Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er bara venjuleg Seagal mynd. Tom Arnold reddar myndinni og aðal ástæðan til að horfa á alla myndina er síðasta atriðið. En Seagal gerir alltaf sömu hlutina aftur og aftur í myndinni, ber nokkra kalla og reynir svo að vera fyndinn!
Eins og flestir vita eru myndir Seagal engar verðlauna myndir ,enda er hann enginn stjörnu leikari ,þrátt fyrir það hef ég fáranlega gaman af þeim. Tónlistin er í raun hörmung og ég var ekki alveg að sjá DMX standa sig en Tom Arnold hélt gríninu aðeins uppi. Myndin fjallar um Lögreglumann sem er rekin niður um deild sem er víst voða lélegur mórall í og þar flækist hann í eitthvað mál, bara eins og flest allar myndir hans eru. Að mínu mati er þetta fín mynd þar sem þið þurfið ekki að beita hugaraflinu heldur bara haft gaman af slagsmálunum.
Afskaplega ómerkileg mynd þó hún sé ekki alslæm heldur. Steven Seagal er frekar vanmetinn leikari þó að hann hafi takmarkaða leikhæfileika. En maðurinn er bara þægilegur og viðkunnanlegur náungi. Þó svo að umrædd mynd Exit wounds sé voða lítið frábrugðin öðrum myndum Seagal´s þá er ýmislegt gott við hana sem bjargar henni frá algjöru falli. Til að mynda almenninlegur söguþráður og þokkaleg tónlist. Ómissandi fyrir Seagal aðdáendur(ef einhverjir eru til á annað borð)en aðrir ættu að láta þessa framhjá sér fara. Undirritaður splæsir einni og hálfri stjörnu.
Ofurhetjann Steven Seagal er hér mættur sem lögreglumaður sem hefur verið sendur niður um deild ( í skítaplace-ið eins og það er kallað ) og býst hann alls ekki við því sem hann á í vændum. Ágætis afþreying sem er þó svolítið fyrirsjáanleg á köflum. Tónlistarmaðurinn DMX stendur sig ágætlega fyrir framann myndavélina ( Þó svo að ekki er mikið af honum búist ) og sýnir það að það er alveg hægt að vera tveir töffarar í sömu myndinni, þó svo að hinn aðillinn heitir Steven Seagal :)
Ég fór á þessa, með þær upplýsingar í fararteskinu að þetta væri með betri myndum Segals og að nú "væri ferill hans á uppleið". Nei. Ferill Segals er ekki á uppleið frekar en fyrri daginn. Hvernig í ósköpunum helst þessi maður í Hollywood? Maðurinn er gjörsamlega sneiddur leikhæfileikum, hann er úr öllu formi og þessi brögð hans eru orðin leiðigjörn. Um hvað er myndin? Góð spurning. Mér leiddist svo eftir 20 mínutur að ég byrjaði að dotta. Þegar byssuskotin og sprengingarnar voru farnar að vekja mig, ákvað ég að labba út. Ættir þú að eyða 700 kalli í þessa? Ekki ef þú kemst hjá því. Ef þú kemst ekki hjá því, þá getur þú huggað þig við það að Tom Arnold bjargar nokkrum mínutum. Fyndinn karakter.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$50.000.000
Tekjur
$79.958.599
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
4. maí 2001
VHS:
18. október 2001