Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ali 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. mars 2002

Float like a butterfly and sting like a bee.

157 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Will Smith fyrir aðalhlutverk og Jon Voight fyrir aukahlutverk.

Saga hnefaleikamannsins Muhammed Ali, frá árinu 1964 - 1974, er hér sögð frá þremur hliðum. Hlið hnefaleikamannsins, hvernig hann varð heimsmeistari og varði titilinn. Trú og stjórnmál: Hvernig Cassius Clay varð þeldökkur múslimi, vingast við stjórnmálaleiðtogann Malcolm X, neita að ganga í bandaríska herinn, og horfir mögulega fram á fimm ára fangelsisvist.... Lesa meira

Saga hnefaleikamannsins Muhammed Ali, frá árinu 1964 - 1974, er hér sögð frá þremur hliðum. Hlið hnefaleikamannsins, hvernig hann varð heimsmeistari og varði titilinn. Trú og stjórnmál: Hvernig Cassius Clay varð þeldökkur múslimi, vingast við stjórnmálaleiðtogann Malcolm X, neita að ganga í bandaríska herinn, og horfir mögulega fram á fimm ára fangelsisvist. Fjölskyldan: hann kvænist tvisvar fyrir árið 1974 en erfiðleikar eru í seinna hjónabandinu. ... minna

Aðalleikarar


Vond mynd. Hefði verið hægt að gera miklu betri mynd. Langdregin og þreytandi. Ef þú vilt virkilega fara á hana (t.d. dýrkar Will Smith eins og Gísli Kr.) þá skaltu ekki fara of seint því þá sofnar þú!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ótrúlegt hvernig hinum ágæta kvikmyndagerðarmanni Michael Mann gat mistekist að gera frábæra mynd um ævi Muhammed Ali, frægasta boxara kvikmyndasögunnar. Hann tekur þann ranga pól í hæðina að einblína á 10 ár í ævi Ali, frekar en að reyna að fá heildstæða mynd af ævi mannsins. Annað sem er rangt gert í myndinni er að hafa sífellt tónlist undir. Ekki kvikmyndatónlist heldur svertingjatónlist frá tímanum sem myndin á að gerast á. Ég meina ekki eitt eða tvö lög, heldur stanslaust allan tímann. Manni finnst maður vera horfa á langt tónlistarmyndband og kemst aldrei í snertingu við persónur myndarinnar. Myndin er einnig alltof löng, og þá meina ég langdregin. Hún er 156 mínútur en hefði átt að vera kannski 125. Til dæmis kemur atriði í myndinni þar sem Ali er að skokka í Afríku, og fylgjumst við með því í um það bil korter. Maður er farinn að iða í sætinu, enda enginn sjáanlegur tilgangur með atriðinu. Fleiri svona augnablik eiga sér stað, og fær maður á tilfinninguna að Mann hafi viljað gera langa stórmynd en ekki verið með söguþráðinn tilbúinn. Það er synd og skömm, því að ævi þessa merka manns er afar forvitnileg og leiðinlegt hversu lítið af henni komst til skila á þessum tæpu 3 tímum. Will Smith stendur sig með mikilli prýði sem Ali, og erfitt er að sjá fyrir sér einhvern annan í hlutverkinu. Hann átti tilnefninguna vissulega skilið, og leiðinlegt fyrir hann að myndin skildi ekki hafa heppnast betur. Á heildina litið get ég ekki annað sagt en að myndin hafi ollið mér sárum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú ert forvitin að vita eitthvað um ævi Muhammad Ali þá skaltu ekkert vera að fara á þessa mynd. Ef þú vilt vita hversu margar eiginkonur hann átti eða hverjir voru frægustu bardagar hans þá skaltu fara. Myndin virðist vera sett saman úr örfáum minningabrotum Ali því að heilsteyptan söguþráð vantaði. Þessi atriði voru teygð fram úr öllu og stundum áttaði maður sig ekki alveg á því hvaða tilgangi þetta þjónaði.

Frammistaða Will Smith í hlutverki ALI er góð, hvort sem hann á óskarinn skilið eða ekki. Það sem vakti mestu athygli mína utan við frammistöðu Smith var myndatakan í bardögunum sjálfum sem var mjög flott. Ég gef myndinni tvær stjörnur, aðra fyrir góða myndatöku og sviðsmynd og hina fyrir frammistöðu leikara.


Kannski hjálpaði það mér heldur ekki að njóta þessarar langdegnu myndar að ég sá hana í sal 2 í Kringlubíó og hitastigið inni í salnum var líklega rétt yfir frostmarki!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sundurlaust biopic
Ég ber mikla virðingu fyrir Michael Mann (sérstaklega vegna Heat og The Insider) og það virtist fremur erfitt í fyrstu að kyngja þeirri staðreynd að hann hafi tekið við því verkefni að gera mynd um sjálfan Muhammed Ali. Mér finnst voðalega sorglegt hvernig útkoman á myndinni gat svo verið svona döpur. Ali er alls ekki léleg mynd, en í samanburði við fyrri myndir Mann's er hún ekkert sérstök og - sárt en satt - fremur gleymd.

Will Smith vinnur hér samt sem áður leiksigur og er í einu orði sagt fullkominn sem Muhammed Ali. Flestir aðrir aukaleikarar eru líka til fyrirmyndar (sérstaklega Jon Voight, sem er nánast að öllu leiti óþekkjanlegur undir mikilli förðun) en að því öllu utanskildu var myndin bara voðalega mikil vonbrigði. Í stað þess að leggja meiri áherslu á að kynnast betur Ali sjálfum, þá fer myndin frekar út í ónauðsynlega lengd. Fyrri myndir leikstjórans voru ekki mikið styttri en þær voru alls ekki langdregnar eða nokkurn tímann á köflum leiðinlegar.

Mann hefur örugglega ætlað sér að gera boxdrama sem flokkast með frábærum titlum á borð við Rocky, Raging Bull og The Hurricane, en því miður nær Ali ekki því takmarki.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tvær og hálf stjarna, það var endanleg niðurstaða mín.

Í fyrstu lotu þá var það eins og Ali (myndin) væri að meta andstæðinginn (mig/áhorfandann) og fór varlega í 'bardagann'. Í annarri og þriðju lotu var maður farinn að sjá að Ali var ekki að tefla sínum sterkustu trompum og rétt hékk í 'leiknum'. Næstu lotur voru mjög lítið áhugaverðar og lítið sem gerðist, þær voru ótrúlega langdregnar og Ali 'hékk í köðlunum' og varðist falli. Þegar á leið má segja að í 7 lotu hafi loks eitthvað dregið til tíðinda, Ali náði fram sterkum höggum og var enn með í leiknum, loks var eitthvað að gerast og í 8-11 lotu dundi hvert höggið af öðru á andstæðingnum, í tólftu lotu leit út fyrir að Ali væri að safna kröftum fyrir lokaatriðið. Þrettánda lota rann upp og Ali sýndi loks góða takta og náði fram tæpum sigri með tæknilegu rothöggi. S.s. Eins og lesa má þá vann myndin vel á þegar nær dró lokum hennar, en ekki má gleyma hversu hrikalega langdregin hún var á stórum köflum. Myndin sem var yfir tveir og hálfur tími á lengd hefði vel getað verið innan við tveggja tíma löng. Það leit út fyrir að rangar senur hefðu verið teknar úr myndinni, þ.e. bardagasenur eða góðar sögulegar senur í staðinn fyrir langdregnar ástarsenur og óskiljanlegar og svæfandi senur. Ég bara á erfitt með að skilja þennan stíl sem myndin býr yfir, hann er ekki alveg að ganga upp. Myndin sem á að hafa mikið sögulegt gildi kítlar áhorfandann lítið sögulega séð og nær ekki fram miklum tengslum við áhorfandann. Myndartökurnar hjálpa myndinni lítið, en í raun er það helst leikurinn í myndinni sem hjálpar henni mest og Will Smith má eiga það að hann sýnir og sannar í þessari mynd að hann getur vel leikið, og það er alls ekki hægt að setja út á leik annarra í myndinni, hún er vel leikin og þar hefur leikstjórinn unnið starf sitt vel, en túlkun hans á sögunni er frekar slæm og atburðarrásin sem slík gengur illa upp og gerir þessa mynd að einni af þeim fjölmörgu sem flokkast sem einnota myndir, maður nennir varla að sjá hana aftur. Ekki vera syfjaður/syfjuð þegar þú sérð þessa mynd, þú átt eftir að geispa talsvert, a.m.k. fyrstu 6-7 loturnar. Ali vinnur samt með naumindum, og þegar upp er staðið er bardaginn bara allt í lagi afþreying!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn