Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Dickie Roberts: Former Child Star er um útbrunninn leikara, sem var fræg barnastjarna, en er ekki eins frægur lengur. En svo fær hann séns á því að leika í nýrri holliwod stórmynd, en framleiðandi myndarinnar er á báðum áttum á því að ráða hann, því að leikarinn sá hefur aldrei upplifað það að vera krakki.
Leikarinn grípur til þess ráðs að borga fjölskildu, fyrir að ala hann aftur upp, svo hann fær smá smjörþef af því að vera krakki.
Myndin er svona já skít sæmileg, svona hálfgerð krakka mynd, en samt stundum með svolítið grófum bröndurum, svo maður veit ekki alveg hvort þetta sé krakkamynd eða unglingamynd. Því stundum er hún svolítið krakkaleg, og stundum alls ekki.
Þessi mynd er reyndar alveg ótrúlega væmin, líka með David Spade í aðalhlutverki, og flestar myndir sem ég hef séð með honum í aðalhlutverki, eru mjög amerískar og væmnar. En jú jú, ágætis mynd svo sem, maður hlær stundum, en ég fékk líka stundum svolítinn kjánahroll yfir því hversu væmin myndin var stundum.
Hér er á ferð mjög skemmtileg mynd. Ég og vinur minn leigðum hana og vissum ekkert hverju við áttum vona á. Ég hló mikið en samt eru vibbalega væmin atriði í myndinni. Þessi mynd fjallar um Dickie Roberts, fyrverandi barnastjörnu sem sló í gegn í einhverju þætti sem hét Glammers eða eitthvað álíka. Þættinum var aflýst og Dickie hafði ekki leikið í neinu síðan. Svo sér hann þetta hlutverk sem honum langar rosalega í. En hann missti af barnæsku sinni svo hann fékk sér fjölskyldu til að upplifa barnæsku sína aftur. Ég gef henni 3 stjörnur af 4 útaf þessi mynd er FYNDIN.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13