Náðu í appið
Öllum leyfð

Wag the Dog 1997

Frumsýnd: 27. mars 1998

A Hollywood producer. A Washington spin-doctor. When they get together, they can make you believe anything.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
Tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, Dustin Hoffman (besti leikari) og fyrir besta handrit

Eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur í kynlífshneyksli, 14 dögum fyrir kosningar, þá virðist sem Bandaríkjaforseti hafi misst alla möguleika á endurkjöri. Einn af ráðgjöfum hans reynir að redda málum, og hefur samband við framleiðanda í Hollywood til að setja á svið stríð í Albaníu, sem forsetinn getur bundið enda á með hetjulegum hætti, allt með... Lesa meira

Eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur í kynlífshneyksli, 14 dögum fyrir kosningar, þá virðist sem Bandaríkjaforseti hafi misst alla möguleika á endurkjöri. Einn af ráðgjöfum hans reynir að redda málum, og hefur samband við framleiðanda í Hollywood til að setja á svið stríð í Albaníu, sem forsetinn getur bundið enda á með hetjulegum hætti, allt með hjálp fjölmiðla.... minna

Aðalleikarar


Hvers vegna dillar hundur skottinu? Vegna þess að hundurinn er snjallari en skottið. Ef skottið væri snjallara mundi það dilla hundinum. Þetta er augljós sannleikur og speki sem á svo sannarlega við í þessari frumlegu, fyndnu og sérlega skemmtilegu mynd óskarsverðlaunaleikstjórans Barry Levinson. "Wag the Dog" er af mörgum óhikað talin til bestu mynda ársins 1997. Það eru þeir Dustin Hoffman og Robert De Niro sem leika aðalhlutverkin ásamt Anne Heche, Willie Nelson, Denis Leary, William H. Macy, Kirsten Dunst og Woody Harrelson, svo einhverjir séu nefndir af fjölmörgum þekktum leikurum sem koma fram í myndinni. Það eru aðeins 11 dagar í forsetakosningar og tíminn því ekki heppilegur fyrir alvarlegt hneyksli þar sem forsetinn sjálfur er aðal sökudólgurinn. Ásakanir þess efnis að hann hafi beitt eina starfsstúlku Hvíta hússins kynferðislegri áreitni eru komnar fram og málið er mjög líklegt til að hafa afgerandi áhrif á siðvanda kjósendur. Til að bjarga málunum er ákveðið að kalla í Conrad Brean "De Niro", en hann er svokallaður "spunalæknir", þ.e. sérfræðingur í að hafa áhrif á almenning í gegnum fjölmiðla og fréttatilkynningar. Conrad gerir sér þegar grein fyrir alvöru málsins og til að dempa umræður um hneykslið finnur hann upp enn alvarlegri fréttir sem hafa með kjarnorkusprengju og stríð í Albaníu að gera. Til að gera "fréttirnar" trúverðugastar flýgur hann til fundar við Hollywood-leikstjórann Stanley Motts "Hoffman" og fær hann í lið með sér. Hlutverk hans er að framleiða í einum grænum trúverðugar fréttamyndir frá "átakasvæðinu" og koma þeim á framfæri. Þeir Stanley og Conrad eru skottið sem dillar hundinum. Og hundurinn er öll heimsbyggðin. Stórkostleg og vönduð úrvalsmynd sem ég mæli eindregið með og gef þrjár og hálfa stjörnu, einkum vegna stórleiks gömlu jaxlanna, De Niro og Hoffmans, en sá síðarnefndi var einmitt tilnefndur til óskarsverðlaunanna árið 1997 fyrir leik sinn, fyrir leikstjórnina og hið magnaða og einkar beitta handrit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn