Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Tommy Boy 1995

If at first you don't succeed, lower your standards.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Tommy Callahan Jr. er einfaldur, klunnalegur gaur, sem er nýútskrifaður úr miðskóla eftir að hafa verið í honum í sjö ár. Pabbi hans, Stóri Tom Callahan, rekur bílapartaverksmiðju í Ohio. Þegar Tommy kemur aftur heim, þá fær hann vinnu í verksmiðjunni. Pabbi hans kynnir Tommy fyrir bremsudeild fyrirtækisins og kynnir hann einnig fyrir tilvonandi stjúpmóður... Lesa meira

Tommy Callahan Jr. er einfaldur, klunnalegur gaur, sem er nýútskrifaður úr miðskóla eftir að hafa verið í honum í sjö ár. Pabbi hans, Stóri Tom Callahan, rekur bílapartaverksmiðju í Ohio. Þegar Tommy kemur aftur heim, þá fær hann vinnu í verksmiðjunni. Pabbi hans kynnir Tommy fyrir bremsudeild fyrirtækisins og kynnir hann einnig fyrir tilvonandi stjúpmóður sinni, Beverly, og syni hennar Paul. Þegar stóri Tom deyr, þá er hætta á að verksmiðjan verði gjaldþrota, nema það takist að selja nýju bremsuklossana. Tommy þarf því að fara af stað og selja bremsuklossana, með hjálp Richard, hægri handar Stóra Tom. Mun Tommy takast að bjarga fyrirtækinu, eða mun verksmiðjan, og bærinn, verða gjaldþrota?... minna

Aðalleikarar


Þetta er fyrsta myndin af 2 sem þeir Chris Farley og David Spade léku í. Og þvílík snilldar ræma. Chris Farley(blessuð sé minning hans) og David Spade mynda hér virkilega skemmtilegt teymi sem að er mikill skemmtun að fylgjast með í öllu því rugli sem þeir lenda í þessari mynd. Hún með virkilega skemmtilegum húmor og er ótrúlega fyndin út alla myndina. Alveg pottþétt besta mynd Chris Farleys.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aldrei fanst mér Chris Farley neitt sérstakur leikari en í þessari mynd er hann alveg frábær.

Myndin fjallar um Tommy Callahan (Chris Farley) sem þarf að bjarga fjölskyldu fyrirtækinu eftir að pabbi hans deyr og fær hann Richard Hayden (David Spade)til liðs við sig og ferðast þeir vítt og breytt um bandaríkin til að reyna að selja nógu mikið af bremsuklossum til að ekki þurfi að selja fyrirtækið.

Þetta er frábær mynd sem ég mæli eindregið með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á Tommy Boy á sínum tíma í bíó vissi ég ekkert um þessa mynd og þekkti heldur ekkert til Chris Farley. Það er skemmst frá því að segja að þessi bíóferð varð ein af þeim ánægjulegri sem ég hef á ævinni upplifað. Mig verkjaði sárlega í magann eftir að hafa hlegið linnulítið alla myndina og það eina sem komst að í huga mínum þegar myndinni lauk var að þessa mynd yrði ég að sjá aftur og það fljótt. Myndin er uppfull af atriðum og setningum sem í mínum huga eru orðnar klassískar. Chris Farley heitinn var snillingur sem því miður féll frá langt um aldur fram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chris Farley hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég sá hann fyrst í Tommy Boy. Þótti mér það líka leiðinlegt að heyra að hann væri dáinn á sínum tíma. En hann og David Spade voru einmitt mjög góð blanda enda finnst mér Spade þurfa Farley til að geta verið fyndin. Joe Dirt er gott dæmi um það. En myndin fjallar um Tommy Callahan (Chris Farley) sem að kemur heim eftir frekar langa háskólavist en eftir aðeins nokkra daga þar þá deyr pabbi hans. Og nú þarf Tommy að fara og bjarga fyrirtæki fjölskyldunnar og fær Richard Hayden (David Spade) til að hjálpa sér og þeir lenda í nokkuð miklu rugli á leiðinni um Bandaríkin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.09.2020

Nýr Jack Reacher ráðinn

Aðdáendur bóka Lee Child um Jack Reacher, tröllvaxna hermanninn fyrrverandi, geta glaðst yfir því að von er á sjónvarpsseríu um manninn án nokkurrar aðkomu frá Tom Cruise.  Það er Amazon Prime sem framleiði...

26.08.2018

Child vill hávaxinn leikara sem Jack Reacher

Einn vinsælasti spennusagnahöfundur samtímans, Lee Child, sem hefur selt meira en hundrað milljón eintök af bókum um Jack Reacher, hefur nú ákveðið að skrifa Jack Reacher handrit fyrir sjónvarpsþætti, eftir að aðdáe...

29.10.2016

Bestu kosningamyndir allra tíma

Nú eru líklega allir úti að kjósa, eða rétt nýbúnir. Það er því ekki úr vegi að taka saman lista yfir bestu kosningamyndirnar. Hver þeirra er best? Kíktu á listann: Dave Kevin Kline leikur hér aðalhlutverkið í mynd Gary Ross ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn