Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Bleksvertuhúmorinn í kvikmyndinni Very Bad Things kom ánægjulega á óvart, enda fátítt að svona ferskar gamanmyndir reki á fjörur landsmanna frá Hollywood. Það eina sem ég var ósáttur við var bláendirinn, sem reyndist full farsakenndur. Hann kemur þó tæpast niður á handritinu, sem heldur myndinni uppi að leikurunum og öðrum aðstandendum hennar ólöstuðum. Ég bíð því spenntur eftir næstu mynd Peter Bergs.
Ég fór á þessa mynd með hreina gamanmynd í huga. Það er sennilega það sem ég hef klikkað á. Mér finnst trailerinn gefa mjög ranga mynd af sjálfri kvikmyndinni vegna þess að þessi mynd reyndist vera frekar ógeðsleg og eiginlega meira af blóði en húmor. Myndin var vel leikin og Cameron Diaz kemur vel út eins og í There's Something About Mary. Ég mæli með henni ef þú vilt sjá sláandi mynd þegar kemur að ofbeldi og slysum.
Kolsvört gamanmynd sem fjallar um vinahóp sem fer til Las Vegas til að halda steggjapartý fyrir einn félagana. Hluturnir byrja að fara illilega úrskeiðis og í framhaldi taka fleiri ógeðfeldir atburðir að gerast. Söguþráðurinn er ekki týpískur og það má alveg fullyrða að þetta er ekki mynd fyrir viðkvæmt fólk - né heldur fólk sem ekki er fyrir gálgahúmor. Mér fannst þetta aftur á móti vera skemmtileg mynd því að hún náði að hneyksla mann á köflum, það er ekki mjög margar myndir sem gera það í dag. Maður getur orðið þreyttur á þessum formúlukenndu Hollywood gamanmyndum og ég var feginn að þessi mynd var ekki ein af þeim. Hún er að mörgu leiti frumleg og gerð af fólki sem þorir að fara nýjar leiðir en er ekki bara að leitast við að gera mynd sem á að falla í kramið hjá sem stærstum markhóp.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
5. mars 1999
VHS:
29. júní 1999