Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Redbelt er fyrsta myndin sem ég man eftir sem fjallar um MMA (mixed martial arts). Ég er leynilegur aðdáandi slíkra slagsmála (ekki lengur) svo að ég stóðst ekki mátið að horfa á hana. Myndin segir frá jiu-jitsu kennara, leikinn af Chiwetel Ejiofor, sem á í ýmsum erfiðleikum. Ég vill ekki segja of mikið en í myndinni er sett upp mót þar sem bardagamenn draga kúlu. Ef hún er hvít þá berst viðkomandi óbeislaður en ef hún er svört þá fá þeir “handicap”, þ.e. önnur hendi er bundin fyrir aftan bak eða bundið fyrir augu. Svo kemur í ljós að það er eitthvað gruggugt í pokahorninu. Myndin er öðruvísi en ég bjóst við. Þetta er í rauninni ekki slagsmálamynd, það eru mjög lítið barist í henni, hún fjallar meira um fólkið. Þetta er alvöru mynd og hún tekur sig alvarlega. Hún er vel gerð og skemmtileg, bara ekki búast við slagsmálamynd á borð við Kickboxer, Best of the Best eða Enter the Dragon.
Eitt fór í taugarnar á mér. Myndin heitir Redbelt. Það er einu sinni minnst á þetta rauða belti og ég get ekki séð að það skipti nokkru máli.
Margfaldur UFC meistari Randy Cotoure leikur lítið hlutverk í myndinni. Hann er að færa sig upp á skaptið í kvikmyndaheiminum. Hann lék í Scorpion King 2 og er að gera þrjár myndir skv. imdb.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
12. nóvember 2008