Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mumford 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. febrúar 2000

Some towns have all the fun.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Saga tveggja Mumforda, annar er bær, en hinn er manneskja. Mumford, bærinn, er fullur af fólki með vandamál, allt frá unglingsstelpu sem er óánægð með útlit sitt til milljarðamærings í bænum “konungur mótaldanna ( motem ) “, sem væri til í að skipa öllu því út ef hann gæti. Þegar Micky Mumford, manneskjan, reynist vera sálfræðingur með dálítið... Lesa meira

Saga tveggja Mumforda, annar er bær, en hinn er manneskja. Mumford, bærinn, er fullur af fólki með vandamál, allt frá unglingsstelpu sem er óánægð með útlit sitt til milljarðamærings í bænum “konungur mótaldanna ( motem ) “, sem væri til í að skipa öllu því út ef hann gæti. Þegar Micky Mumford, manneskjan, reynist vera sálfræðingur með dálítið óvenjulegar aðferðir, þá finnur hann fljótt stað í hjarta fólks og fólk fer að segja honum leyndarmál sín. En Micky á sjálfur leyndarmál, og það á eftir að koma aftan að honum. ... minna

Aðalleikarar


Meinlaus og einföld gamanmynd sem rennur ljúflega í gegn, verður aldrei of sykursæt. Undarlegur sálfræðingur hefur góð áhrif á þá bæjarbúa sem taka honum ekki af of mikilli tortryggni. Það hefði verið gaman að fá meira af Jason Lee sem sérvitra og einmana tölvunördinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lawrence Kasdan er meistari í því að vinna á lágu nótunum. Myndirnar hans eru mannlegar og hreinar og beinar og ættu því að höfða til flestra. Því miður týnast svona litlar, góðar myndir oft í öllu myndaflóðinu, og það er leitt. Mumford er ein af þessum myndum. Eftir myndina Grand Canyon varð ég aðdáandi Kasdans, og að þessu sinni beinir hann athyglinni að mannlegum samskiptum og spyr hvort það sé nauðsynlegt að vera sá sem maður í rauninni er til að vera hamingjusamur. Og aðferðin er athyglisverð. Dr. Mumford (Loren Dean) er sálfræðingur í smábænum Mumford (hmmm...). Sjúklingarnir hans eru undarlegur hópur. Althea Brockett (Mary McDonnell) er háð því að kaupa hvað sem er í gegnum póstverslanir og er gift hinum hrokafulla Jeremy (Ted Danson). Henry Follett (Pruitt Taylor Vince) er feitur, nýfráskilinn apótekari sem hefur svo lágt sjálfsálit að hann getur ekki einu sinni komið fram í eigin kynlífsórum. Skip Skipperton (Jason Lee, frábær að venju) er milljarðamæringur sem ferðast um á hjólabretti og vill að fólk haldi að læknirinn góði sé bara vinur hans. Nessa (Zooey Deschanel) eru keðjureykjandi unglingur sem vill ekkert frekar en að líta út eins og módel í glanstímaritum, og lögmaðurinn Lionel (Martin Short) er vægast sagt ofsóknarbrjálaður. Þrátt fyrir þetta fólk er sá sem þarf kannski á mestri hjálp að halda Mumford sjálfur. Með andlegum stuðningi nágrannakonunnar Lilly (hin stórkostlega og vanmetna Alfre Woodard), ást sinni á síþreytusjúklingi (Hope Davis), og sífelldum ágangi hinna hausaranna í bænum (David Paymer og Jane Adams) neyðist doktorinn til að taka sig í gegn og byrja upp á nýtt. Líkt og í Grand Canyon býr Kasdan til heilan hóp af karakterum sem eru allir mannlegir og gætu þess vegna verið nágranni manns. Hann hefur fengið frábæran - en stórlega vanmetinn - leikarahóp til að túlka þessar persónur, og hver sá sem er til í að gefa þessari mynd séns ætti síður en svo að sjá eftir því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn