Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Shaft 2000

(Shaft 2000)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. október 2000

Still the man, any questions?

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Hinn ofursvali og stórhættulegi rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni í New York, John Shaft, handtekur Walter Wade Jr. eftir kynþáttalitað morð. Vitni hverfur, Wade flýr til Sviss, og Shaft er öskuillur. Tveimur árum síðar snýr Wade aftur til að svara til saka fyrir dómstólum, sannfærður um að auður föður hans og áhrif ( og kynþátta pólitík ) muni... Lesa meira

Hinn ofursvali og stórhættulegi rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni í New York, John Shaft, handtekur Walter Wade Jr. eftir kynþáttalitað morð. Vitni hverfur, Wade flýr til Sviss, og Shaft er öskuillur. Tveimur árum síðar snýr Wade aftur til að svara til saka fyrir dómstólum, sannfærður um að auður föður hans og áhrif ( og kynþátta pólitík ) muni tryggja honum sýknu. Shaft leitar að vitninu, þannig að Wade reynir að láta drepa vitnið. Hann snýr sér að eiturlyfjabaróninum í fátækrahverfinu, Peoples Hernandez, sem er reiðubúinn að drepa fyrir peninga. nota Wade sér til framdráttar til að fá aðgang að ríkari viðskiptavinum, og drepa Shaft. Mun Shaft finna vitnið, sannfæra hana um að vitna gegn Wade, og koma henni í gegnum kúlnahríðina sem Peoples mun örugglega stofna til?... minna

Aðalleikarar


Grunn og illa skrifuð mynd í alla staði. Shaft er svo grunnhygginn, bjánalegur og illa skrifaður að eitt það ótrúlegasta í kvikmyndasögunni er að hann skyldi nokkursstaðar fá vinnu, hvað þá í lögregluliði New York-borgar.

Ágætisleikur Jackson og Christian Bale, ásamt nærveru Richard Roundtree, lyfta myndinni þó eilítið upp úr ruslahaugnum og án þeirra væri þetta sorp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Shaft hefði getað orðið góð mynd. Samuel L. Jakckson reynir að leika einhvern cool gæja en það mistekst hræðilega. Myndin er í heild afar illa leikin og söguþráðurinn ekkert sérstakur og manni hálf leiðist þó að það sé meðalmikið af bardögum í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var staddur á hóteli í Auckland í Nýja Sjálandi um daginn og leyfði mér í fyrsta sinn að borga fyrir að sjá mynd inn á hótelherberginu. Einu spennandi myndirnar (fyrir utan þær bláu, sem ég að sjálfsögðu snerti ekki), voru Shaft og Charlie’s Angels. Þar sem ég vissi að ef ég horfði á Charlie’s Angels, myndi ég næst borga fyrir bláu myndirnar endaði ég á að panta Shaft. Myndin fjallar um lögreglumann, leikinn af Samuel L. Jackson, sem tekur starf sitt afar persónulega. Í byrjun myndarinnar er svartur maður drepinn fyrir utan veitingarstað, og er sonur mjög áhrifamikils og auðugs kaupsýslumanns grunaður um verknaðinn. Þjónustustúlka á veitingarstaðnum er vitni að verknaðinum en vill ekkert segja. Megin efni myndarinnar er svo hvernig Shaft kemur ríka syninum bak við lás og slá. Þegar ég sá “trailerinn” um Shaft, virtist mér þetta vera hetjumynd, því sem næst myndasögukennd, þar sem Shaft var myrk hönd réttlætissins. Hann klæðist á öllum plakötum svörtum löngum leðurjakka og leit allur út sem voða “cool” gæji. Myndin sjálf er ekkert þessu lík. Sagan er afskaplega götótt og flestir leikararnir langt undir meðallagi. Maður hefur aldrei neina samúð með persónunum, eða hvað verður um þær. Það skrítnasta er að myndin á einn hátt reynir að vera raunveruleg, en á sama tíma dettur annaðslagið inn í þá villu að láta Shaft komast upp með hluti sem enginn lögreglumaður gæti. Persónur eru allt í einu hluti af myndinni, en voru aldrei “kynntar” sem slíkar og verður maður að geta sér til um hverjar þær eru (líkt og það sem ég get aðeins giskað á að sé móðir fórnarlambsins í byrjun myndarinnar). Reiði Shafts er heldur aldrei almennilega gerð skil, og kemst maður að þeirri niðurstöðu að hann sé bara yfir höfuð pirraður náungi sem vill að allt fari eftir hans höfði. Það góða við myndina voru samt tvær glæponar. Annarsvegar er það ríki sonurinn, Walter Wade sem er snilldarlega vel leikinn af Christian Bale, og var myndin þrælskemmtileg þegar hann var á tjaldinu. Hann er mjög uppstökkur og grimmur, en tekst samt að sýna hversu spilltur og ofdekraður hann er. Hinn glæponinn Peoples Hernandez (Jeffrey Wright), sem er alveg þrælerfitt að skilja, sýnir líka góð tilþrif. Hann er greinilega búinn að ná hæðstu metorðastigum innan hverfisins og hefur nú stór plön í huga. Vonandi munum við sjá meira af Jeffrey Wright í framtíðinni. Shaft er mjög góð sem afþreyingarmynd og heldur athyglinni ágætlega. En einhvernveginn bjóst ég við meiru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg ágæt, en hún mátti vera betri. Samt er Samuel L. Jackson alltaf jafn cool í hverri mynd sem hann leikur, og það er það besta við þennan leikara, allar þær myndir sem hann leikur í eru oftast góðar. Ég gef henni samt 3 og hálfa vegna þess hversu mikill snillingur Samuel L. Jackson er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver verður útkoman þegar svalasti leikarinn í Hollywood er fenginn til að leika svalasta karakter kvikmyndasögunnar? Helvíti svöl mynd. Samuel L. Jackson tekur gamla góða Shaft og gerir hann enn flottari en áður, og hefur lítið fyrir því. Í þetta skiptið er Shaft lögga í New York frekar en einkaspæjari (en ekki lengi...), og hann er að kljást við ungan og forríkan mann, Walter Wade(Christian Bale), sem myrti ungan blökkumann að ástæðulausu úti á götu. Þar sem hann er ríkur sleppur hann og flýr úr landi. Tveimur árum síðar kemur hann heim en Shaft er sko ekki búinn að gleyma honum. En sagan flækist, því dóminíkanskur eiturlyfjasali, Peoples Hernandez (Jeffrey Wright), reynist vera engu minni andstæðingur en Wade. Bætið við spilltum löggum, og Shaft er svo sannarlega með fangið fullt við að reyna að vernda eina vitnið að morðinu, dauðskelkaða þjónustustúlku (Toni Collette). Ekki má gleyma því að hinn upprunalega Shaft, Richard Roundtree, birtist hér í aukahlutverki sem frændi hins nýja Shafts, og Vanessa Williams leikur eitilharðan félaga Shafts í löggunni. John Singleton er búinn að hrista af sér "skilaboðamynda"-stimpilinn og hefur skilað af sér hreinni og beinni poppkornsskemmtun. Ekki ætla ég að kvarta yfir því; það var frábært að horfa á Jackson taka í lurginn á hverjum þrjótinum á eftir öðrum undir dúndrandi Shaft-tónlistinni hans Isaac Hayes. Fyrsta flokks sumarskemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

04.12.2018

Jogia verður maður í Zombieland 2

Framhald grín uppvakningamyndarinnar skemmtilegu Zombieland frá árinu 2009 hefur lengi verið á teikniborðinu, en nú er loksins kominn mikill skriður á verkefnið með tilheyrandi ráðningum leikara í helstu hlutverk. N...

24.03.2017

Refn uppfærir Maniac Cop

Kvikmyndaleikstjórinn Nicolas Winding Refn mun framleiða uppfærða útgáfu af „Maniac Cop“ og John Hyams („Universal Soldier: Day of Reckoning) leikstýrir. Danski sérvitringurinn Refn er þekktur fyrir frekar óhefðbundnar myndir...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn