Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Harold and Kumar Go To White Castle 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. september 2004

Fast Food. High Times

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Eftir að hafa reykt smá gras finna félagarnir Harold og Kumar skyndilega fyrir mikilli löngun til að fá sér hamborgara á White Castle. Þeir halda af stað í leit að draumahamborgurunum en lenda mikilli svaðilför og það reynist hægara sagt en gert að nálgast borgarana.

Aðalleikarar


Ég verð nú að segja að þessi mynd kom mér nú frekar á óvart og er ég bara fegin að þessi mynd er góð. Ég bjóst við einhverju rusli en svo virðist svo sem að hún er bara ágæt og svo eru nokkur fyndinn atriði í henni eins og Battleship. Ég er ekkert að segja að þetta sé snilld en þetta er svona ágætis skemmtun sem maður gæti séð einhvern tíman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilld mjög goð mynd eg hvet alla til þess að sja þessa mynd hun er fyndon mjög fyndn alger dóphasa mynd sem er gott allveg scary movie humor i henni sem er mjog fyndin humor eg hvet all til þess að sja nþess a mynd þvi hun er snolld þess vegna gef eg henni 4 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ný mynd frá þeim sömu og gerðu Dude where's my car? Þetta er með betri steikmyndum sem að ég hef séð í langan tíma. Fjallar um þá félaga Harold og Kumar. Harold vinnur í skrifstofuvinnu og Kumar er atvinnulaus. Einn daginn ákveður Kumar að þeir félagar eiga að fara í ferðalag í leit að hinni fullkomnu máltíð. Halda þeir þá í mikið ævintýri til þess að finna hina fullkomnu hamborgara. Á leið sinni hitta þeir fyrir alls konar furðulegar persónur, eins og Neil Patrick Harris með kynlífsfíkn á heilanum, mann sem að kallar sig Viðundrið og fleiri. Húmorinn í þessari mynd er algjör snilld. Þeir fá algjöra óþekkta leikara úr frægum unglingamyndum(man ekki hvað þeir heita) og mynda hér eitt steiktasta og um leið skemmtilegasta tvíeyki sem að sést hefur á hvíta tjaldinu. Ef að þið fílið steikmyndir eins og Dude where's my car?, Zoolander og fleiri myndir í þeim dúr, þá eigið þið hiklaust eftir að fíla þessa mynd. Ég mæli allavega hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æ ég veit það ekki. Ég er kannski bara svona vanþroskaður en mikið hrikalega fannst mér þetta fyndin og skemmtileg mynd. Þetta er svona mynd þar sem allt er látið flakka, öllu gáfulegu, listrænu eða bara heilbrigðu er hent út um gluggann. Hérna er soðinn saman þvílíkur hrærigrautur af dellu og fávita skap, sem er síðan skeytt saman við ákaflega einfaldan söguþráð um ferðalag tveggja vina. Þetta er frábært dæmi um dellumynd sem reynir ekki að vera neitt annað og gengur upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er betri en ég bjóst við þessi mynd er hinn hreinasta snild bara flottasta grín mynd sem ég hef á ævi minni séð.



ég mæli með þessari mynd allir að fara að sjá hana :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn