Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

50 First Dates 2004

(Fifty First Dates)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. apríl 2004

Imagine having to win over the girl of your dreams... every friggin' day.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Henry Roth býr á Hawaii og veður í kvenfólki sem kemur til Hawaii í frí, og skemmtir sér vel. Svo hittir hann Lucy Whitmore. Bæði Henry og Lucy njóta þess að vera saman, ást fer að kvikna á milli þeirra og sambandið verður alltaf alvarlegra og alvarlegra. Þegar Henry hittir Lucy næsta dag þá skilur Henry ekki afhverju Lucy þekkir hann ekki. Þarna áttar... Lesa meira

Henry Roth býr á Hawaii og veður í kvenfólki sem kemur til Hawaii í frí, og skemmtir sér vel. Svo hittir hann Lucy Whitmore. Bæði Henry og Lucy njóta þess að vera saman, ást fer að kvikna á milli þeirra og sambandið verður alltaf alvarlegra og alvarlegra. Þegar Henry hittir Lucy næsta dag þá skilur Henry ekki afhverju Lucy þekkir hann ekki. Þarna áttar Henry sig á að Lucy þjáist af skammtímaminnisleysi og gleymir alltaf því sem gerðist daginn áður. Henry lætur það þó ekki stoppa sig og er ákveðinn í því að heilla Lucy á hverjum degi, aftur og aftur. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Allt í lagi mynd, en ekki meir en það. Adam Sandler er í sömu rullunni og vanalega. En Drew Barrymore fannst mér skemmtileg sem minnislausa stelpan sem Sandler reynir að vinna á sína hlið, ef svo má að orði komast. Einnig eru aukaleikarar eins og Rob Schneider, Dan Akroyd o.fl. sem koma með ágætis frammistöður í myndina. En ég mæli ekki rosalega með þessari ræmu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

50 FIRST DATES er reglulega fyndin mynd sem engin má missa af.Adam Sandler og Drew Barrymore finnst mér í þessari mynd stympla sig inn sem besta gaman-leikara par í heiminum.Áður en ég sá þessa mynd sá ég The weding singer og fannst mér þau leika virkilega vel saman.Adam Sandler leikur mann sem verður ástfanginn að ungri konu.Það er bara einn galli...hún lennti í hræðilegu bílslisi og heldur að það sé alltaf sami dagurinn.En eins og ég sagði,reglulega skemmtileg og fyndin mynd sem enginn má missa af:)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst myndin frekar skemmtileg en mér þótti samt Drew Barrymore geta leikið betur og ég hef séð hana betri t.d. í Never been kissed..Adam Sandler hefur verið fyndari. Eini ljósi punturinn er Roy(eða sjá sem leikur vininn) hann var frábær og mér finnst hann halda uppi myndini!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nú engin sérstök mynd,ég hreinlega rakst bara á hana þegar bróðir minn var að horfa á hana svo ég bara settist niður og horfði með honum.Myndin vakti engan áhuga hjá mér og hefur Adam Sandler aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér heldur.Mér fannst fáránlegt að hann reyndi að ganga í augun á henni á hverjum degi þó að hann vissi að hún myndi ekki muna eftir því næsta dag.en hins vegar er góður húmor í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekki flókið, Drew Barrymore og Adam Sandler eru bara par hvíta tjaldsins, þau leika þetta af einskærri snilld, Það eina sem ég hef virkilega yfir að kvarta er að ég fór og verslaði mér tónlistina úr þessari mynd og það fylgdi ekki með síðasta lagið, somewhere over the rainbow sem er hreint út sagt æðislegt í þessari útgáfu, vildi gjarnan fá að vita frá einhverjum hver flytur þetta lag
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn