Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stórbrotið meistaraverk,ég segi ekki annað. Myndin er byggð á sönnum atburðum en hún fjallar um þegar ástralar voru með kynþáttahatur gegn kynblendingum. Þrír kynblendingar sleppa frá þrælabúðum (ef ég má kalla það það) og leggja af stað í leiðangur til að finna móður sína og þurfa að labba í gegnum risastóra eyðimörk með leitarmann á hælunum. Falleg saga og góður leikur, og flest er reyndar fullkomið í þessari snilldarmynd.
Leikstjórinn Phillip Noyce (the Quiet American)kemur hér með eina áhrifaríkustu kvikmynd síðari ára, Rabbit-Proof Fence. Myndin er byggð á sönnum atburðum og gerist í Ástralíu á fjórða áratug síðustu aldar. Þá voru í gildi lög(féllu reyndar ekki úr gildi fyrr en 1970),svokölluð O'Neville lögin, sem heimilaði hvíta manninn að taka kynblendingsbörn frá móður sinni og koma þeim fyrir í búðum fyrir þessleg börn. Þar var þessum börnum kennt siðir hvítra manna. Rabbit-Proof Fence fjallar um syturnar Molly og Daisy og frænku þeirra Gracie. Þær eru kynblendingar og eru teknar og látnar í svona búðir. Þær strjúka og ákveða að fylgja svokallaðari kanínugirðingu heim aftur, um 2700 km. Það er hreint með ólíkindum að þetta er sönn saga. Þessi kynblendingshreinsum er svartur blettur á sögu Ástrala og leikstjórinn kemur þessu listavel til skila. Litlu stelpurnar eru leiknar af óþekktum leikurum og gera það óaðfinnanlega. Kenneth Branagh leikur O'Neville og fer á kostum. Rabbit-Proof Fence er án efa besta og áhrifaríkasta kvikmynd sem ratað hefur á myndbandaleigurnar í langan tíma.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Doris Pilkington, Christine Olsen
Framleiðandi
Miramax Films
Tekjur
$15.998.618
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
11. apríl 2003
VHS:
7. ágúst 2003