Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissirðu að?
Upphaflega var rætt við Hugo Weaving um að snúa aftur í hlutverki Agent Smith, en hann þurfti að hafna því vegna annarra verkefna.
Samkvæmt leikstjóranum Lana Wachowski þá var hugmynd hennar um að fá Neo og Trinity saman í myndina innblásin af dauða beggja foreldra hennar ( sem dóu með fimm vikna millibili) og náins vinar. Handritaskrifin voru leið hennar til að sætta sig við fráhvarf þessara aðila. Hún skilgreinir Neo og Trinity einnig sem tvær mikilvægustu persónur í lífi sínu. En fyrir Lilly Wachowski þá var missir foreldranna hluti af ákvörðun hennar um að snúa ekki aftur í myndina.
Framleiðsla kvikmyndarinnar hófst 4. febrúar árið 2020 í San Fransisco undir vinnuheitinu Project Ice Cream.
Þetta er fyrsta Matrix myndin sem tekin er upp stafrænt. Hinar þrjár voru teknar upp á super 35 millimetra filmu.
Lagið í fyrstu stiklu myndarinnar, White Rabbit með Jefferson Airplane, var innblásið af Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll. Í fyrstu Matrix myndinni frá 1999 eru margar tilvísanir í Lísu í Undralandi.
Myndin er 148 mínútur og verður lengsta Matrix myndin í seríunni.
Keanu Reeves, Carrie-Anne Moss, Jada Pinkett Smith, Daniel Bernhardt og Lambert Wilson eru einu leikararnir sem snúa aftur úr fyrri myndum.
Svipaðar myndir


Gagnrýni
Tengdar fréttir
24.03.2022
Ambulance uppfyllti þarfir Bay
28.12.2021
Köngulóin kyngimögnuð á toppinum
21.12.2021
Hvað er raunverulegt?