Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hitch 2005

Frumsýnd: 4. mars 2005

The cure for the common man.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Alex Hitchen, Hitch, býr og starfar í New York sem einskonar tilfinninga / stefnumótaráðgjafi; þ.e. hann hjálpar viðskiptavinum sínum að komast á stefnumót með draumastúlkunni. Málið sem hann vinnur að í augnablikinu er að hjálpa hinum klaufalega Albert að komast á stefnumót með hinni auðugu og valdamiklu Allegra Cole. Á sama tíma verður Hitch skotinn... Lesa meira

Alex Hitchen, Hitch, býr og starfar í New York sem einskonar tilfinninga / stefnumótaráðgjafi; þ.e. hann hjálpar viðskiptavinum sínum að komast á stefnumót með draumastúlkunni. Málið sem hann vinnur að í augnablikinu er að hjálpa hinum klaufalega Albert að komast á stefnumót með hinni auðugu og valdamiklu Allegra Cole. Á sama tíma verður Hitch skotinn í slúðurdálkahöfundinum Sara, sem hefur það verkefni að skrifa grein um Allegra. Þegar besta vinkona Sara verður fyrir vonbrigðum með mann sem Sara heldur að sé viðskiptavinur Hitch, þá skipuleggur hún hefnd gegn Hitch, og misskilningurinn verður til þess að pörin tvö lenda í flókinni aðstöðu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Besta rómantíska gamanmyndinn
Will Smith (I, Robot, Ali) er einn af bestu leikurunum í Hollywood, með Johnny Depp. Næstu allar myndir með honum eru snilld.
Í þessari mynd leikur hann Hitch sem hjálpar karlmönnum að ná í stelpunna sem þeir elska. Kevin James (Paul Blart: Mall Cop, The King of Queens) er einn af þessu karlmönnum. Í hvert sinn sem hann kemur á skjáinn stelur hann senunni með fáránlegum hreyfingum og texta. Amber Valletta (The Spy Next Door, Transporter 2) leikur konuna sem persóna James vill ná í. Hún er fín en ekki það góð. Eva Mendes (Ghost Rider, 2 Fast 2 Furious) er mjög hæfileikarík og sýnir það í þessari mynd.
Enn og aftur verð ég að hrósa Will Smith fyrir leik sinn. Hann getur leikið í öllum gerðum mynda eins og hann er búinn að sanna.
Þetta er besta rómantíska gamanmynd sem ég hef séð. Bæði grínið og söguþráðurinn allur svínvirkar.

Quote:
Hitch: Lean in, place your hand on the small of her back, say it in her ear like a secret. But watch your hand placement, too high says, 'I just wanna be friends,' too low says, 'I just wanna grab some ass.'
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst Hitch vera sæmileg mynd. Will Smith er frábær leikari og hann heldur myndinni uppi að mínu mati. Söguþráðurinn er töluverð klisja og myndin er ansi langdregin á köflum. Í stuttu máli fjallar myndin um stefnumótalækninn Alfred Hitchens (Hitch) sem vinnur við að hjálpa vonlausum körlum að nálgast draumakonuna. Myndin fjallar aðallega um það þegar Albert Brennamann klaufskur karl fær hjálp frá Hitch við að nálgast draumakonuna Allegru Cole. Saman vinna þeir að því að koma Albert og Allegru nær hvort öðru. Þokkaleg mynd. Klisjukenndur söguþráður. Ágætlega leikin, Will Smith og Kevin James skemmtilegir leikarar. Fær 2 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var í Hollandi í júní og ætlaði að sjá sin city með pabba mínum en mér var ekki hleypt inn.

ég varð mjög svekktur og leyfði pabba mínum að velja mynd og hann valdi hitch.

ég bjóst nákvæmlega ekki við neinu og hélt að hún yrði ömurleg og var mjög pirraður og reyndar mjög fúll.

ég vissi að myndin yrði léleg en hún var ekki bara það hún var DRULLU LÉLEG og

ÖMURLEGT VÆMIÐ HOLLYWOOD KLISJU RUSL.

Myndin var hrillilega illa leikin,illa gerð,illa skrifuð plús hún er ekki einu sinni fyndin.

Þessi helvítis mynd er fyrirsjánleg og öll full af ógeðslega ömurlegum klisjum.

ég hata þessa mynd,hún fer svo hrikalega mikið í taugarnar á mér.

auðvitað eiga einhver(fífl) eftir að fíla hana.reyndar er þetta bara smekksatriði en bara ekki eyða pening eða láta einhvern eyða pening í þetta hörmulega rusl.

hálf stjarna fyrir ágæta myndatöku,Kevin James(king of Queens) og hina rosa flottu

Eva Mandes(en hún stendur sig samt hrikalega).

En í alvöru talað hitch fjallar um stefnumóta lækni sem verður ástfanginn

GIVE ME A BREAK.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög skemmtig mynd algör æði þegar hún kemur á leigurnar þá er gaman að poppa, hafa smá nammi líka kanski teppi og ekkert ljós maður hlær og hefur það gaman ég trú ekki að einhverjum finst hún leiðinleg :O..... jæja endilega tjekkiði á hana og þig lengjuð lifið (með því að hlæga)þessi mynd fær 4 tjörnur af 4 mögulegum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hitch er bara með leiðinlegri myndum sem ég hef horft á hrein kvöl og pína að sitja þarna með augun á skjánum. Ég hef örugglega aldrei eitt peningum í jafn mikinn hégóma. 0 stjörnur

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.03.2024

Rústa táknmyndum æskunnar

Hrollvekjan Imaginary, sem komin er í bíó hér á Íslandi, fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem breytist skyndilega úr saklausu leikfangi í eitthvað ...

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

09.07.2023

Stærsta glæfrabragð Cruise

Nýjasta Tom Cruise myndin, Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One, er stærsta glæfrabragð Cruise til þessa að mati gagnrýnanda breska blaðsins The Daily Telegraph sem gefur kvikmyndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum. Myndin kemur í bíó hér á Íslandi á...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn