Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Long Shot 2019

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 21. júní 2019

Unlikely but not Impossible

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Fred Flarsky er góðum rithöfundarhæfileikum gæddur en hefur samt átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í greininni, aðallega vegna þess að hann á það til að missa stjórn á sér í aðstæðum sem hann má ekki missa stjórn á sér í. Þegar honum býðst að reyna sig við ræðuskrif fyrir forsetaframbjóðandann Charlotte Field er það tækifæri sem... Lesa meira

Fred Flarsky er góðum rithöfundarhæfileikum gæddur en hefur samt átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í greininni, aðallega vegna þess að hann á það til að missa stjórn á sér í aðstæðum sem hann má ekki missa stjórn á sér í. Þegar honum býðst að reyna sig við ræðuskrif fyrir forsetaframbjóðandann Charlotte Field er það tækifæri sem hann má alls ekki klúðra! Fred hefur lengi verið ástfanginn af Field, eða allt frá því að hún passaði hann þegar hún var ung og hann enn yngri. Á milli þeirra var hins vegar, og er auðvitað enn, sjö ára aldursmunur þannig að engar líkur voru á því að sú ást skilaði miklu. Auk þess fetaði Charlotte framabrautir í stjórnmálum sem hafa leitt til þess að hún er nú orðin vænlegur kandídat til forsetaframboðs og inn í þá mynd mun Fred Flarsky seint passa. Það er því frekar ólíklegt að leiðir hans og hennar eigi eftir að liggja saman á ný. En það gerist nú samt þegar honum býðst að skrifa framboðsræður Charlotte og upp úr því hefst skondin og rómantísk atburðarás sem kemur á óvart, ekki síst þeim sjálfum ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.06.2019

Toy Story 4 tók toppsætið

Teiknimyndin Toy Story 4 kom sá og sigraði á Íslandi, rétt eins og hún gerði í Bandaríkjunum og fleiri löndum nú um helgina, og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Toppmynd síðustu viku, Men in Black...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn