Þegar leikarar spreyta sig í söng

Margir frægir leikarar telja sig vera meira en bara leikarar og hafa sumir þeirra reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri. Flestir þeirra geta kannski sungið ágætlega en færri kunna þó að semja góða tónlist, eða hafa skrítinn smekk fyrir lagavali. Hér ætlum við aðeins að fara yfir nokkra leikara (og líka leikstjóra) sem hafa gert eftirminnilega tónlist, hvort sem það er á góðan, slæman eða bara stórundarlegan hátt. 

Hér verður aðallega lögð áhersla á tónlist sem var ekki sérstaklega gerð fyrir kvikmyndir þó við gerum samt eina eða tvær undantekningar á því en hugmyndin er frekar að líta á hvernig þessir listamenn fúnkera sem tónlistarmenn ótengt kvikmyndunum þeirra.

Eddie Murphy

Byrjum á sjálfum Eddie Murphy. Á hátindi ferils síns um miðjan níunda áratuginn fékk hann þá grillu í hausinn að hann gæti verið poppstjarna líka og gaf út fleiri en eina plötu með frumsömdum lögum. Eitt þeirra varð hittari og lifir enn ágætlega. Þetta er ótrúlega hressandi og skemmtilega hallærislegt lag, og afar grípandi, sem svínvirkar að spila í partíum. Einnig gerði hann t.d. þetta bráðfynda lag um búggí í botninum:


David Hasselhoff

Það er ekki hægt að gera svona lista nema hafa smá Hasselhoff. Maðurinn var poppstjarna í Þýskalandi en í flestum öðrum löndum er tónlist hans brandari (og jafnvel orðin það í Þýskalandi í dag). Þetta er eitt af hans kjánalegri lögum og á því vel heima hér á þessum lista.


Charlotte Gainsbourg

Og nú skiptum við aðeins um gír. Úr körlum yfir í konu og úr gríni í aktjúalt góða tónlist, en þó aðallega geggjað myndband! Charlotte Gainsbourg er dóttir hins goðsagnakennda Serge Gainsbourg og í raun alveg jafn mikill tónlistarmaður og leikkona en er þó mun þekktari í dag fyrir leiklistina og sleppur því rétt svo inn á þennan lista. Í þessu lagi syngur hún með sjálfum Beck og myndbandið er einhvers konar grilluð háðsádeila á Bandarískt samfélag.


John Carpenter 

Og aftur skiptum við um gír, úr leikurum yfir í leikstjóra. Költ leikstjórinn John Carpenter er ekki síður þekktur fyrir þá frábæru tónlist sem hann hefur gert fyrir flestar myndirnar sínar en færri vita þó að hann var á tímabili í hljómsveit sem kallaði sig The Coupe De Villes og þeir tóku sig til og sömdu titillagið fyrir Big Trouble in Little China og sjálfur Carpenter syngur! Þetta lag og myndband gætu varla verið meira 80s.


David Lynch 

Og yfir í annan leikstjóra. Á sjötugsaldri tók David Lynch sig til og gaf út fyrstu plötuna sína, sem nefndist Crazy Clown Time. Hann gerði síðan aðra plötu og hefur sýnt með þeim að hann er alls ekki slæmur tónlistarmaður, en um leið má greinilega heyra í lögunum að þarna er á ferðinni sýruhausinn sem gerði myndir eins og Eraserhead og Mulholland Drive. Þetta er lag er mögulega það súrasta af mörgum súrum og myndbandið ekki síður.


Crispin Glover 

Úr súru yfir í súrara. Crispin Glover er annálaður furðufugl en hann toppaði sig líklega með þessu kexruglaða lagi. Það er erfitt að lýsa þessu með orðum og myndbandið er í sama dúr. Flestir munu skiljanlega varla meika þetta lag en fyrir unnendur góðrar sýru, eins og undirritaðan, þá er þetta bara ansi hressandi!


Corey Feldman 

Corey Feldman er gott dæmi um leikara sem hefður betur látið það ógert að reyna að vera tónlistarmaður. Corey Feldman var frábær leikari sem barn en það að vera barnastjarna getur tekið sinn toll og Feldman fór ekki vel út úr því. Þetta lag sýnir það vel enda virðist hann halda að hann sé næsti Michael Jackson þarna.


Leonard Nimoy 

Nimoy gerði þessa krúttlegu ballöðu um sjálfan Bilbo Baggins á 7. Áratugnum og það er ekki hægt að hata þetta lag. Það er bara of krúttlegt. Myndbandið er afskaplega mikið barn síns tíma og líka afskaplega krúttlegt. Mússímúss!


William Shatner

Fyrst við erum með Spock verðum við að hafa Captain Kirk líka. William Shatner syngur alveg eins og hann leikur, sem er ekki slæmt! Shatner að syngja Lucy In the Sky With Diamonds er eiginlega bara mjög viðeigandi.


Alyssa Milano

Alyssa Milano reyndi fyrir sér við poppið þegar hún var að fyrsta meika það sem táningsstjarna í þáttunum Who’s the Boss. Hún varð “Big in Japan” eins og þeir segja, en hvergi annars staðar. Leyfum ykkur að dæma af hverju…


Christopher Lee 

Christopher Lee byrjaði að syngja metal tónlist á níræðisaldri. Gerist ekki svalara. Þetta lag er samt þannig séð frekar vont, en rödd Lee heitins gefur því samt nokkur kúlstig.


Steven Seagal  

Steven Seagal hefur gefið út tónlist. Kántrítónlist. Og hann er meiraðsegja ekki alslæmur söngvari og kann að spila á gítar. En því miður er tónlistin hvorki sérlega nóg né heldur sérlega slæm, og því er lítið gaman að henni. Hún er bara algjört miðjumoð. En samt… þetta er Steven Seagal…að syngja kántrí! Bara hugmyndin ein er hilaríus. Ekki skaðar að hann gerði plötu sem heitir “Songs From the Crystal Cave”. Lagið sem fylgir hér er semi-valið af handahófi en það er svona R&B-skotið kántrí. 


Edda Heiðrún Backman

Endum þetta á einu íslensku, fyrst það er til dæmi um íslenska leikkonu sem söng vinsælt dægurlag þá er ekki annað hægt en hafa það á þessum lista. Þetta lag var samið fyrir kvikmyndina Eins og skepnan deyr og meira að segja af sjálfum leikstjóranum Hilmari Oddssyni. Afskaplega flott lag og vel samið og Edda syngur það mjög fallega.

Fleiri dæmi:

Jackie Chan


Don Johnson


Russell Crowe (30 Odd Foot of Grunt)


Kirsten Dunst


Zooey Deschanel (She & Him)