Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Redbelt 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

There's always a way out. You just have to find it.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Röð atburða ræður því að bardagaíþróttakennarinn Mike Terry fær starf í kvikmyndaiðnaðinum. Þó svo að hann vilji ekki taka þátt í bardagakeppnum þá er hann neyddur til þess.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Redbelt er fyrsta myndin sem ég man eftir sem fjallar um MMA (mixed martial arts). Ég er leynilegur aðdáandi slíkra slagsmála (ekki lengur) svo að ég stóðst ekki mátið að horfa á hana. Myndin segir frá jiu-jitsu kennara, leikinn af Chiwetel Ejiofor, sem á í ýmsum erfiðleikum. Ég vill ekki segja of mikið en í myndinni er sett upp mót þar sem bardagamenn draga kúlu. Ef hún er hvít þá berst viðkomandi óbeislaður en ef hún er svört þá fá þeir “handicap”, þ.e. önnur hendi er bundin fyrir aftan bak eða bundið fyrir augu. Svo kemur í ljós að það er eitthvað gruggugt í pokahorninu. Myndin er öðruvísi en ég bjóst við. Þetta er í rauninni ekki slagsmálamynd, það eru mjög lítið barist í henni, hún fjallar meira um fólkið. Þetta er alvöru mynd og hún tekur sig alvarlega. Hún er vel gerð og skemmtileg, bara ekki búast við slagsmálamynd á borð við Kickboxer, Best of the Best eða Enter the Dragon.

Eitt fór í taugarnar á mér. Myndin heitir Redbelt. Það er einu sinni minnst á þetta rauða belti og ég get ekki séð að það skipti nokkru máli.

Margfaldur UFC meistari Randy Cotoure leikur lítið hlutverk í myndinni. Hann er að færa sig upp á skaptið í kvikmyndaheiminum. Hann lék í Scorpion King 2 og er að gera þrjár myndir skv. imdb.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn