Náðu í appið
Öllum leyfð

Napoleon Dynamite 2004

Justwatch

Frumsýnd: 14. apríl 2005

He's out to prove he's got nothing to prove.

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Forvitnasti íbúinn í Preston í Idaho, hinn vinalegi en óvinsæli Napoleon Dynamite, sem vill ekkert frekar en að vera eins og allir hinir, býr með ömmu sinni og 32 ára gömlum bróður sínum ( sem stundar netspjall sem er ætlað konum). Hann vill hjálpa besta vini sínum, Pedro, í að verða forseti bekkjarfélagsins, og hrifsa titilinn frá hinum illa innrætta Summer... Lesa meira

Forvitnasti íbúinn í Preston í Idaho, hinn vinalegi en óvinsæli Napoleon Dynamite, sem vill ekkert frekar en að vera eins og allir hinir, býr með ömmu sinni og 32 ára gömlum bróður sínum ( sem stundar netspjall sem er ætlað konum). Hann vill hjálpa besta vini sínum, Pedro, í að verða forseti bekkjarfélagsins, og hrifsa titilinn frá hinum illa innrætta Summer Wheatley. ... minna

Aðalleikarar

Já.....tær snilld
Napoleon Dynamite er vægast sagt skrítinn karakter sem fæst við sín vandamál eins og aðrir nema hans henta fullkomlega í kvikmyndagerð.... Napoleon D. er mjög.....jaa "steikt", karakterarnir eru mjög íktir og söguþráðurinn í samræmi við það en að mínu mati heppnaðist þessi vitleysa fullkomlega og er góð leið til þess að eyða 2 klukkustundum..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frekar sérstök mynd mæti segja og maður þarf að vera með mjög sérstakan húmor ef maður á að hlægja yfir henni,sjálfur hélt ég að ég væri að gera einn stærstu mistök lífs míns með því að borga fyrir þessa mynd en svo var ekki ég gat allveg hlegið stöku sinnum mæli allveg með þessari mynd húnn fær 3.stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög sérstök mynd þar sem flestir leikaranir þarna eru algjörlega óþekktir. Þessi myndi fjallar um þennan strák Napoleon Dynamite, sem er algjör lúði en sér samt ekki lífið sitt í réttu ljósi og heldur hann að hann sé bara eðlilegur strákur sem á mjöguleika í flottustu stelpurnar í skólanum sínum. Þessi mynd fjallar eingöngu um þennan strák og fólkið í lífinu hans, þeim spinnar frábærum karekterum þar sem bróðir hans fer á kostum og það eru mörg atriði í myndinn þar sem maður gjörsamlega missir sig í hláturskasti, mæli eindregið með þessari því að hún er meistaraverk
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er bara brandari! Hún fjallar ekki um NEITT! Það er lítill sem enginn söguþráður í henni!En samt er þetta ein fyndnast mynd sem ég hef séð. Þetta er bara svo rosalega vitlaus mynd að maður getue ekki gert annað en að hlægja!Ég skemmti mér allavega við að horfa á þessa mynd og mæli með að allir kíki á han!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það skal tekið fram strax að þessi mynd er alls ekki fyrir alla. Sumir elska hana og sumir hata hana. Það þarf nokkra þolinmæði til að horfa á hana því að hún er mjög róleg. Mér fannst persónurnar algjör snilld og sérstaklega Napoleon. Nokkur mjög fyndin atriði koma inn á milli og passa að myndin detti aldrei niður. Ég efast samt ekki um að Hess bræðurnir geti gert betur og ég held að þeir séu hinir nýju Farrelly bræður.

Ef fólk vill sjá FRUMLEGA grínmynd þá horfir það á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.10.2016

Bestu kosningamyndir allra tíma

Nú eru líklega allir úti að kjósa, eða rétt nýbúnir. Það er því ekki úr vegi að taka saman lista yfir bestu kosningamyndirnar. Hver þeirra er best? Kíktu á listann: Dave Kevin Kline leikur hér aðalhlutverkið í mynd Gary Ross ...

31.03.2015

Hálfvitar ræna banka - Fyrsta stikla!

Hingað til hefur leikstjórinn Jared Hess ekki náð að fylgja svo vel sé, eftir velgengni myndar sinnar Napoleon Dynamite, en miðað við stikluna og leikarahóp nýjustu myndar hans, Masterminds, er ekki útilokað að Hess nái...

10.06.2014

Tíu ár frá frumsýningu Napoleon Dynamite

Tíu ár eru liðin frá því að gamanmyndin Napoleon Dynamite var frumsýnd í Bandaríkjunum. Í myndinni segir frá hinum einstaka Napoleon Dynamite, sem vill ekkert frekar en að vera eins og allir hinir, en býr með ömmu si...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn