Náðu í appið

The American President 1995

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Why can't the most powerful man in the world have the one thing he wants most?

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 67
/100

Andrew Shepherd er um það bil að ljúka fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti Bandaríkjanna. Hann er ekkill og á unga dóttur og nýtur vinsælda. Endurkjör hans lítur vel út. Það er þangað til hann hittir Sydney Ellen Wade, pólitískan aðgerðarsinna sem vinnur fyrir þrýstihóp umhverfisverndarsinna. Hann heillast af henni og eftir nokkrar tilraunir, þá komast... Lesa meira

Andrew Shepherd er um það bil að ljúka fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti Bandaríkjanna. Hann er ekkill og á unga dóttur og nýtur vinsælda. Endurkjör hans lítur vel út. Það er þangað til hann hittir Sydney Ellen Wade, pólitískan aðgerðarsinna sem vinnur fyrir þrýstihóp umhverfisverndarsinna. Hann heillast af henni og eftir nokkrar tilraunir, þá komast þau á stefnumót ( sem er reyndar opinber kvöldverður með forseta Frakklands ). Samband hans við Wade opnar dyrnar fyrir aðal andstæðing hans í stjórnmálunum, öldungadeildarþingmanninn Bob Rumson, sem nú leggur til atlögu við forsetann, sem hann átti erfitt með að gera í aðdraganda kosninganna síðast þar sem eiginkona Shephard lá þá fyrir dauðanum. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Það eru stórleikarar á borð við Michael Douglas, Annette Benning, Michael J. Fox, Richard Dreyfuss og Martin Sheen sem sjá um að halda uppi fjörinu í þessari vel gerðu og skemmtilegu mynd eftir leikstjórann Rob Reiner sem m.a. á að baki eina af vinsælustu gamanmyndum seinni ára, "When Harry Met Sally". Forseti Bandaríkjanna, Andrew Shepherd "Douglas", er röggsamur í meira lagi, kænn og fylgin sér eins og forsetar eiga að vera. Hann sinnir sínum veigamiklu störfum af kostgæfni og nýtur mikilla vinsælda fólksins í landinu. Kosningar eru í nánd og því reynir enn meira á kænsku hans en venjulega því andstæðingar hans bíða ávalt tækifærisins að höggva nærri persónu hans og stjórnvisku. En forsetinn er ekkill og þegar hann hittir hina heillandi Sydney Wade "Bening" verður hann ástfanginn af henni upp fyrir haus. Sydney Ellen Wade er umhverfisverndarsinni sem reynir að koma góðum málefnum sínum áleiðis í bandarískum stjórnmálum og samband hennar við forsetann á eftir að verða vatn á myllu andstæðinga hans sem saka hann um að láta einkamál sín ganga fyrir skyldustörfum og hygla þeim sem næstir honum standa. Ofan á þetta bætast erfiðar og umdeildar ákvarðanir hans varðandi önnur brýn mál. Í kjölfarið taka skoðanakannanir að sýna minnkandi fylgi hans á meðal fólks. En forsetinn hefur í kringum sig úrvals starfsfólk sem kann til verka og er ákveðið í að viðhalda vinsældum forsetans. Samt sem áður kemur að því að lokum að það er forsetans sjálfs að taka af skarið ... Hugljúf og heillandi kvikmynd sem ég gef þrjár stjörnur, sérstaklega fyrir vandaðan leik Douglas og Bening og ekki síst Richard Dreyfuss sem kemur fram í litlu en góðu hlutverki pólitísks andstæðings forsetans
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn