Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dude, Where's My Car? 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. febrúar 2001

After a night they can't remember, comes a day they'll never forget.

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Dude Where Is My Car? er ærslafull grínmynd í anda American Pie og Road Trip um tvo félaga (Ashton Kutcher úr That '70s Show á RÚV og Seann William Scott úr Road Trip) sem vakna upp eftir mikla partínótt en muna ekkert hvað gerðist. Bíllinn er týndur og upphefst nú mikið ævintýri við að reyna að rekja gang mála frá nóttinni áður. Á vegi þeirra verða... Lesa meira

Dude Where Is My Car? er ærslafull grínmynd í anda American Pie og Road Trip um tvo félaga (Ashton Kutcher úr That '70s Show á RÚV og Seann William Scott úr Road Trip) sem vakna upp eftir mikla partínótt en muna ekkert hvað gerðist. Bíllinn er týndur og upphefst nú mikið ævintýri við að reyna að rekja gang mála frá nóttinni áður. Á vegi þeirra verða hinar ýmsu týpur sem þeir muna ekkert eftir og lenda þeir oft í hinu mesta basli með þær, sérstaklega þær að veikara kyninu með ófyrirséðum afleiðingum! Leikstjóri er Danny Leiner og með önnur aðalhlutverk fer m.a . Kristy Swanson úr Big Daddy. Frumsýnd um land allt 9. febrúar.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Dude, Where's my Car? er verulega mikil sýra frá byrjun til enda. En það er hægt að skemmta sér yfir þessari vitleysu, og ég vil benda fólki sem er að fara horfa á þessa mynd ekki vera hugleiða einhverja sögu, gott handrit eða svoleiðis, því það skiptir engu máli þegar kemur að mynd eins og þessari. Hún þarf bara hafa mjög grófan og fyndin húmor og gott skemmtanagildi, sem eru helstu kostir myndarinnar. Þessi mynd er álíka fríkuð og að lenda í einhverri dópvímu, því vitleysan fer alveg út fyrir mörkin. En er samt góð skemmtun fyrir alla að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er fyrir þennan ákveðna markhóp þeir sem eru ekki innan þessa marhóps fíla þessa mynd örugglega ekki en mér fannst hún virkilega fyndin þótt að mér fannst Dumb&Dumber mjög léleg en þessi mynd er vel leikin og brandararnir voru mjög góðir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bráðskemmtilegt sorp. Hreinlega ekkert í myndina varið, nema hvað að það má aldeilis skella uppúr annað veifið. Meðalmennskusorp, en skemmtanagildið ótvírætt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér kynni ég fyrir ykkur eina af verstu myndum ársins, Dude where's my car. Þetta er hræðinlega misheppnuð mynd, ekkert nema endemis þvæla og vitleysa. Ég fór á hana í bíó af því að mér var boðið. Þegar hún byrjaði hélt ég að þetta væri bara ágætis mynd. En þar skjátlaðist mér. Hún fór allt of mikið út í einhverja vitleysu og mér var ekki hlátur í huga. Bæði illa leikin og leiðinleg mynd. Heimanám er skemmtilegri en þetta kjaftæði og ég mæli ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er í einu orði sagt ömurleg mynd. Það er hreinlega alveg sama hvað ég reyni, ég bara get ekki fundið einn ljósan blett á þessari hörmung. Ég átti nú reyndar ekki von á neinni stórmynd þegar ég leigði mér hana heldur grínmynd í anda American Pie og Roadtrip. Seann William Scott og Ashton Kutcher leika þá Chester og Jessie sem vakna upp einn dag eftir fyllerí og muna ekkert frá gærkvöldinu, en svo virðist sem margt hafi gerst og meðal annars er bíllinn þeirra horfin. Myndin snýst svo um það þegar þeir Jessie og chester reyna að leysa ráðgátuna. Í sjálfu sér er hugmyndin ekki svo slæm og ætti að vera hægt að gera ágætis mynd í kringum hana, en það mistekst gersamlega. Það fyndnasta við þessa mynd er hvað hún er svakalega ófyndinn. Þeir Seann William Scott og Ashton Kutcher voru svo sorglega lélegir að manni langaði til að fara að grenja. Ég ráðlegg engum að taka þessa mynd nema þeir séu að leita sér að leiðindum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn