Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Matrix 1999

(Fylkið)

Frumsýnd: 25. júní 1999

Free your mind

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Myndin gerist einhvern tíma í framtíðinni og við kynnumst Thomas A. Anderson (Keanu Reeves). Thomas lifir tvöföldu lífi, á daginn er hann tölvuforritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki, en á kvöldin er hann hakkarinn Neo. Venjubundið líf hans breytist þó snögglega þegar Morpheus, frægur hakkari hefur samband við hann og hann er allt í einu orðinn eftirlýstur... Lesa meira

Myndin gerist einhvern tíma í framtíðinni og við kynnumst Thomas A. Anderson (Keanu Reeves). Thomas lifir tvöföldu lífi, á daginn er hann tölvuforritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki, en á kvöldin er hann hakkarinn Neo. Venjubundið líf hans breytist þó snögglega þegar Morpheus, frægur hakkari hefur samband við hann og hann er allt í einu orðinn eftirlýstur af yfirvöldum. Neo veit ekki hvort hann eigi að gefa sig fram eða hlýða skipunum Morpheusar. Hverjir eru hinir svartklæddu menn sem vilja ná tali af honum og hvað er þetta umtalaða Matrix sem Neo hefur heyrt af.... minna

Aðalleikarar


Frábær mynd, og án efa sú besta af þríleiknum sjálfum.Þessi mynd hættir bara ekki að vera töff og mun hún gleymast frekar seint, ef hún mun gleymast yfir höfuð.

Alger klassík með flottum pælingum á bakvið.Frábær hasaratriði sem eru til fyrirmyndar í bland við skemmtilega tónlist gerir þessa mynd að einni bestu hasarmynd sem hefur komið út.

Flottar tæknibrellur og söguþráðurinn er skemmtilegur, ásamt pælingunum á bakvið hana.

Alger skyldueign í DVD safnið.

Hvort velur þú bláu, eða rauðu pilluna?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Keanu Reeves leikur Thomas Anderson sem vinnur hjá stóru tölvu fyrirtæki og er einning þekktur sem tölvuhakkarinn Neo.Hann kynnist hóp sem kemur úr framtíðinni og halda því fram að hann sé the one sem getur bjargað framtíðinni.Neo kemst af því að við lifum ekki í raunveruleikanum heldur í tölvugerði eftirlíkingu raunveruleikans eins og Helgi Páll sagði.

Matrix er ein frægasta mynd nútímans og hefur hvarvetna fengið frábæra dóma og á þá alla sannarlega skilið.Þetta er virkilega góð mynd og inniheldur myrka framtíðarsýn og mikla heimspeki.Útlit myndarinnar er geðveikt, myrkt,hrátt og svalt.

Tæknibrellurnar eru með þeim bestu sem sést hefur í kvikmynd og fékk líka óskar fyrir þær.Myndin er með því svalsta sem gengur og gerist og myndin er bara frábærlega vel gerð.Leikstjórn Wachowski bræðranna mjög góð.Handritið er meistaralega skrifað.Keanu Reeves,Laurence Fishburne,Carrie Ann Moss og Hugo Weaving eru fín í aðalhlutverkunum en ekki meira en það.Aukaleikararnir eru þó verri.Weaving fer á kostum sem agent Smith.Helsti gallinn er sá að myndin er mjög langdreginFramhöld Matrix heita Matrix Reloaded og Matrix Revolutions eru ekta svona Hollywood stórmyndir,innihalda aðeins frábærar tæknibrellur og hasar og eru bara gerðar til að græða en þessi er öðruvísi hún er ekki bara sumar hasarmynd,hún hefur magnað handrit og góða leikstjórn og er bara virkilega góð kvikmynd.

Þegar er litið á heildina er Matrix mögnuð vísindaskáldsögu meistaraverk sem ég get mælt með fyrir þá sem hafa ennþá ekki séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tímamótamynd hvað varðar tæknibrellur en það fannst mér ekki standa uppúr heldur var það sögusviðið og hugmyndin eða staðreyndin bakvið það að heilinn segir okkur bara hvað við skynjum. Og hægt að tengja heilan á manneskju við tölvur og halda manneskju í gerviumhverfi er ekki svo fjarstæðukennt. En handritið er mikil snilli og persónurnar ganga vel upp þó svo að Keanu Reeves sé ekki mikill leikari er hann fínn í hlutverki Neo. Mjög frumleg mynd og flott í alla staði veltir upp skemmtilegum pælingum. T.d. má geta þess til gamans að einn eða tveir heimspekingar(heilir á geði) telja að við búum í svokölluðum gerviheimi svipað og í Matrix, en nóg um það. Myndin heldur manni föstum allan tímann og gefur ekkert eftir. Hvað er annað hægt að segja, þessi mynd hefur allt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur.

Snilld. Bardagaatriðin, samtölin og leikararnir. Verst hvað framhöldin héldu illa við þessa mynd. Boðskapurinn er snilldarlegur.

Mr. Andersson = Hr.Mannsonur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þarna eru bræðurnir búnir að finna leið til að féfletta sauðsvartan almúgann og Það svo að um munar. Þessar myndir (öll triologian) er náttúrulega snilld í sjálfu sér og allt saman grasalega vel gert, en það er gert til að græða pening og eiginlega ekkert annað. Þetta er í rauninni alveg stefnulaus mynd ef að maður hugsar um það. Þá er ég ekki að tala um baráttuna fyrir frelsinu í sjálfri myndinni: Heldur AF HVERJU?? Hvers vegna var verið að framleiða þessar myndir á annað borð?

Þarna eru búningar og framkoma persónanna í myndinni afar nýtískileg, á meðan umhverfið í tölvuheiminum er ansi ''gamaldags'' og hálf ruglinslegt. Þrátt fyrir að umjöllunin sé svona dökk hjá mér, gef ég henni fullan sparibauk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.03.2023

Heljarinnar hasarklám og þeysireið

Tómas Valgeirsson skrifar: Gott og vel, þá er loksins hægt að fullyrða það að einkunnarorð leikarans Keanu Reeves eigi fullkomlega og endanlega rétt á sér. Sama í hvaða tónhæð eða með hvaða stafsetningu ...

02.03.2023

Martröðin á bakvið tjöld Justice League

Framleiðslusaga stærstu og tvímælalaust dýrustu ofurhetjumyndar DC til þessa var aldeilis þyrnum stráð, svo vægt sé til orða tekið. Árið 2017 kom úr mynd sem ber nafnið Justice League. Leikstjórinn Zack Snyder hafði tekið við DC línunni og verið að gera sitt með þann heim. Þegar hann þurfti svo að stí...

28.02.2023

Þekkir þú titlana og frasana?

Manst þú ekki eftir hasarmyndinni Tveir á toppnum? Unglingamyndinni Trufluð tilvera eða Fjandakorninu? Hvað með Bekkjarfélagið? En gætir þú giskað á réttu bíómyndina út frá slagorðum (e. tagline) hennar? Í nýjum þætti Poppkasts með Nönnu Guðl...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn