Náðu í appið
Dick

Dick (1999)

"He was tricky. They were better."

1 klst 34 mín1999

Þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein birtu fréttina um að forseti Bandaríkjanna Richard Nixon vissi um tilraun til að hlera höfuðstöðvar demókrataflokksins í Watergate...

Rotten Tomatoes71%
Metacritic65
Deila:
Dick - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:VímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein birtu fréttina um að forseti Bandaríkjanna Richard Nixon vissi um tilraun til að hlera höfuðstöðvar demókrataflokksins í Watergate byggingunni, þá sögðu þeir að heimildarmaður sinn væri Deep Throat. Í þessari mynd er Deep Throat sagður vera Betsy og Arlene, tvær kjánalegar unglingsstelpur, sem sjá G. Gordon Liddy í hótelinu á meðan á hleruninni stóð. Til að þagga niður í þeim, þá ræður Nixon þær sem "opinbera hundagæslumenn" og síðan "sérstaka ráðgjafa forsetans um málefni ungu kynslóðarinnar". En þegar þær komast að sannleikanum um hvað er á seyði, þá fara þær með þær upplýsingar til Woodward og Bernstein. Nixon reynir allt sem hann getur til að stöðva þær. Hann var útsmoginn, en þær voru enn útsmognari.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Þetta er mynd sem á lítið erindi til Íslendinga, maður verður að þekkja svo til Watergate hneykslisins til að fatta skopstælingarnar og tilvísanirnar sem koma þarna fram. Sum atriði eru...

Framleiðendur

Phoenix PicturesUS
Pacific WesternUS