Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Wyatt Earp 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The epic story of love and adventure in a lawless land.

191 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 47
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku. Tilnefnd til 5 Razzie Awards, og Kevin Costner vann þau m.a. fyrir versta leik.

Myndin fjallar um bandaríska lögreglustjórann sögufræga Wyatt Earp sem var uppi frá árinu 1848 til 1929. Earp ólst upp á bóndabæ í Iowa. Hann reynir að strjúka að heiman til að berjast með sambandshernum í borgarastríðinu, en fær ekki inngöngu vegna aldurs. Í staðinn lærir hann lögfræði og giftist Urilla Sutherland. Urilla deyr úr taugaveiki áður... Lesa meira

Myndin fjallar um bandaríska lögreglustjórann sögufræga Wyatt Earp sem var uppi frá árinu 1848 til 1929. Earp ólst upp á bóndabæ í Iowa. Hann reynir að strjúka að heiman til að berjast með sambandshernum í borgarastríðinu, en fær ekki inngöngu vegna aldurs. Í staðinn lærir hann lögfræði og giftist Urilla Sutherland. Urilla deyr úr taugaveiki áður en þau ná að eignast börn saman. Earp verður æ niðurdregnari og sekkur ofaní drykkjuskap og smáþjófnað, en faðir hans Nicholas finnur hann, og nær að koma honum á rétta kjöl aftur. Earp gerist vísundaveiðimaður og náinn samstarfsmaður Bat Masterson og bróður hans Ed. Með bræðrum sínum Virgil og Morgan, þá ákveður Earp að ráðast í að uppræta ofbeldi sem grasserað hefur í gamla villta vestrinu. Earp tekur saman við Mattie Blaylock, eiturlyfjasjúkling og vændiskonu og skiptir henni svo út fyrir leikkonuna Josie Marcus. Í Tombstone í Arizona, þá hittir hann og bræður hans, ásamt félaga þeirra Doc Holliday, sem stríðir við berkla og spilafíkn, harðsnúið og miskunnarlaust ofbeldisgengi, undir forystu Ike Clanton.... minna

Aðalleikarar


Hér er ein önnur mynd um Wyatt Earp en er þetta bara bísna góð mynd og er frammistaða Kevin Costners bara frekar góð. (Ég skil ekki hvað Razzie verðlaunanefndin er alltaf að bögga hann). Þessi ævisaga um Earp er hárrétt og skemmtileg. Leikarahópurinn er risastór ég nenni ekki að nefna hann allann en þeir mikilvægustu: Kevin Costner, Dennis Quade, Gene Hackman, Michael Madsen, Bill Pullman, Tom Sizemore, Catherin O´Hare, Mark Harmon, Isabella Rosellini, Annabeth Gish, Téa Leoni, Jeff Fahey, Jobeth Williams, James Gammon og Linden Ashby. Má ég segja að myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna eða eins óskars fyrir bestu kvikmyndatöku en Legends of the Fall tók það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn