Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er lúðalegasta mynd ársins. En þó bara hin ágætasta skemmtun sem fær mann til að hugsa hvernig maður á ekki að vera. En David Spade sem er úr Just shoot me þáttunum passar rosalega vel inn í þetta hlutverk en þetta er sammt engin mynd til að missa sig yfir. En maður horfir allavega einu sinni á hana
Já, þetta er frekar ágætis grínmynd en nær samt ekki að heilla mig alveg rosalega uppúr skónnum. Ég er ekki að fatta það hvers vegna hinn góðkunnugi og skemmtilegi leikarinn Christopher Walken(Batman Returns,View to kill, Pulp fiction) skyldi hafa verið plataður í þessa mynd. Hann passar alls ekki fyrir þessa mynd. Hinsvegar passar að vísu hann david spade, sem var frægur í sínum tíma með þættina just shot me. Myndinn Joe Dirt er frekar hreint kjaftæði. Til að þið skiljið mig, þá verð ég að segja um hvað þessi mynd er um. Myndin er um skúringa mann í Los Angeles sem heitir Joe Dirt. Einn daginn kemur útvarpsstöð og talar við hann. Hann segir frá æskuni og hvernig hann týndist frá fjöldskyldunni og meira segja var hann með kærustu. Hann segir líka þegar hann fór í fóstur sem var eiginlega ömurlegt fyrir hann. Hann hefur leitað að forerldum sína síðan hann var átta ára og mun það takast? Þannig gengur myndinn eiginlega útá. Mér fannst þessi mynd vera frekar fyndinn á köflum en samt sem áður getur þessi mynd verið svo heimskuleg og alveg ótrúlegt hvernig þessi mynd gat fengið toppleikara(hann Christopher Walken verður nú bara að teljast sem toppleikari.) Ef þú fýlar geðveikt mikið aulagrín og fáranlegan söguþráð, þá er þetta perfekta myndinn fyrir þig. En annars geta aðrir hlegið að henni líka (ég er enginn spámaður). Þessi mynd verða bara fólk að dæma sjálf. Þetta voru lokaorð mín á Joe dirt. Takk fyrir
Joe Dirt er fyrir þá með aulahúmor,eins og ég. Joe Dirt (David Spader,Just Shoot Me þættirnir) er lúði með sítt að aftan sem segir frá sögu sinni í útvarpi. Þegar hann var lítill týndi hann foreldrum sínum við Grand Canyon og hefur verið að finna þau allt sitt líf. Þegar hann sér borg sem heitir Silvertown ætlar hann líka að finna hana og búa þar. Á leið sinni í eyðimörkinni hittir hann indíána sem er með flugeldasölu. Joe ráðleggur honum að selja kraftmeiri flugelda svo hann fær einhvern pening. Þegar indíáninn gerir hann verður hann með eina stærstu flugeldasölu í Ameríku. Svo vinnur hann sem húsvörður í skóla og hittir annan húsvörð (Christopher Walken,The Rundown,The Deer Hunter) sem er reyndar fyrrverandi mafíósi sem er ofsóttur af öðrum glæpamönnum sem ætla að hefna sín. En allt sitt líf hefur hann verið ástfanginn af æskuvinkonunni sinni Sandy en hún fær nýjan karlrembu kærustu (Kid Rock).
Myndin fjallar um Jóa skít sem að týnist við miklagljúfur þegar hann er ungur. Hann fer að leita að foreldrum sínum og margt skemmtilegt gerast á meðan á leitinni stendur. Það er ekki rétt að segja að þessi mynd snertir mann djúpt, enda á hún ekki að gera það. En þvílík skemmtun á þessum aulahúmor. Það er sæmilegur söguþráður á myndinni en það er ágætisskemmtun að horfa á Joe Dirt segja frá lífi sínu. Hún er ekki þessi virði að sjá í bíó en endilega kíkjið á hana á vídeo.
Joe Dirt er Drasl ! Ófrumleg og fyrirsjánleg, þetta er ein af þessum myndum sem fá mann til þess að velta því fyrir sér afhverjum myndin var gerð og hvernig fólki datt það almennt í hug. Allavega þeim rúmlega 90 mín af lífi þínu sem það tekur að horfa á þessa mynd er betur varið í eitthvað annað.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Columbia Pictures
Kostaði
$17.700.000
Tekjur
$30.987.695
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
23. nóvember 2001
VHS:
4. janúar 2002