Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

French Kiss 1995

(Paris Match)

Kate's stuck in a place where anything can happen with a guy who'll make sure that it does

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 50
/100
Kevin Kline og Meg Ryan voru bæði tilnefnd til American Comedy Awards fyrir hlutverk sín í myndinni.

Myndin fjallar um Kate og Charlie, ungt og ástfangið par í Kanada, sem lífið virðist leika við. Þegar Charlie hringir í Kate frá París þar sem hann er í viðskiptaferð og segir henni að hann sé ástfanginn af annarri konu og að samband þeirra sé búið, ákveður hún að fara þangað sjálf og endurheimta elskhuga sinn. Í París kynnist hún af tilviljun Luc,... Lesa meira

Myndin fjallar um Kate og Charlie, ungt og ástfangið par í Kanada, sem lífið virðist leika við. Þegar Charlie hringir í Kate frá París þar sem hann er í viðskiptaferð og segir henni að hann sé ástfanginn af annarri konu og að samband þeirra sé búið, ákveður hún að fara þangað sjálf og endurheimta elskhuga sinn. Í París kynnist hún af tilviljun Luc, dularfullum en sjarmerandi frakka og í sameiningu leggja þau upp í ferðalag um Frakkland til að reyna að endurheimta Charlie. Kate og Luc eru afar ólík og eiga í sífelldum árekstrum. Kate er saklaus og fíngerð en Luc er grófur, allt annað en saklaus og er sífellt að koma á óvart. Saman eru þau jafn kostuleg og þau eru ólík og ferð Kate í leit að elskhuganum fer á allt annan veg en hún ætlaði.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég get ekki sagt að ég hef gaman af svona rómantískum gamanmyndum með Meg Ryan (sem er reyndar óþolandi leikari) en þessi var ekki svo vond. Meg Ryan leikur konu sem er með mikla flughræðslu og fer til Frakklands og hittir franskan gaur (Kevin Kline,The emperors Club,Wild Wild West).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ofsalega falleg og skemmtileg mynd um konu sem þráir bara að fá að vera með manninum sem hún elskar. En þegar hann fer frá henni setur hann þar með allt líf hennar úr skorðum, hún eltir hann og er staðráðin í að vinna hann aftur með öllum brögðum, en þá grípa örlögin í taumana. Þetta er ein af mínum uppáhalds rómantísku myndum og Meg Ryan fer alveg á kostum í hlutverki sínu. Allt í lagi strákar þið eigið kannski ekki eftir að kunna að meta hana en kærastan á eftir að gera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara ansi skondin mynd. Má segja að þetta sé lítil og sæt mynd. Meg Ryan er pottþétt í svona hlutverk, hún þekkir þau út og inn. Klænarinn ofleikur hérna eins og oft áður en samleikur hans og Ryan er fínn. Það ættu allir að hafa gaman af þessari mynd, jafnt ungir sem aldnir..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn