Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Anna and the King 1999

Frumsýnd: 25. febrúar 2000

148 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Myndin segir sögu Anna Leonowens, enskukennara sem fór til Siam á sjöunda áratug 19. aldarinnar til að kenna börnum Mongkut konungs. Hún flækist inn í málefni konungs, svo sem slæmum aðstæðum hjákvenna hans og tilraunum hans til að koma á bandalagi við Breta um að fara í stríð við Burma, sem Bretar stjórna. Á sama tíma þá fer ástin að gera vart við... Lesa meira

Myndin segir sögu Anna Leonowens, enskukennara sem fór til Siam á sjöunda áratug 19. aldarinnar til að kenna börnum Mongkut konungs. Hún flækist inn í málefni konungs, svo sem slæmum aðstæðum hjákvenna hans og tilraunum hans til að koma á bandalagi við Breta um að fara í stríð við Burma, sem Bretar stjórna. Á sama tíma þá fer ástin að gera vart við sig á milli þeirra tveggja.... minna

Aðalleikarar


Anna and the King er ein stórkostlega mynd sem ég hef séð. Byggingarnar eru hreint glæsilegar og landslagið er stórkostlegt. Jodie Foster and Chow Yun-Fat eru frábær í hlutverkum sínum. Anna and the King er ein af uppáhalds kvikmyndum mínum. Ég mæli hreinlega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg meiriháttar góð.Búningar og allt umhverfi er allt hið glæsilegasta.Þetta er löng mynd en aldrei langdregin.Leikur er allur á háu plani,Jodi er nokkuð sannfærandi sen ensk kennslukona.Börnin öll leika fantavel.Ég hef sjálfur margoft komið til Tælands þannig að ég hafði sérstaklega gaman af þessari mynd.En mynd þessi er bönnuð í Tælandi þar sem kóngurinn er algerlega heilagur og þykir ekki við hæfi að hnýsast í hans einkamál.En ég mæli sterklega með þessari mynd sérstaklega Tælandsunnendur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi kvikmynd (draumaverkefni Jodie Foster til margra ára), er sannkölluð stórmynd að öllu leyti, gerð fyrir 75 milljónir dollara sem skína skært í hverju atriði. Sagan sjálf er einnig sannkallað ævintýri þótt sönn sé og í heild er óhætt að fullyrða að myndin svíkur engan sem á annað borð kann að meta góðar og vel gerðar kvikmyndir. Segja má að breska kennslukonan Anna Leonowns brenni allar brýr að baki sér þegar hún ákveður árið 1862 að fara ásamt syni sínum til fjarlægs lands í austri, Síams, til að taka að sér kennslu 58 barna konungsins þar í landi. Henni er ljóst að hún á tæplega afturkvæmt til vesturheims og jafnljóst að hún verður að sigrast á öllum hindrunum sem verða á vegi hennar. Og það kemur í ljós að þær eru fjölmargar. Fyrstu kynni hennar af konunginum, Mongkut, boða ekki gott. Frá sjónarhóli Önnu er hún komin til lands sem er mun lægra sett á siðferðis- og menningarplaninu en Vesturlönd og henni ofbýður ýmislegt sem hún sér, kvennabúrið, valdhrokinn og ekki síst undirgefni þegnanna sem tilbiðja Mongkut eins og hann væri Guð. Anna á samt fljótlega eftir að komast að því að konungur ber nákvæmlega jafn litla virðingu fyrir hennar siðum og telur Vesturlandabúa langt á eftir í menningarlegu og siðferðilegu tilliti. Það er því ljóst frá fyrstu stundu að til árekstra mun koma á milli þeirra tveggja. Þetta er þó ójafn leikur því Anna hefur auðvitað ekkert að segja í konunginn og neyðist til að hlíta orðum hans í einu og öllu. Á sama tíma tekur mikil pólitísk spenna að gera vart við sig í Síam þegar utanaðkomandi öfl fara að brugga konunginum launráð. Og þrátt fyrir ágreiningsefnin neyðast þau Anna og Mongkut til að slíðra sverðin og standa saman gegn hættulegum óvinum sem svífast einskis. Hér er á ferðinni endurgerð úrvalsmyndarinnar "The King and I" frá árinu 1956, en hún skartaði þeim Yul Brynner (hlaut óskarinn fyrir leik sinn í henni) og Deborah Kerr í aðalhlutverkunum. En hér eru það óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster (The Accused, The Silence of the Lambs) og Chow Yun-Fat sem leika aðalhlutverkin og tekst þeim ansi vel upp í því. En hún stendur engu að síður forvera sínum langt að baki, en hún skartaði fjölda ógleymanlegra dans- og söngvaatriða. Engu að síður, afar góð kvikmynd sem vert er að mæla með vegna glæsileika síns. Ég mæli eindregið með "Anna and the King" og hvet sem flesta til að sjá hana!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er athyglisvert að horfa á þessa mynd þegar maður veit að hún (ásamt The Beach, Fight Club og Titan A.E.) var þess valdandi að Bill Mechanic, einn af stórlöxum 20th Century Fox, neyddist til að segja af sér. Ekki það að þessar myndir hafi verið neitt lélegar (þ.e. Fight Club og Anna) heldur fengu þær litla aðsókn í Bandaríkjunum. Maður skilur það svo sem vel þegar horft er á Anna and the King; hún er einfaldlega OF löng. En það er eiginlega eini stóri gallinn. Jodie Foster, sú fullkomna leikkona, leikur Önnu Leonowns - breska kennslukonu sem ferðast til Síam til að kenna börnum Mongkuts konungs hefðir hins vestræna heims. Anna byrjar strax á því að hneyksla konung og menn hans með því að fylgja ekki hefðum Síams og öðlast hún þar með virðingu konungsins og með þeim skapast samband sem maður veit að mun enda í ástarsambandi. Anna and the King er stórfengleg ástarsaga með ævintýralegu ívafi eða stórfenglegt ævintýri með rómantísku ívafi. Hvernig sem litið er á myndina virkar hún. Frábær leikur allra leikara, yndisleg sviðsmyndin og frábærir búningar einkenna myndina en eitt verð ég þó að setja út á, jafnvel tvennt: kvikmyndatakan (í höndum Caleb Deschanel) var ekki nógu tilþrifamikil sem og tónlistin og gera þessi tvö atriði það að verkum að myndin verður ekki jafn stórfengleg og hún hefði getað verið. Adrian Biddle og John Williams hefðu getað bætt þessa mynd svo um munar. En nóg um það. Anna and the King er frábær mynd sem átti skilið mun meira lof þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum. Við getum bætt það með því að leigja hana og hvet ég ykkur til að gera það!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn