Long Shot
2019
Frumsýnd: 21. júní 2019
Unlikely but not Impossible
125 MÍNEnska
82% Critics 67
/100 Fred Flarsky er góðum rithöfundarhæfileikum gæddur en hefur samt átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í greininni, aðallega vegna þess að hann á það til að missa stjórn á sér í aðstæðum sem hann má ekki missa stjórn á sér í. Þegar honum býðst að reyna sig við ræðuskrif fyrir forsetaframbjóðandann Charlotte Field er það tækifæri sem... Lesa meira
Fred Flarsky er góðum rithöfundarhæfileikum gæddur en hefur samt átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í greininni, aðallega vegna þess að hann á það til að missa stjórn á sér í aðstæðum sem hann má ekki missa stjórn á sér í. Þegar honum býðst að reyna sig við ræðuskrif fyrir forsetaframbjóðandann Charlotte Field er það tækifæri sem hann má alls ekki klúðra! Fred hefur lengi verið ástfanginn af Field, eða allt frá því að hún passaði hann þegar hún var ung og hann enn yngri. Á milli þeirra var hins vegar, og er auðvitað enn, sjö ára aldursmunur þannig að engar líkur voru á því að sú ást skilaði miklu. Auk þess fetaði Charlotte framabrautir í stjórnmálum sem hafa leitt til þess að hún er nú orðin vænlegur kandídat til forsetaframboðs og inn í þá mynd mun Fred Flarsky seint passa. Það er því frekar ólíklegt að leiðir hans og hennar eigi eftir að liggja saman á ný. En það gerist nú samt þegar honum býðst að skrifa framboðsræður Charlotte og upp úr því hefst skondin og rómantísk atburðarás sem kemur á óvart, ekki síst þeim sjálfum ...... minna