Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Alveg bráðskemmtileg mynd um kvikmyndatökupakk í smábæ í Virginíu og samskipti þess við heimamenn.
Leikarar flestir eða allir í góðum fíling, Alec Baldwin sérlega skemmtilegur i hlutverki Hollywoodleikara með yfirgengilega löngun til kvenna undir lögaldri.
Þetta er vond mynd. Úff! Hún á að vísu ágætis spretti en heildin er bara langdregin vella og virðist það hafa verið eina takmark þeirra sem gerðu þessa mynd að lísa skrítnara smábæjar lífi en í fargo. Mentnaðar fullt verkefni en ekki nóg til að halda uppi kvikmynd. Synd að Phillip Seymor Hoffman hafi látið bendla sig við þessa mynd. :(
Þessi mynd fjallar um kvikmyndagerðafólk og samskipti þeirra við bæjarbúa í litlum smábæ sem það er að fara að gera kvikmynd í. Myndinn á góða spretti og er fyndinn á göflum, leikurinn er góður sem og handritið og er þetta frábær hugmynd að gera mynd um sem fjallar um mynd, en ég vill bara segja þrjár stjörnur og vill bara mæla með henni fyrir alla sem hafa húmor og vilja sjá góða mynd.
Ég var mjög feginn að sjá að þessi litla perla rataði í bíó á klakanum. Það er svo oft sem íslenskir bíóunnendur þurfa að sjá góðar myndir á myndbandi vegna þess að bíókóngar Íslands sjá ekki fram á að þær gefi mikinn gróða í aðra hönd (heyrið þið það, Árni Sam og Jón Ólafsson??). State and Main er ein af þessu litlu myndum sem vilja hverfa í skuggann. David Mamet er sennilega einn af fimm bestu pennum í Hollywood í dag, enda búinn að vera að skrifa leikrit og eðalbíómyndir í par áratugi. Meðal mynda hans eru The Spanish Prisoner og The Winslow Boy, sem eru sérlega góðar myndir og sluppu bara í bíó hérlendis á kvikmyndahátíðum. Þessi mynd er öðruvísi, hún er nett satíra sem deilir á Hollywood-hugarástandið; ekkert skiptir meira máli en að búa til bíómyndir. Hér ræðst tökulið inn í smábæinn Waterford í Vermont-fylki eftir að þau neyddust til að yfirgefa svipaðan bæ í nágrannafylkinu New Hampshire. Aðalsöguhetjan er sennilegast handritshöfundurinn Joseph Turner White (hinn óviðjafnanlegi Philip Seymour Hoffman), sem þarf að kljást við leikstjórann Walt Price (William H. Macy traustur að vanda) til að viðhalda hreinleika hins skrifaða orðs. Það gengur nú ekki sem best, og við fylgjumst með nokkrum dögum í félagsskap þessa fólks. Hópurinn inniheldur m. A. stórstjörnuna Bob Barrenger (Alec Baldwin) sem heldur því fram að allir verða að eiga sér áhugamál, hina grunnu aðalleikkonu Clare Wellesley (Sarah Jessica Parker í góðu fríi frá Sex and the City), og ofurframleiðandann ógurlega Marty Rossen (David Paymer, sem er einn af þessum vanmetnu karakter-leikurum). Bæjarbúar, sem eru fljótir að leggjast flatir fyrir Hollywood-maskínunni, eru jafnlitríkir. Þeirra á meðal eru bóksalinn Ann Black (Rebecca Pidgeon, eiginkona Mamets), bæjarstjórinn Bailey (Charles gamli Durning), útsmogin unglingsstúlka (Julia Stiles) og ofurákafur frambjóðandi sem ætlar sko aldeilis að bjóða gestunum birginn. State and Main er gífurlega vel skrifuð og leikin mynd, sem bíóunnendur eiga að njóta vel. Það eru engar sprengingar eða byssubardagar eða sveittar kynlífssenur - bara gott bíó.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Fine Line Features
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
4. maí 2001
VHS:
14. ágúst 2001