Náðu í appið
Öllum leyfð

Good Boy! 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. febrúar 2004

This Fall...Earth is going to the dogs.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Owen Baker er 12 ára gamall einfari, sem hefur unnið við að fara með hunda út að ganga í hverfinu, svo hann geti sjálfur eignast hund einn daginn. Erfiðið ber árangur dag einn þegar foreldrar hans leyfa honum að taka að sér útigangshundinn Hubble. Bæði Baker og hundurinn fá meira en þeir bjuggust við út úr sambandinu, þegar Owen vaknar upp einn daginn og... Lesa meira

Owen Baker er 12 ára gamall einfari, sem hefur unnið við að fara með hunda út að ganga í hverfinu, svo hann geti sjálfur eignast hund einn daginn. Erfiðið ber árangur dag einn þegar foreldrar hans leyfa honum að taka að sér útigangshundinn Hubble. Bæði Baker og hundurinn fá meira en þeir bjuggust við út úr sambandinu, þegar Owen vaknar upp einn daginn og áttar sig á að hann skilur hvert einasta orð sem Hubble segir, þar á meðal hinn spádómskennda frasa: “Farðu með mig til yfirboðara þinna”. Owen kemst að því að hundar komu til Jarðarinnar fyrir þúsundum ára síðan til að nema þar land og ná yfirráðum. Hubble, sem heitir réttu nafni Canid 3942, var sendur af hinum valdamikla Stóra Dana, í sendiför frá Hundastjörnunni Sirius, til að fullvissa sig um að innrásarherinn hefði náð ætlunarverki sínu. Þó að hundarnir í hverfinu reyni sitt besta til að vera mannalegir, þá kemst Hubble fljótt að bitrum sannleikanum um hunda Jarðarinnar: “Þið eruð allir gæludýr!”. Núna þurfa Owen, sem er hefur aldrei átt neina vini, og Hubble, hundur sem þurfti aldrei á neinum að halda, að vinna saman til að búa hundana í hverfinu undir heimsókn Stóra Dana - að öðrum kosti munu allir hundar verða teknir frá Jörðu! Nú er það undir Owen, Hubble og félaga þeirra að bjarga framtíð allra hunda á Jörðu.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn