Joe Dirt
2001
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 23. nóvember 2001
Keep on Moppin' in the Free world.
91 MÍNEnska
9% Critics
63% Audience
20
/100 Hinn endalaust fyndni David Spade, sem þið þekkið úr gamanþáttunum Just Shoot Me, er seinheppni lúðinn Joe Dirt - eins mikið trailer-park-white trash og hægt er að vera - með svaðalega sítt að aftan hárgreiðslu, í snjóþvegnum gallabuxum og elskar 20 ára gamla rokktónlist - gaurinn er fastur í fortíðinni og finnst hann svalasti töffarinn...því miður... Lesa meira
Hinn endalaust fyndni David Spade, sem þið þekkið úr gamanþáttunum Just Shoot Me, er seinheppni lúðinn Joe Dirt - eins mikið trailer-park-white trash og hægt er að vera - með svaðalega sítt að aftan hárgreiðslu, í snjóþvegnum gallabuxum og elskar 20 ára gamla rokktónlist - gaurinn er fastur í fortíðinni og finnst hann svalasti töffarinn...því miður er enginn sammála honum! Greyið Joe er svo óvinsæll að ekki einu sinni foreldrar hans vildu hann og skildu hann því eftir í ruslatunnu við Miklagljúfur. Joe litli elur sig því upp sjálfur og tekur síðan ákvörðun seinna meir um að flakka um Bandaríkin í leit að foreldrunum sem hann týndi, eða týndu þau honum? Óheppnin eltir hann og það er ekki fyrr en hann hittir kjaftfora útvarpsmanninn Zander Kelly, leikinn af stand-up grínistanum Dennis Miller, að eitthvað fer loksins að ganga upp hjá honum og Joe Dirt verður nafn sem fólk gleymir seint.... minna