Grudge Match
2013
Frumsýnd: 31. janúar 2014
A rivalry 30 years in the making.
113 MÍNEnska
30% Critics
46% Audience
35
/100 Þeir Henry og Billy mættust tvisvar í hringnum fyrir 30 árum og unnu
hvor sinn bardagann. Til stóð að þeir myndu berjast í þriðja sinn en af
þeim bardaga varð aldrei af ýmsum ástæðum, aðallega samt þeim að
þeir þoldu ekki hvor annan.
Dag einn eru þeir kappar fengnir til að búa til eftirmyndir af sjálfum sér
fyrir tölvuleik. Við það tækifæri komast... Lesa meira
Þeir Henry og Billy mættust tvisvar í hringnum fyrir 30 árum og unnu
hvor sinn bardagann. Til stóð að þeir myndu berjast í þriðja sinn en af
þeim bardaga varð aldrei af ýmsum ástæðum, aðallega samt þeim að
þeir þoldu ekki hvor annan.
Dag einn eru þeir kappar fengnir til að búa til eftirmyndir af sjálfum sér
fyrir tölvuleik. Við það tækifæri komast þeir ekki hjá því að hittast í
stúdíóinu þar sem upptökurnar fara fram og eru fljótlega komnir í hár
saman, sem endar með slagsmálum.
Í framhaldi af því kviknar sú hugmynd að láta loksins verða af þriðja
bardaganum og þótt hvorugum lítist á það í byrjun ákveða þeir Henry og
Billy að þekkjast boðið þar sem talsverðir peningar eru í spilinu.
Spurningin er hvort hægt sé að koma þessum gamlingjum í sýningarhæft
form í tíma ...... minna