Náðu í appið
Blackhat

Blackhat (2015)

"Right now, you are nowhere in control."

2 klst 13 mín2015

Dæmdur tölvuhakkari er leystur úr haldi til að hjálpa bandarískum og kínverskum yfirvöldum að hafa hendur í hári tölvuglæpamanns.

Rotten Tomatoes33%
Metacritic52
Deila:
Blackhat - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Leiga
Síminn

Söguþráður

Dæmdur tölvuhakkari er leystur úr haldi til að hjálpa bandarískum og kínverskum yfirvöldum að hafa hendur í hári tölvuglæpamanns. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Kína og Hong Kong standa ráðþrota gagnvart óþekktum tölvuglæpamanni sem virðist hafa komið sér upp afburðaþekkingu á netsamskiptum, nýtir sér hana til að hafa áhrif á fjármálamarkaði og sýnir um leið hvers hann er megnugur. Til að aðstoða við að leysa málið og bæði finna og stöðva glæpamanninn ákveða yfirvöld að ganga til samninga við annan snjallan tölvuhakkara, Nicholas Hathaway, sem situr reyndar í fangelsi og afplánar þar fimmtán ára dóm. Leikurinn berst síðan frá Chicago til Los Angeles og þaðan til Hong Kong, Jakarta í Indónesíu og Kuala Lumpur í Malasíu og um leið kemur smám saman í ljós hvað fyrir glæpamanninum vakir. Þetta snýst nefnilega hvorki um peninga né pólitík heldur ótta og völd sem enginn einn maður ætti nokkurn tíma að geta öðlast ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Legendary PicturesUS
Forward PassUS