Náðu í appið
Bönnuð innan 18 ára

Get Smart 2008

Frumsýnd: 13. ágúst 2008

Saving The World. And Loving It

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 54
/100
1 tilnefning

Þegar illu glæpasamtökin KAOS ráðast á höfuðstöðvar bandarísku leyniþjónustunnar CONTROL þá komast þeir yfir mjög viðkvæmar upplýsingar um alla útsendara leyniþjónustunnar. Ráðalausir ákveða CONTROL að gefa áhugasömum starfsmanni sínum, Maxwell Smart (Steve Carell), stöðuhækkun í von um að þeir geti þjálfað hann til að stöðva KAOS. Þó... Lesa meira

Þegar illu glæpasamtökin KAOS ráðast á höfuðstöðvar bandarísku leyniþjónustunnar CONTROL þá komast þeir yfir mjög viðkvæmar upplýsingar um alla útsendara leyniþjónustunnar. Ráðalausir ákveða CONTROL að gefa áhugasömum starfsmanni sínum, Maxwell Smart (Steve Carell), stöðuhækkun í von um að þeir geti þjálfað hann til að stöðva KAOS. Þó svo að Smart sé einfaldur einstaklingur hefur hann alltaf dreymt um að vinna sem útsendari við hlið hetjunnar sinnar, Agent 23 (Dwayne Johnson). Þvert á vilja hans er hann látinn vinna við hlið hinnar íðilfögru en hættulegu Agent 99 (Anne Hathaway). Með lítilli reynslu og enn minni tíma er Smart hent ofaní djúpu laugina með ekkert nema örfáar lífshættulegar græjur til að stöðva heimsyfirráð KAOS. ... minna

Aðalleikarar

Einföld, stöðluð en þrælskemmtileg
Það kemur á óvart að á bakvið slöppu trailerana leynist hér ljómandi skemmtileg njósna-gamanmynd. Ég man eftir að hafa horft á endursýningar á gömlu Get Smart þáttunum á RÚV og fannst þeir ekki vera upp á marga fiska. Þeir höfðu kannski sitt saklausa skemmtanagildi, en hver einasti þáttur var afrit á þeim sem var sýndur á undan og gekk húmorinn meira eða minna út á pjúra "slapstick."

Sýnishornin fyrir þessa mynd létu hana líta út eins og enn eitt spæjaragrínið í líkingu við ræmur eins og Johnny English, þar sem að öll myndin snýst í kringum það hversu mikill aulabárður aðalkarakterinn er. Þessi mynd er ekki þannig. Ókei jú... Reyndar er hún pínu þannig, en hún hefur meira að bjóða upp á en einungis heilalausar persónur og einhæfan húmor.

Get Smart nær að halda sig nógu mikið í takt við gömlu þættina til að gefa eldra fólkinu smá vott af nostalgíu, en myndin gengur sömuleiðis upp á eigin fótum sem bæði fyndin og skemmtileg afþreying. Húmorinn er ekki eins fyrirsjáanlegur og maður heldur og þar að auki er keyrsla myndarinnar svo þétt að hún flæðir vel sem heilsteypt retró-gamanmynd án þess að gefa manni kjánahroll.

Leikararnir eru líka stór plús. Steve Carell rífur sig uppúr skömminni sem var Evan Almighty og gerir hann loks eitthvað af viti hér. Það er misjafnt hvað Carell getur verið fyndinn almennt, en þegar öllu er á botninn hvolft er það handritið sem skiptir mestu máli í hans tilfelli. Hér fær maðurinn góða brandara og ekki nóg með það, heldur gerir hann Maxwell Smart að frekar viðkunnanlegri týpu. Hann er hvorki heimskur né stereótýpískur heldur bara... óheppinn!

The Rock, Alan Arkin og Anne Hathaway (stórt slef...) skemmta sér einnig í hlutverkum sínum og Terrance Stamp kemur nokkuð vel út sem skúrkur myndarinnar, sem er ekkert minna en hreinræktaður skíthæll. En þó svo að slapstick-taktarnir hjá Carell geta verið fyndnir, þá eru það lágstemmdu brandararnir sem koma best út. Fyndnustu línurnar voru aðallega í höndum þeirra Masi Oka (þið þekkið hann úr Heroes), Nate Torrance og Terry Crewes.

Get Smart er á engan hátt frumleg bíómynd. Alls ekki halda því fram. Myndin er hins vegar óvæntur glaðningur að flestu leyti og með öllum líkindum ein af betri gamanmyndum sem byggð er á gamalli sjónvarpsseríu. Ekki samt halda að það sé merki um gæði (ég get nefnt myndir eins og I Spy, Bewitched, The Honeymooners og Wild Wild West... Fattið mig?).

Myndin er bæði mjög fyndin og voða standard á sumum sviðum, en allt í allt er hún traust skemmtun sem ætti að tryggja gott bros undir lokin.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Max spæjó
Get Smart er byggð á gömlum samnefndum sjónvarpsþáttum um hinn seinheppna njósnara Maxwell Smart. Myndin er bara ágætlega vel heppnuð og er það að mestu leyti Steve Carrell að þakka en hann leikur núna titilpersónuna og tekst að vera tiltölulega fyndinn og skemmtilegur. Myndin hengur saman á haug af góðum bröndurum og alls ekki svo vonlausri sögu. Besti partur níundu sinfóníu Beethoven er notaður smávegis sem er jákvætt enda fín músík þar á ferð. Þó er þetta ekki í fyrsta sinn sem Óður til Gleðinnar er notaður í kvikmynd(Die Hard, A Clockwork Orange). Get Smart er í heildina fín gamanmynd en hún nær aldrei að vera neitt mjög góð, það er gaman að horfa á hana en það er fátt við hana sem er eitthvað minnistætt þannig að einkunin frá mér fer ekki langt yfir meðallag. Ekki frábær mynd en Steve Carell er góður í henni og alveg þess virði að sjá hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.07.2021

Richard Donner látinn

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety en dánarorsök er enn ókunn.Ferill hans spannaði rúmlega fimmtíu ár sem leikst...

13.08.2013

Gamlir boxarar rífa sig - Fyrsta ljósmynd úr Grudge Match

Fyrsta opinbera ljósmyndin úr boxmynd þeirra Sylvester Stallone og Robert De Niro, Grudge Match, er komin út. Báðir eru þeir frægir fyrir Óskarsverðlaunaboxmyndir sínar sitt í hvoru lagi, Stallone fyrir Rocky myndirnar...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn