Aðalleikarar
Leikstjórn
Arnold í essinu sínu
Eraser er alveg ágætis mynd. Leyniþjónustu og vitnaverndarhasar sem auðvelt er að hafa gaman af. Arnold leikur John Kruger(skyldur Freddie...?) sem sérhæfir sig í að vernda fólk svo það geti borið vitni með því að þurrka út tilveru þess. Lee(Vanessa Williams) er skjólstæðingur hans í máli sem snertir svokallaðar 'teinabyssur'. Málið nær hátt upp og ef Lee lætur lífið fer allt í kaos. Nokkuð þétt mynd og þó að hún skilur ekkert eftir sig þá má sjá hana oftar en einu sinni. Arnold flottur og Williams gerir persónu sína trúverðuga með því að vera ekki algjörlega hjálparvana. Myndina skortir vissan neista sem lækkar einkunnina smávegis en Arnold gerir það sem þarf og er því Eraser áhorfsins verð.
Eraser er alveg ágætis mynd. Leyniþjónustu og vitnaverndarhasar sem auðvelt er að hafa gaman af. Arnold leikur John Kruger(skyldur Freddie...?) sem sérhæfir sig í að vernda fólk svo það geti borið vitni með því að þurrka út tilveru þess. Lee(Vanessa Williams) er skjólstæðingur hans í máli sem snertir svokallaðar 'teinabyssur'. Málið nær hátt upp og ef Lee lætur lífið fer allt í kaos. Nokkuð þétt mynd og þó að hún skilur ekkert eftir sig þá má sjá hana oftar en einu sinni. Arnold flottur og Williams gerir persónu sína trúverðuga með því að vera ekki algjörlega hjálparvana. Myndina skortir vissan neista sem lækkar einkunnina smávegis en Arnold gerir það sem þarf og er því Eraser áhorfsins verð.
Ég get því miður ekki verið sammála öllum hér um gæði þessarar myndar. Jú, hún hefur rosalegan hasar og ágætis brellur. Það er kannski helstu kostir hennar. En hvað varðar sögu, frammistöður, handrit og frumlegheit: Allt í neðanlagi. En kannski eru þetta þættir sem skipta engu máli í svona mynd. Þrátt fyrir það, fannst mér Eraser frekar þunn, augljós og frekar langdregin mynd. Get því miður ekki gefið henni meir en 2 stjörnur.
Fín mynd með hinum FRÁBÆRA leikara :D:D Arnold Schwarzenegger. Bara svo ég komi því frá frá mér þá hefur hann unnið nokkur leiklistarverðlaun :). John Kruger (Arnold) vinnur hjá deild innan FBI sem sér um að halda vitnum í sakamálum öruggum. Nýjasta vitnið þeirra er Vanessa Williams (Ég man ekki hvað hún hét í myndinni.) Og hún er vitni í máli sem varðar ólöglega framleiðslu hátæknivopna sem eru með röntgenvisjón og geta séð í gegnum veggi svo eitthvað sé nefnt. Saman lenda þau í ýmsum hremmingum áður en að málinu lýkur og Arnie aðal hetjan (að sjálfsögðu :P.) Ekki kannski alveg besta mynd Arnolds en með þeim bestu. Spennandi, allt annað en langdregin og flottar tæknibrellur (smá rómantík í loftinu líka :D)
þrjár stjörnur verður það.
Það er enginn annar en hinn stórkostlegi skapgerðarleikari Arnold Schwarzenegger sem fer með aðalhlutverkið í þessari frábæru spennumynd! Þetta er svona nokkuð venjulegt leyniþjónustuplott sem gegnur svo sannarlega upp. Arnie er hér vel studdur af hinum ágæta leikara James Caan sem stendur sig með príði. Hnittinn og skemmtilegur húmor er á sínum stað hjá Arnie eins og venjan er og hann er svo ekki heldur feiminn að slátra einum og einum manni sem er eitthvað að flækjast fyrir honum. Ég tel þetta eina af bestu myndum þessa tímamótaleikara og kemst hún í klassa með myndum eins og Heat og Cliffhanger!
Ein af skárri myndum vöðvatröllsins Arnolds. Fjallar um sérsveitarmanninn John Kruger sem hefur þann starfa að láta vitni "hverfa", t.d. með því að sviðsetja dauða þeirra. Nú, gamli fær það hressilega verkefni að passa upp á konu að nafni Lee, leikna af Vanessu Williams, sem einna helst er fræg fyrir að hafa verið svift titlinum "Miss America" sælla minninga. Nú, vondu kallarnir hefjast handa að reyna að koma þeim fyrir kattarnef og þau hefjast handa að reyna að halda sér á lífi, sem reynist þrautin þyngri enda vondu kallarnir feykivel vopnum búnir. Nú, myndin er hin besta skemmtun, full af vélbyssum og látum og stuðið of fjörið í hávegum haft og er það vel.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Walon Green, Tony Puryear, Michael S. Chernuchin
Framleiðandi
Warner Home Video
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. ágúst 1996