Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mér fannst þessi mynd afspyrnuléleg... Verri mynd hef ég ekki séð lengi.. Söguþráðurinn var hreint ömurlegur og það gerðist ekki neitt!!!
Frábær mynd. Edward Burns og þeir sem leika upptökumennina sem taka upp öll morðin sín eru mjög góðir í myndinni sömuleiðis Robert Deniro miðað við hvað það er sorglegt hvað hann leikur lítið í myndinni, það er svona eini bömmerinn í myndinni. En annars er þetta hin fínasta afþreying.
Þessi mynd kom mér ekkert á óvart. Ed Burns er vægast sagt lélegur leikari og sýnir það svo um munar í þessari mynd. Robert De Niro er frábær sem FBI-lögreglumaður. Vondu kallarnir eru frekar slappir. Hún fær tvær og hálfa fyrir gott handrit og tæknibrellurnar eru MJÖG flottar. Takk fyrir.
Ég get ekki verið sammála þeim sem skrifuðu á undan mér að 15 Minutes sé góð mynd. Margir frábærir leikarar á borð við Robert DeNiro og Kelsey Grammer leika mun verra en þeir hafa verið að gera. Myndin er samt um tvo glæpamenn sem koma til Bandaríkjanna til að ná í peninga sem þeir áttu inni hjá manni. Þegar maðurinn er búinn að eyða peningunum þá þurfa þeir að drepa hvern sem kemst á slóðir þeirra. Tvær löggur snerta mál þeirra á sitt hvorn háttinn. Og komast fljótt á slóðir þeirra. 15 Minutes fær ekki nema tvær stjörnur og á alls ekki skilið meira.
Mynd sem kemur á óvart í alla staði, allt sem skeður býst maður ekki við. Edward Burns sýnir góðan leik sem og rússinn og tékkinn. Góð mynd í alla staði.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$60.000.000
Tekjur
$56.359.980
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. mars 2001
VHS:
24. júlí 2001