Náðu í appið
Öllum leyfð

Hamlet 2 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. október 2008

Til að bjarga leiklistardeildinni þarf alveg nýtt leikrit!

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Dana hefur gefist upp á frama í leiklistinni og hefur tekið að sér starf leiklistarkennara í menntaskóla. Þar lifir hann viðburðasnauðu lífi með takmörkuðum árangri í starfi þar til dag einn, þegar stjórn skólans ákveður að leggja niður leiklistardeild skólans vegna fjárhagslegs niðurskurðar, enda lítil ásókn í áfangann. Dana verður því að taka... Lesa meira

Dana hefur gefist upp á frama í leiklistinni og hefur tekið að sér starf leiklistarkennara í menntaskóla. Þar lifir hann viðburðasnauðu lífi með takmörkuðum árangri í starfi þar til dag einn, þegar stjórn skólans ákveður að leggja niður leiklistardeild skólans vegna fjárhagslegs niðurskurðar, enda lítil ásókn í áfangann. Dana verður því að taka til sinna ráða til að bjarga leiklistardeildinni og starfinu. Hann ákveður að reyna að bjarga deildinni með því að skrifa framhald af leikriti Shakespeare, Hamlet. Hamlet 2 tekur fljótt á sig undarlega um umdeilda mynd, og á stuttum tíma hefur Dana hlotið meiri athygli en nokkurn tíma áður.... minna

Aðalleikarar

Súr húmor
Dana Marschz er vonlaus leikari. Einu hlutverkin sem honum buðust voru í auglýsingum sem enginn annar vildi vera í og nú býðst honum ekki einu sinni það. Hann gerðist því leiklistarkennari í framhaldsskóla, því eins og hann orðaði það þá vildi hann geta kennt öðrum það sem hann gat ekki sjálfur. Ár eftir ár setur hann upp hræðilegar nemendasýningar í skólanum sem engin hefur áhuga á. Loks ákveður skólastjórnin að hætta að kenna leiklist við skólann. Þá ákveður Marschz að síðasta leikritið sem hann setur upp verði eitthvað afar sérstakt og því semur hann leikritið Hamlet 2, en efnistök þess verða til þess að skólayfirvöld reyna að gera hvað sem er til að hindra sýningu þess.

Það er grínistinn Steve Coogan sem fer með hlutverk Dana Marschz. Myndin snýst að mestu um aðalpersónuna og þannig framistöðu Coogan. Hann stendur sig nokkuð vel, hann er ýktur en fer þó ekki yfir strikið. Aðrar persónur í myndinni skipta minna máli og eru til staðar að er virðist einungis til að gefa Coogan tækifæri til að vera fyndinn. Þetta fyrirkomulag virkar ágætlega í þessari mynd.

Hamlet 2 má líka við Al Yankovich myndina UHF sem margir muna væntanlega eftir. Húmorinn er súr og jafnvel myndrænn á köflum. Þá er alveg óhætt að segja að myndin sé langt frá því að vera PC, eins og það er kallað. Hamlet 2 er mynd sem flestir ættu að hafa gaman af. Hún er ekkert stórvirki en mjög létt og góð skemmtun.

Davíð Örn Jónsson
kvikmyndir.com
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coogan getur betur
Hamlet 2 er miklu gleymdari bíómynd en hún hefði átt að vera. Hugmyndin á bakvið hana er álíka skemmtileg og flippuð og titillinn gefur til kynna, en úrvinnslan er einungis ágæt.

Maður kemst ekki hjá því að hugsa hvað myndin hefði mátt vera miklu fyndnari. Myndin er ágætlega fyndin inn á milli sena, en þau skipti sem myndin er ekki mikið að virka er hún alveg nett mikið miðjumoð; Aldrei leiðinleg, en voða ómerkileg.

Sem betur fer keyrir myndin sig ekki út snemma. Hápunktur myndarinnar er tvímælalaust sjálft leikritið í lokin, en ekki nóg að það sé alveg bilaðslega offbeat og steikt, heldur þá eru lögin óvenju grípandi ("Rock Me Sexy Jesus!" - meiriháttar).

Steve Coogan getur verið virkilega fyndinn, en hingað til hefur hann verið sóaður þegar að kemur að amerískum myndum (t.d. Around the World in 80 Days, Night at the Museum).
Hann stendur sig þó býsna vel hér og er þokkalega fyndinn sem aumingjalegur aðdáandi leiklistar. Persónan nær hins vegar engu sambandi við áhorfandann. Maðurinn er aumingi út alla myndina og maður meðtekur hann alltaf sem vonlausan gaur, í stað semi-viðkunnanlegan einstakling sem maður heldur upp á.
Skemmtilegasta persónan í allri myndinni er sennilega Elizabeth Shue (ef hún telst með), sem leikur einfaldlega sjálfa sig og gerir óspart grín á eigin kostnað. Alltaf jafn gaman að sjá leikara gera slíkt.

Allt í allt geta ekki fáeinir góðir brandarar bjargað restinni af myndinni. Annað en t.d. bestu myndir Judd Apatow, þá virðist þessari mynd vera alveg slétt sama um persónur sínar. Það hefði hjálpað henni mikið að leggja meiri áherslu á persónusköpun, bæði fyrir aðal- og aukapersónur.
Myndin er þokkalega saklaus afþreying en hverfur fljótt úr minninu.

6/10 - Köllum það gott.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn