The Bone Collector
1999
Frumsýnd: 28. janúar 2000
Two cops on the trail of a brutal killer. They must see as one, they must act as one, they must think as one, before the next victim falls.
118 MÍNEnska
28% Critics
63% Audience
45
/100 Myndin er ein morðráðgáta út í gegn. Raðmorðingi lætur að sér kveða í stórborginni New York og skilur eftir sig blóðuga slóð. Eftir slys í göngum, verður réttarmeinafræðingurinn Lincoln Rhyme alveg lamaður, þannig að hann getur aðeins hreyft höfuð sitt og einn fingur. Með því að styðja fingri á lyklaborð á tölvu þá getur hann stjórnað ýmsu... Lesa meira
Myndin er ein morðráðgáta út í gegn. Raðmorðingi lætur að sér kveða í stórborginni New York og skilur eftir sig blóðuga slóð. Eftir slys í göngum, verður réttarmeinafræðingurinn Lincoln Rhyme alveg lamaður, þannig að hann getur aðeins hreyft höfuð sitt og einn fingur. Með því að styðja fingri á lyklaborð á tölvu þá getur hann stjórnað ýmsu í umhverfi sínu með hjálp hjúkrunarfræðings. En hann hræðist sífellt að fá slag sem gæti gert hann að grænmeti, og hann áætlar því "brottflutning", með hjálp vinar síns sem er læknir. Þetta breytist allt þegar hann fær ábendingu frá raðmorðingja sem er greinilega miðuð að réttarmeinarannsókninni. Málið endurvekur áhuga hans á lífinu. Klár, ung lögga, Amelia Donaghy, sem er þjökuð af sjálfsmorði föður síns og heldur að hún sé næst á dagskrá raðmorðingjans, er fljót að hugsa og bjargar vettvangi fyrsta glæpsins. Hann sér að hún hefur hæfileika á sviði réttarmeinafræða, og Rhyme fær hana inn í þá deild hjá lögreglunni, án þess að hún hafi sérstakan áhuga á því sjálf. Í gegnum talstöð þá verður hún augu hans og eyru á vettvangi.... minna