Aðalleikarar
Leikstjórn
Góð mynd, ég er nú einn af þeim sem láta Martin Lawrence fara frekar mikið í taugarnar á mér en hann er alveg ágætur kallinn ég þoli bara ekki rasista comment svartra leikara einsog það sé réttlát að vera alltaf talandi um hvíta sem einhverja lúða og nörda. Þessi mynd er létt gamanmynd sem ætti að skemmta flestum með gott hugarfar og horfa ekki gagnrýnum augum á myndir heldur njóta þeirra.
Þessi kom skemmtilega á óvart, sérstaklega vegna þess að treilerinn er alveg hörmung og ég bjóst hreinlega ekki við neinu nema sorpi. Þar sem ég hló allnokkru sinnum og hafði gaman af tel ég ræmu þessa eilítið yfir meðallagi og gef tvær og hálfa. Takk og bless.
Það er vel hægt að hlæja að henni þessarri.
Myndin fjallar um þjóf (Martin Lawrence) sem verður frekar óheppinn þegar hann brýst inn hjá vellauðugum fjárfesti (Danni Devito), svo illa vill til að hann er heima og grípur þjófinn glóðvolgann, ekki nóg með það heldur þegar löggan kemur þá rænir hann hring af þjófnum sem kærasta hans hafði gefið honum.
Myndin snýst svo um það þegar þjófurinn reynir að klekkja á honum til að ná hringnum sínum aftur með mörgum spögilegum og misvel lukkuðum aðferðum.
Hin besta skemtun og alveg kvöldstundarinnar virði ef þig langar að sjá skemtilega grínmynd.
Ég vildi nú bara segja eitt.... Hvernig getur fólk hatað John Leguizamo? Sjáiði bara The Pest! Snilld
Ekkert um þessa mynd að segja nema að hún er flöt og alveg VOND
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Donald E. Westlake, Matthew Chapman
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
28. september 2001
VHS:
25. mars 2002