Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Nixon 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He changed a world. But lost a nation.

192 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 66
/100
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Hopkins og Allen fyrir leik og einnig tilnefning fyrir handrit og tónlist, sem John Williams samdi.

Pólitísk kvikmynd sem fjallar um æviskeið Bandaríkjaforseta Richard Nixon og Watergate hneykslið. Oliver Stone fjallar hér um stíft kvekara uppeldi forsetans fyrrverandi, hvernig hans pólitísku skoðanir byrjuðu að mótast í lagaskóla, og hina undarlegu hlédrægni sem einkenndi tilhugalíf hans og Pat eiginkonu hans. Mótsagnirnar í persónuleikanum koma snemma... Lesa meira

Pólitísk kvikmynd sem fjallar um æviskeið Bandaríkjaforseta Richard Nixon og Watergate hneykslið. Oliver Stone fjallar hér um stíft kvekara uppeldi forsetans fyrrverandi, hvernig hans pólitísku skoðanir byrjuðu að mótast í lagaskóla, og hina undarlegu hlédrægni sem einkenndi tilhugalíf hans og Pat eiginkonu hans. Mótsagnirnar í persónuleikanum koma snemma fram, í harðvítugri kosningabaráttu hans gegn Helen Gahagan Douglas og í hinni furðulega masókísku Chekers ræðu. Allt benti til að tap Nixons fyrir hinum hataða og mjög svo öfundaða John F. Kennedy í forsetakosningunum árið 1960, og svo tap aftur árið 1962 í ríkisstjórakosningum, markaði endalok stjórnmálaferils hans. En, þrátt fyrir algjöran skort á persónutöfrum, þá er Nixon bráðsnjall pólitíkus, og grípur tækifæri sem gefst í kjölfar þess að bakslag kemur í baráttunna gegn Víetnamstríðinu, sem endar með því að hann er kjörinn forseti árið 1968. Það er ekki fyrr en þegar hann er búinn að koma sér vel fyrir í forsetastólnum og er með öruggt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar 1972, að vaxandi vænisýki hans fer á flug, sem svo aftur setur af stað Watergate hneykslið.... minna

Aðalleikarar


Nixon var/er talin af flestu fólii vera langdregin og leiðinleg mynd um versta forseta Bandaríkjanna. Þá kemur Oliver Stone og gerir rosalega mynd um hann til þess að varpa ljósi á líf hans á forsetaárunum sem Stone er einstaklega góður að gera. Brátt kemur ævi Alexanders í bíó sem Stone fékk loks að gera. Anthony Hopkins er fullkominn sem Richard Nixon og ég tel hann betri Richard Nixon en Richard Nixon sjálfur. Nixon hefur þennan Stone-stíl í myndatöku og klippingu, svipað og JFK, Born on the 4th July og Natural Born Killers sem er geðveik aðferð til þess að vekja áhuga á myndum hans. Rétt eins og allar aðrar myndir Oliver Stones þá felur Stone engar skaðandi staðreyndir heldur reynir að sýna allt eins rétt og hægt er án umhugsunar til blockbustera eða fjöldans sem gætu ekki fílað myndina fyrir það. Myndin er ekkert skemmtiefni heldur söguleg þýðing á raunveruleikanum, og það á að dæma hana sem lærdómsefni ekki skemmtunarefni. Þrjár og hálfar stjörnur dugar fyrir Nixon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni úrvalsmynd Olivers Stone, Nixon, með óskarsverðlaunahafanum Anthony Hopkins í aðalhlutverki. Hún var tilnefnd til fernra óskarsverðlauna 1995: þ.á.m. fyrir leik Hopkins og leik Joan Allen í hlutverki Pat Nixon. Jafnvel þótt Richard M. Nixon hafi verið einn mest áberandi stjórnmálamaður þessarar aldar og að um hann hafi verið skrifaðar fleiri greinar en nokkurn annan mann, er persóna hans enn í dag flestum hulin ráðgáta. Með þessari hispurslausu mynd reynir óskarsverðlaunaleikstjórinn Oliver Stone að varpa ljósi á þennan einstaka mann sem reis til hæstu metorða í landi sínu og - eins og hann orðaði það gjarnan sjálfur - féll niður í þá dimmustu dali sem lífið felur í sér. Sjónarhorn Stones er hreinskilið og persónulegt en snýst að sjálfsögðu að miklu leyti um aðdragandann að falli Nixons úr valdastóli, hið dularfulla innbrot í Watergate-bygginguna árið 1972, til þess tíma er hann neyddist til að segja af sér 1974, fyrstur bandarískra forseta. En Stone skyggnist einnig dýpra inn í líf hans. Nixon var sonur fátækra en stefnufastra hjóna og þurfti ásamt fjölskyldu sinni að þola missi tveggja bræðra sinna sem dóu úr berklum. Við fylgjumst með honum vaxa úr grasi og sjáum hvernig hann fór að láta til sín taka á sviði stjórnmálanna, varð þingmannsefni 33 ára, öldungardeildarþingmaður 37 ára og varaforseti 39 ára. Hann bauð sig fram til forseta árið 1960 en tapaði fyrir John F. Kennedy. Honum tókst síðan að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna árið 1968 og var endurkjörinn 1972. Hann stjórnaði landinu í gegnum mikla og erfiða pólitíska tíma og vann sér sess með því. Fjöldi stórleikara fer með hlutverk í myndinni og má þar nefna James Woods, Ed Harris, Bob Hoskins, J.T. Walsh, Mary Steenburgen, Paul Sorvino og Tony Goldwyn. Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.11.2022

Fréttin sem leiddi til #MeToo

Megan Twohey og Jodi Kantor, blaðamenn The New York Times, eiga í sameiningu heiðurinn af því að ein stærsta frétt aldarinnar kom fyrir sjónir almennings. Þær afhjúpuðu það hvernig þagnarmúr hafði umlukið umfangs...

22.09.2021

Frægir minnast Garsons - Lést 57 ára að aldri

Bandaríski leikarinn Willie Garson lést í gær eftir erfið veikindi en nýlega var tilkynnt að hann hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann féll frá. Hann var 57 ...

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn