hrossakaupum, lygum og svikum kollega sinna og er viss um að stjórnmálaferill hans sjálfs sé á enda. Hann ákveður því að grípa til þess einkennilega ráðs að líftryggja sig fyrir svimandi upphæð og ráða svo leigumorðingja til að taka sig af lífi. Í fyrstu er hann sáttur við ákvörðun sína en tekur um leið að finna hjá sér þörf til að tjá fólki sína raunverulegu afstöðu í pólitík. Og vegna þess að hann á hvort sem er von á sínum eigin dauða innan skamms lætur hann allt flakka sem honum dettur í hug og hikar ekki við að segja sannleikann um menn og málefni. Þetta leiðir hins vegar til þess að brátt er Bulworth orðinn einn vinsælasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna og þegar hann verður í ofanálag ástfanginn af róttæklingnum Ninu finnur hann loksins einhvern tilgang í lífi sínu. Spurningin er bara hvort sú uppgötvun komi ekki of seint! Þetta er mynd sem fáir kvikmyndaunnendur verða fyrir vonbrigðum með og ég mæli hreint eindregið með henni um leið og ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu í einkunn
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sniðug ádeilumynd þar sem Warren Beatty fer með hlutverk þingmannsins Bulworth sem einn daginn fær nóg af lífinu og ræður leigumorðingja til að drepa sig. Vitandi að hann á stutt eftir ólifað fer hann að tala frá hjartanu um stjórnmál og segja frá hlutunum eins og þeir eru. Hreinskilni hans mætir gífurlegum vinsældum og hann finnur skyndilega nýja löngun til þess að lifa. Ádeilan í myndinni gengur helst út á það hversu falskir stjórnmálamenn eru ásamt því hvernig Bandaríkin eru í raun að breytast úr lýðræði í auðveldi. Leikararnir standa sig allir með prýði, sérstaklega Beatty sem tekur upp á ýmsum nýjum kúnstum eins og til dæmis að rappa. Traust mynd fyrir alla sem hafa einhvern áhuga á stjórnmálum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn