Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég get ekki sagt að ég hef gaman af svona rómantískum gamanmyndum með Meg Ryan (sem er reyndar óþolandi leikari) en þessi var ekki svo vond. Meg Ryan leikur konu sem er með mikla flughræðslu og fer til Frakklands og hittir franskan gaur (Kevin Kline,The emperors Club,Wild Wild West).
Þetta er ofsalega falleg og skemmtileg mynd um konu sem þráir bara að fá að vera með manninum sem hún elskar. En þegar hann fer frá henni setur hann þar með allt líf hennar úr skorðum, hún eltir hann og er staðráðin í að vinna hann aftur með öllum brögðum, en þá grípa örlögin í taumana. Þetta er ein af mínum uppáhalds rómantísku myndum og Meg Ryan fer alveg á kostum í hlutverki sínu. Allt í lagi strákar þið eigið kannski ekki eftir að kunna að meta hana en kærastan á eftir að gera það.
Bara ansi skondin mynd. Má segja að þetta sé lítil og sæt mynd. Meg Ryan er pottþétt í svona hlutverk, hún þekkir þau út og inn. Klænarinn ofleikur hérna eins og oft áður en samleikur hans og Ryan er fínn. Það ættu allir að hafa gaman af þessari mynd, jafnt ungir sem aldnir..