Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eftir að hafa horft á The Saint get ég ekki sagst hafa mikinn áhuga á að kynna mér sjónvarpsþættina sem hún er gerð eftir því að hún er ekkert það góð heldur veik og jafnvel þreytandi þegar fer að líða á hana. Handritið virðist bara ekki innihalda neitt nógu mikið áhugavert og þó að það sé eitthvað kryddað(eðlilega ég er nú einu sinni að gefa tvær stjörnur)þá er það bara ekki nóg til að myndin sé góð. Val Kilmer finnst mér að vísu alltaf jafn svakalega skemmtilegur og hann heldur myndinni uppi í sínu aðal og titilhlutverki en Elizabeth Shue kemur með mjög grunna persónusköpun og stendur Kilmer soldið að baki. Tónlistin er sæmileg en gegnir bara ekki nógu stóru hlutverki. Niðurstaðan er sú að The Saint er ekkert spes en snillingurinn Val Kilmer bjargar henni fyrir horn og gerir hana horfanlega þannig að tvær stjörnur er sanngjörn einkunn.
Þetta er slatti góð alveg næstum því rosalega góð mynd en vantar herslu muninn.Byrjunnar atriðið er náttúrulega lang best. En atriðið lækkar myndina um 1/2 stjörnu. Val Kilmer (Batman Forever)fer á kostum í myndinni. Leikur man Simon þjóf sem bregður sér í allra kvikinda líki. T.D. Taugaveiklaðan mann með grátt hár og falskar tennur. Sonur vonda kallsins er rosalega flottur næstum jafn góður og Val Kilmer. Sjáðið myndina fljótt.
Sennilega versta spennumynd sem ég hef nokkru sinni séð. Myndin er hæg, það gerist næstum ekkert í henni og Val Kilmer er afkáralegur. Ekki vera hafa fyrir þessari, horfið frekar á þættina.
Svona alltílæ spennumynd, sem hefur akkúrat og nákvæmlega ekki rassgat með þættina að gera. Símon Templar er þarna útsmoginn innbrotsþjófur, sem líkt og Moore í gamla daga ekur um á Volvo. Hann fær það verkefni að stela formúlunni fyrir köldum samruna af umdeildum kjarneðlisfræðingi. Svo heppilega vill til að kjarneðlisfræðingurinn er kornung kona, gullfalleg og með stór brjóst. Nú, Símon bregður sér í margvísleg gerfi og kemur öllum í stuð, en myndin er grunn og ósannfærandi, en hentar prýðilega fyrir vídeósjúk börn, því ofbeldi er illu heilli nær ekkert og tala fallinna nálægt frostmarki.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Wesley Strick, Leslie Charteris
Framleiðandi
Paramount
Kostaði
$68.000.000
Tekjur
$118.063.304
Vefsíða:
homevideo.paramount.com/Catalog?cmd=display_product_page
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
6. júní 1997