Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ef fólk er að leyta að toppafþreyingu þá mæli ég svo sannarlega með þessari. Þarna er á ferðinni bjartasta vonin í hasarmyndageiranum um þessar mundir Dwayne Johnson eða The Rock eins og hann er gjarnan kallaður. Ætla má að hinn mistæki leikstjóri myndarinnar Chuck Russell hafi séð smá Arnold Schwarzenegger í honum þegar vit tökur myndarinnar en eins og allir vita unnu Arnold og Chuck saman í afrekinu Eraser. Þessi mynd er þó ekki jafn góð og hún en varla er nú hægt að ætlast til þess. Rétt er að taka fram að tæknibrellur eru ekki jafn ofnotaðar í þessari mynd eins og The mummy myndunum sem þessi byggir á.
Þessi mynd er alveg ROSALEGA þunn. Samræður eru þunnar, leikurinn lélegur, engin atburðarrás, lélegt handrit og lélegur söguþráður. Fær eina og 1/2 fyrir tæknibrellur og leik Rocks.
The Scorpion King er betri en maður heldur. Dwayne Johnson kemur með sinn besta leik hingað til og er Michael Clarke Duncan líka góðurm, ekki gleyma hálfnöktu galdrakellingunni Kelly Hue sem var bísna góð. The Scorpion King er alls ekki frumleg, né eitthvað sérstakt aðeins skemmtileg og er þess virði að sjá. Myndin kom mér allavega á óvart þar sem trailerinn sýndi verstu hlið myndarinnar. Vondi kallinn sem Steven Brand lék var bísna góður, er hann ekki Ástrali? Allt þetta saman gefur góðan hlut og það sama með húmorinn sem er nokkuð frumlegur. Sjáðu Scorpion King.
Ágætis tjara
Ég bjóst ekki við neinu af þessari mynd, enda gáfu sýnishornin ekki annað til kynna en að hún væri bara ein af þessum Hollywood ruslmyndum sem eru einungis framleiddar til að græða og græða. Í fyrstu lítur The Scorpion King út eins og enn ein dæmigerða sumarmyndin, og það er hún að vísu, en hún kom mér allavega þægilega á óvart og reyndist vera mun skemmtilegri en ég hefði nokkurn tímann haldið.
Handritið er kannski ófrumlegt og hallærislegt og söguþráðurinn er líka þunnur, en myndin nær þó að framkalla ágætis skemmtanagildi. Fjölbragðaglímukappinn Dwayne ''The Rock'' Johnson er nokkuð skemmtilegur (ég ætla þó ekkert að fara neitt út í leikhæfileika hans) og fær mikið meira að njóta sín hér heldur en í The Mummy Returns (enda átti hann ekki meira en 15 mínútur í skjátíma í þeirri mynd), þar að auki kemur hann fram með húmor sem sást ekki þar. Michael Clarke Duncan er líka prýðilegur, þótt þetta sé ekki beint hans besta hlutverk (dö...). Kelly Hu passar líka ágætlega í hlutverk fáklæddu galdrakonunnar, ekki bara það, heldur er hún líka bara ótrúlega flott. E.t.v. meira augnakonfekt heldur en flestar brellurnar í myndinni.
The Scorpion King færir okkur ágætlega útfærðar bardagasenur (verst að það sást ekki neitt blóð í allri myndinni) og oft mjög fyndna one-linera inn á milli þeirra. Þetta er örugglega einhver óvæntasta blanda af spennu og húmor sem sést hefur lengi (kannski fyrir utan Spider-Man), og því er þetta að mínu mati hin fínasta poppkornsskemmtun.
6/10
Ég bjóst ekki við neinu af þessari mynd, enda gáfu sýnishornin ekki annað til kynna en að hún væri bara ein af þessum Hollywood ruslmyndum sem eru einungis framleiddar til að græða og græða. Í fyrstu lítur The Scorpion King út eins og enn ein dæmigerða sumarmyndin, og það er hún að vísu, en hún kom mér allavega þægilega á óvart og reyndist vera mun skemmtilegri en ég hefði nokkurn tímann haldið.
Handritið er kannski ófrumlegt og hallærislegt og söguþráðurinn er líka þunnur, en myndin nær þó að framkalla ágætis skemmtanagildi. Fjölbragðaglímukappinn Dwayne ''The Rock'' Johnson er nokkuð skemmtilegur (ég ætla þó ekkert að fara neitt út í leikhæfileika hans) og fær mikið meira að njóta sín hér heldur en í The Mummy Returns (enda átti hann ekki meira en 15 mínútur í skjátíma í þeirri mynd), þar að auki kemur hann fram með húmor sem sást ekki þar. Michael Clarke Duncan er líka prýðilegur, þótt þetta sé ekki beint hans besta hlutverk (dö...). Kelly Hu passar líka ágætlega í hlutverk fáklæddu galdrakonunnar, ekki bara það, heldur er hún líka bara ótrúlega flott. E.t.v. meira augnakonfekt heldur en flestar brellurnar í myndinni.
The Scorpion King færir okkur ágætlega útfærðar bardagasenur (verst að það sást ekki neitt blóð í allri myndinni) og oft mjög fyndna one-linera inn á milli þeirra. Þetta er örugglega einhver óvæntasta blanda af spennu og húmor sem sést hefur lengi (kannski fyrir utan Spider-Man), og því er þetta að mínu mati hin fínasta poppkornsskemmtun.
6/10
Frá sömu aðilum og færðu okkur Mummy myndirnar kemur The Scorpion King en því miður hefur hún ekki tærnar þar sem hinar myndirnar höfðu hælana. Það er kannski ósanngjarnt að bera þessar myndir saman en ósjálfrátt gerir maður það. The Scorpion King fjallar í stuttu máli um mann sem bíður einvaldi birginn. Söguþráður sem hljómar mjög kunnuglega og þannig er myndin, klisja ofan á klisju. The Rock er kannski flottur sem fjölbragðaglímukappi en er engan veginn að halda uppi heilli kvikmynd. Slæmur leikur og lélegt handrit urðu þess valdandi að mér hundleiddist á þessari mynd. Yngri kynslóðin hefur sennilega gaman að þessari mynd en aðrir ekki. Forðist þessa. p.s. að lokum vil ég benda þeim sem ætla að sjá hana að fylgjast með kvenfólkinu í myndinni, þær eru allar eins og klipptar úr Playboy, say no more.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. apríl 2002