Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

American Reunion 2012

(American Pie: Reunion)

Frumsýnd: 4. apríl 2012

Save the best piece for last

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Það er liðinn rúmur áratugur síðan við kynntumst fyrst þeim Jim, Kevin, Oz, Steve og Finch sem þá voru uppteknir af því að missa sveindóminn. Nú snúa þeir aftur á æskuslóðirnar á endurfundi með öllum gamla hópnum. Það hlýtur auðvitað margt að hafa breyst síðan árið 1999 þegar hormónarnir voru aðaldrifkraftur piltanna og stjórnuðu flestum... Lesa meira

Það er liðinn rúmur áratugur síðan við kynntumst fyrst þeim Jim, Kevin, Oz, Steve og Finch sem þá voru uppteknir af því að missa sveindóminn. Nú snúa þeir aftur á æskuslóðirnar á endurfundi með öllum gamla hópnum. Það hlýtur auðvitað margt að hafa breyst síðan árið 1999 þegar hormónarnir voru aðaldrifkraftur piltanna og stjórnuðu flestum þeirra gerðum. Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fullorðnir og í öðru lagi eru þeir kannski orðnir örlítið veraldarvanari þótt það sé ávallt stutt í grínið og gauraganginn. En það eru auðvitað ekki bara þeir sem snúa aftur af gamla genginu heldur líka allir hinir sem við kynntumst í fyrri myndunum, t.d. þær Michelle, Heather, Vicky og Nadia að ógleymdum pabba Jims, sem er alltaf jafn pollrólegur í tíðinni, og mömmu Stiflers sem hefur aldrei verið kynþokkafyllri - eða það finnst Finch að minnsta kosti. Tilefni endurfundanna er tíu ára útskriftarafmæli gengisins og á þeirri helgi sem nú fer í hönd fá þeir gott tækifæri til að treysta vinaböndin, finna út hvað hefur breyst og hvað ekki, og ekki síst glíma við táninga sem nú eru á svipuðu þroskaskeiði og þau voru sjálf á árið 1999. ... minna

Aðalleikarar

Vel heppna bekkjarmót
American Reunion gefur hinum myndunum ekkert eftir og nostalgíuna vantar ekki. Myndin tekur sinn tíma að kynna hvað allar persónurnar eru að gera og var sá partur myndarinnar frekar húmorslaus en nauðsynlegur. Svo kom Stiflerinn sjálfur og myndin umbreytist á millisekúndu. Um leið og hópurinn er kominn saman er stutt á milli góðra djóka og uppákomna að hætti American Pie seríunnar (1, 2 og 3!!!!). Flestar persónurnar eru velkomnar aftur í mínum huga en ég verð að taka undir orð Tomma. Tara Reid er leiðinleg leikkona sem á heima í meðferð, ekki í þessari mynd. Fannst skondið þegar hún tók undir að stelpur nú til dags klæddu sig of druslulega og voru almennt druslur. Horfðu í spegil!

Myndin er fljótt að líða þökk sé góðum húmor og almennt góðri stemningu. Myndin endurspeglar fyrstu myndina en hermir aldrei og mér leið ekki eins og ég væri að horfa á sömu mynd aftur. Þessi endurspeglun er einfaldlega til að draga fram nostalgíukennd hjá okkur sem hafa fylgst með seríunni í langan tíma. Ég horfði væntanlega ekki á fyrstu myndina í bíó né aðra enda bara lítill krakki en ég var samt fljótur að uppgötva þessar myndir.

Húmor er samt ekki eina sem Reunion hefur heldur eru nokkur mjög „nice“ móment. Ætli það sé ekki besta leiðin til að lýsa þeim. Bestu mómentin voru samt þegar þau voru bæði eins og eitt lítið í endanum. Milf. Ég segi ekki meira. Allir eiga klárlega að sjá þessa til að upplifa góða American Pie. Þetta er til þeirra sem hafa verið svo óheppin að hafa séð eitthvað af straight-to-DVD myndunum.

7/10

Drykkjuleikir: Drekkið í hvert sinn sem referencað er í gömlu myndirnar. Þið munuð deyja áfengisdauða eftir 10 mín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn