Aðalleikarar
Leikstjórn
Hvers vegna dillar hundur skottinu? Vegna þess að hundurinn er snjallari en skottið. Ef skottið væri snjallara mundi það dilla hundinum. Þetta er augljós sannleikur og speki sem á svo sannarlega við í þessari frumlegu, fyndnu og sérlega skemmtilegu mynd óskarsverðlaunaleikstjórans Barry Levinson. "Wag the Dog" er af mörgum óhikað talin til bestu mynda ársins 1997. Það eru þeir Dustin Hoffman og Robert De Niro sem leika aðalhlutverkin ásamt Anne Heche, Willie Nelson, Denis Leary, William H. Macy, Kirsten Dunst og Woody Harrelson, svo einhverjir séu nefndir af fjölmörgum þekktum leikurum sem koma fram í myndinni. Það eru aðeins 11 dagar í forsetakosningar og tíminn því ekki heppilegur fyrir alvarlegt hneyksli þar sem forsetinn sjálfur er aðal sökudólgurinn. Ásakanir þess efnis að hann hafi beitt eina starfsstúlku Hvíta hússins kynferðislegri áreitni eru komnar fram og málið er mjög líklegt til að hafa afgerandi áhrif á siðvanda kjósendur. Til að bjarga málunum er ákveðið að kalla í Conrad Brean "De Niro", en hann er svokallaður "spunalæknir", þ.e. sérfræðingur í að hafa áhrif á almenning í gegnum fjölmiðla og fréttatilkynningar. Conrad gerir sér þegar grein fyrir alvöru málsins og til að dempa umræður um hneykslið finnur hann upp enn alvarlegri fréttir sem hafa með kjarnorkusprengju og stríð í Albaníu að gera. Til að gera "fréttirnar" trúverðugastar flýgur hann til fundar við Hollywood-leikstjórann Stanley Motts "Hoffman" og fær hann í lið með sér. Hlutverk hans er að framleiða í einum grænum trúverðugar fréttamyndir frá "átakasvæðinu" og koma þeim á framfæri. Þeir Stanley og Conrad eru skottið sem dillar hundinum. Og hundurinn er öll heimsbyggðin. Stórkostleg og vönduð úrvalsmynd sem ég mæli eindregið með og gef þrjár og hálfa stjörnu, einkum vegna stórleiks gömlu jaxlanna, De Niro og Hoffmans, en sá síðarnefndi var einmitt tilnefndur til óskarsverðlaunanna árið 1997 fyrir leik sinn, fyrir leikstjórnina og hið magnaða og einkar beitta handrit.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Larry Beinhart, David Mamet, Hilary Henkin
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
27. mars 1998
VHS:
11. ágúst 1998