Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Bounty Hunter 2010

Frumsýnd: 19. mars 2010

The pursuit begins Spring 2010

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
The Movies database einkunn 22
/100

Maður sem leitar uppi fólk gegn því að fá verðlaunin fyrir að finna það, uppgötvar að næsta fórnarlamb hans er fyrrum eiginkona hans, fréttamaður sem rannsakar morðmál. Fljótlega eftir að parið hittist á ný, flækist það í æsileg ævintýri og þarf að leggja á flótta.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Butler, Aniston... Hvað gerði ÉG ykkur?!
Myndir eins og The Bounty Hunter hafa jafnmikið listrænt gildi og kattasandur. Maður getur næstum því séð orðið "peningaplott" krotað á hvern einasta ramma myndarinnar. Framleiðendur héldu að þeir voru að búa til eitthvað sniðugt handa báðum kynjum. Þeir völdu Gerard Butler (sem gerðist fyrirmynd karlmennskunnar eftir 300) og Jennifer Aniston (Friends-ímynd hennar mun aldrei hverfa) til að rífast saman í mynd með smá viðbættum skammti af rómantískri formúlu og hasar. Á blaði hljómar þetta eins og hin fullkomna leið til að fá karla og konur til að opna veski sín. En óvænta fléttan er sú að öll myndin er svo pínleg til áhorfs að mér líður eins og fallega ríka fólkið á bakvið hana hafi dregið mig inn í dimmt herbergi einungis til að skiptast á að skíta framan í mig.

Ég get vel trúað því að einhverjir eiga kurteisislega eftir að hlæja að myndinni bara vegna þess að hún ætlast svo mikið til þess. Hið steiktasta fólk ákveður bara að hlæja að hinum asnalegustu atriðum bara vegna þess að leikstjórinn er lúmskt að segja þér að viðkomandi djókur *eigi* að vera fyndinn. Því oftar sem ég verð vitni af þessu, því meira missi ég trúna á mannkyninu. Þetta gerðist síðast þegar ég sá Old Dogs í fullum sal og þar áður Mall Cop.

The Bounty Hunter fannst mér bara ekkert fyndin (jú ókei, ég hló kannski tvisvar). Hún reynir svo svakalega mikið að vera hlægileg að maður verður næstum því þunglyndur á því að horfa á hana. Ég vissi semsagt ekki hvort ég ætti að vorkenna sjálfum mér fyrir að sitja yfir henni eða aðstandendum fyrir að taka þátt í þessu öllu. Það eina sem vantaði var kjánalegt "laugh track" til að undirstrika misheppnuðu tilraunirnar og þá hefði þetta verið eins og auðgleymdur amerískur grínþáttur. Húmorsleysið er samt ekki eini gallinn. Myndin er nefnilega á kafi í söguþráðum sem flestir stefna hvergi. Það er meira að segja heilt plott - sem viðkemur Cathy Moriarty - sem algjörlega gleymist í miðri mynd. Afgangurinn á efninu endar með alveg hroðalegum "anti-climax" sem móðgar greind allra sem munu ná að horfa á myndina til enda. Auk þess er það of augljóst hvað leikstjórinn er ömurlegur í að búa til hasarsenur. Orkan sem á að fylgja slíkum senum er líka heldur betur fjarverandi, og það er vegna þess að tónlistarvalið er einstaklega feilað (Stayin' Alive... í alvöru?). Ég man reyndar ekki eftir einu atriði þar sem lagið passaði við það sem var að gerast á skjánum.

Butler og Aniston þykjast vera miklu skemmtilegri en þau eru. Butler er aðeins skárri einfaldlega vegna þess að hann tekur sig ekki eins alvarlega í gríninu og Aniston gerir, en saman skortir þeim allan neista. Þau eru heldur ekkert viðkunnanleg, bara pirrandi og sjálfumglöð. Ég skil heldur ekki hvað í fjáranum er að kjálkanum á Butler í hvert skipti sem hann reynir að tala með amerískum hreim.

The Bounty Hunter er tímasóun, TRÚIÐ MÉR! Og ég er ekki einu sinni búinn að telja upp alla gallana (þótt það hefði í raun verið einfaldara fyrir mig að gagnrýna myndina bara með því að telja upp kostina). Handritið er almennt fyrirsjáanlegt, illa unnið og tilgerðarlegt. Svo gerist það ekki verra en þegar ræman reynir að taka sig alvarlega og þykist vera annt um persónur sínar. Hvílík niðurlæging!

2/10 - Tvistinn fær brjóstaskoran á Aniston.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn