The Ides Of March er önnur myndin sem ég hef séð sem er leikstýrð af George Clooney, og hann er lúmskt góður í að leikstýra kvikmyndum. Hin myndin sem ég hef séð frá honum er 2005 myndin Good Night, and Good Luck. Hún var án efa ein besta mynd ársins vegna stílsins sem myndin kom með, leiksins (og þá sérstaklega frammistaða David Strathairn sem Edward R. Murrow) og handritsins. Einræðurnar sem Strathairn er fáranlega vel samdar (hvort sem þær voru sérsamdar fyrir myndina eða fullkomlega byggt á því sem hann sagði sjálfur). (Er þetta nauðsynlegt? Þú ert jú að tala um TIOM, en ekki GNaGL...)
The Ides Of March er ekki eins vel skrifuð og ekki eins áhugaverð og Good Night, and Good Luck en það er ekki hægt að segja mikið slæmt um hana. Líkt og GNaGL er hún pólitísk dramamynd með traustu handriti og inniheldur margar góðar frammistöður. Hinsvegar er þessi í lit og á líklegast að gerast á okkar tíma á meðan GNaGL var í svarthvítu (sem passaði fullkomlega) og gerðist á 6. áratugnum.
Myndin er full af góðum frammistöðum. Ég verð að játa að áður en ég sá Crazy, Stupid, Love þá vissi ég ekki hver Ryan Gosling var. Á aðeins nokkrum mánuðum hefur þessi leikari hækkað verulega í áliti hjá mér. Fyrst í áður nefndri mynd, síðan í Drive (sem er án efa hans besta frammistaða) og Blue Valentine. Jafnvel þótt hann sé ekki eins góður hérna og hann var í Drive þá stendur hann sig vel og heldur myndinni vel uppi. Ég var líka ánægður með karakterinn hans; klassískt dæmi um anti-hetju. Hann er ekki slæmur, hann er bara vanur því sem hann hefur og gerir það sem getur til að halda því, jafnvel þótt það merkir að fólk sé rekið, hann þurfi að hóta, eða einungis vera einn stór hræsnari.
Gosling er umkringdur gæðaleikurum á borð við Phillip Seymour Hoffman, Paul Giamatti (þeir tveir eigna sér allar senurnar sem þeir eru í), Marisa Tomei, Evan Rachel Wood og að sjálfsögðu George Clooney. Allir leikararnir gera frábæra hluti fyrir karakterana sína og það leið ekki sú stund sem mér leist illa á karakterinn hans Clooney (sem skiptir smávegis máli, þar sem hann er að leika forsetisframbjóðanda).
Leikstjórn Clooney er frábær. Hann nær frábæru flæði í gegnum myndina. Ekkert atriði virðist vera of langdregið eða tilgangslaust, allt hefur sinn tilgang. Hann nær líka frábærri ljósanotkun í sumum atriðum og hann kann að nýta atriði með engu handriti. Handritið sjálft er hnittið og vel gert. Ég er sjálfur mjög lítið inn í pólík en ég komst auðveldlega inn í þessa mynd.
Myndin hefur því miður tvo leiðinlega galla að mínu mati. Til að byrja með fannst mér vanta meiri fókus á karakterinn hans Clooney í síðari helmingnum. Það er ákveðið alvarlegt sem gerist í síðari hluta myndarinnar sem tengist honum og það er lítið sýnt af honum í þeim hluta sem tengist ekki þeim hlut. Clonney sýndi strax í byrjun að karakterinn sem hann lék var fínn maður (hvort sem allt samt hann sagði í kosningaræðunum var satt eða ekki. Talar t.d. um skatta efri stéttarinnar, samkynhneigð og trúarmál) og mér fannst vanta meira af honum í síðari hlutanum. Síðan fannst mér endirinn hafa mátt vera aðeins lengri. Myndin endar á andliti Gosling, rétt óbyrjaður að segja eitthvað, en ég vildi sjá hvað hann hafði að segja.
The Ides Of March er vel þó skrifuð, vel leikin og vel leikstýrð mynd. Fantagóð meðmæli frá mér.
7/10 Sterk sjöa
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei