Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Pearl Harbor 2001

Justwatch

Frumsýnd: 8. júní 2001

It takes a moment to change history. It takes love to change lives.

183 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Pearl Harbor er sígild rómantísk saga sem gerist í stríðsátökum sem flækja málin. Þetta byrjar allt þegar æskuvinirnir Rafe og Danny verða þotuflugmenn, og hitta Evelyn, sem er hjúkrunarkona í hernum. Rafe verður yfir sig ástfanginn og hann og Evelyn verða brátt par. Þá býður Rafe sig fram til að fara í bardaga í Bretlandi og Evelyn og Danny eru flutt... Lesa meira

Pearl Harbor er sígild rómantísk saga sem gerist í stríðsátökum sem flækja málin. Þetta byrjar allt þegar æskuvinirnir Rafe og Danny verða þotuflugmenn, og hitta Evelyn, sem er hjúkrunarkona í hernum. Rafe verður yfir sig ástfanginn og hann og Evelyn verða brátt par. Þá býður Rafe sig fram til að fara í bardaga í Bretlandi og Evelyn og Danny eru flutt til Pearl Harbor. Á meðan Rafe er í burtu að berjast, þá flækjast málin öll, og skyndilega gera Japanir árás á Pearl Harbor ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Að mínu mati hin fínasta mynd.

Allt of mikil drama fyrir mig kannski og hefði ég viljað sjá meiri hasar, en alveg áhorfanleg og meira en það.



Falleg klipping og skemmtileg lýsing í myndinni skapar skemmtileg andrúmsloft, og er alls ekki hægt að kvarta undan því.



Án efa mynd sem að allir ættu að sjá að minsta kosti einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vil bara segja að Ben Assfleck suckar í þessari mynd en Josh Hartnett er bara frábær... þessi mynd á skylið allt það hrós sem er í heiminum allir eiga að taka hana á spólu eða kaupa hana... hún er bara snilld og ef þið eruð fyrir góðar myndir sjáið þá þessa :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fýlar þú The Bold and the Beautyful? Þá er þetta ekta mynd fyrir þig. Þrír og hálfur tími af endalausri sápu sem ætlar engann enda að taka. Hún fær 1 stjörnu fyrir þetta eina atriði þar sem Bandaríkjamenn eru dritaðir í spað. Enn til að vera alveg hreinskilin var það ekki þess virði. Ég hélt ég myndi æla yfir dramatík........... Ojjjjj ömurleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frá Jerry Bruckheimer. Manninum sem bræddi hjörtu okkar alla með myndum á borði við Armageddon, Top Gun og síðast enn ekki síst Coyote Ugly, kemur mynd um stolt, hugrekki, kjark og Hawaii skyrtur. PEARL HARBOR. Mynd sem alla vega ég mun aldrei gleyma....... Sökum þess að ég þurfti að eyða 800 kalli og þremur tímum af minni ævi sem ég fæ aldrei aftur til baka. En ég meina ok, þegar þú ert að horfa á þessa mynd, ég meina þá fer maður að hugsa. Af hverju??? Jerry, þú ert búinn að gera mynd um hversu frábært land Bandaríkin eru í raun og veru. En kom on?? Dan Akroyd??? Plís!!! En svona án djóks þá er Pearl Harbor einhver mest leiðinlegasta, væmnasta, tilgangslausasta mynd sem gerð hefur verið!!! Vel gerð..... Ok, ég viðurkenni það... Enn hvar er sagan, draman og tja... Almennt vit í þessari mynd???? Ég bara spyr!!!! Framvegis ætla ég að forðast allt sem stendur á Produced by Jerry Bruckheimer!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held að einhver vinur kvikmyndaiðnaðarins ætti að taka sig til og taka Jerry Bruckheimer úr umferð með einum eða öðrum hætti. Þessar myndir hans eru byrjaðar að vera slíkar dellur að það hálfa væri mikið meira ein nóg. Þetta er án vafa mesta vindhögg kvikmyndasögunnar, fáránlega löng ástarvella sem er eins og búast mátti við brjálæðislega væmin. Taka skal fram að ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum þó þar sem ég vissi að um Bruckheimer væri að ræða. Árásin er það eina þolanlega í þessari mynd sem ég mæli með að fólk forðist eins og flestar aðrar myndir Jerry Bruckheimer (í það minnsta þessar nýjustu).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.09.2015

Flugmaður deyr í tökum á Tom Cruise mynd

Tveir eru látnir og sá þriðji alvarlega slasaður eftir flugslys sem varð á tökustað nýjustu bíómyndar stórleikarans Tom Cruise, Mena. Atvikið átti sér stað í gær í Medellin í Kólumbíu. Cruise, sem sjálfur er lærður flugmaður, ...

31.07.2001

Nýtt hjá Jennifer Lopez

Jennifer Lopez ( The Cell ) kemur til með að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd sem nefnist The Chambermaid. Upphaflega átti John Hughes ( Uncle Buck ) að leikstýra myndinni, en er hættur við og lætur sér nægja að skri...

11.06.2001

Nýjasta mynd Ridley Scott

Ridley Scott er nú að gera mynd fyrir ofurframleiðandann Jerry Bruckheimer sem nú síðast gaf okkur hina afspyrnuslæmu Pearl Harbor. Verður hún með ýmsum leikurum sem prýddu þá mynd, svo sem Josh Harnett , Tom Sizemor...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn