Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er fyrsta myndin af 2 sem þeir Chris Farley og David Spade léku í. Og þvílík snilldar ræma. Chris Farley(blessuð sé minning hans) og David Spade mynda hér virkilega skemmtilegt teymi sem að er mikill skemmtun að fylgjast með í öllu því rugli sem þeir lenda í þessari mynd. Hún með virkilega skemmtilegum húmor og er ótrúlega fyndin út alla myndina. Alveg pottþétt besta mynd Chris Farleys.
Aldrei fanst mér Chris Farley neitt sérstakur leikari en í þessari mynd er hann alveg frábær.
Myndin fjallar um Tommy Callahan (Chris Farley) sem þarf að bjarga fjölskyldu fyrirtækinu eftir að pabbi hans deyr og fær hann Richard Hayden (David Spade)til liðs við sig og ferðast þeir vítt og breytt um bandaríkin til að reyna að selja nógu mikið af bremsuklossum til að ekki þurfi að selja fyrirtækið.
Þetta er frábær mynd sem ég mæli eindregið með.
Þegar ég fór á Tommy Boy á sínum tíma í bíó vissi ég ekkert um þessa mynd og þekkti heldur ekkert til Chris Farley. Það er skemmst frá því að segja að þessi bíóferð varð ein af þeim ánægjulegri sem ég hef á ævinni upplifað. Mig verkjaði sárlega í magann eftir að hafa hlegið linnulítið alla myndina og það eina sem komst að í huga mínum þegar myndinni lauk var að þessa mynd yrði ég að sjá aftur og það fljótt. Myndin er uppfull af atriðum og setningum sem í mínum huga eru orðnar klassískar. Chris Farley heitinn var snillingur sem því miður féll frá langt um aldur fram.
Chris Farley hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég sá hann fyrst í Tommy Boy. Þótti mér það líka leiðinlegt að heyra að hann væri dáinn á sínum tíma. En hann og David Spade voru einmitt mjög góð blanda enda finnst mér Spade þurfa Farley til að geta verið fyndin. Joe Dirt er gott dæmi um það. En myndin fjallar um Tommy Callahan (Chris Farley) sem að kemur heim eftir frekar langa háskólavist en eftir aðeins nokkra daga þar þá deyr pabbi hans. Og nú þarf Tommy að fara og bjarga fyrirtæki fjölskyldunnar og fær Richard Hayden (David Spade) til að hjálpa sér og þeir lenda í nokkuð miklu rugli á leiðinni um Bandaríkin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Home Video
Tekjur
$32.648.673
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13