Speed Racer
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ofbeldi
Myndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
ÆvintýramyndBarnamyndFjölskyldumynd

Speed Racer 2008

Frumsýnd: 6. júní 2008

6.0 65889 atkv.Rotten tomatoes einkunn 40% Critics 6/10
129 MÍN

Speed Racer (Emile Hirsch) hefur meðfædda hæfileika í kappakstri. Hann dreymir allra heitast að vinna The Crucible kappaksturinn.

Aðalleikarar

Emile Hirsch

Speed Racer

Matthew Fox

Racer X

Susan Sarandon

Mom Racer

John Goodman

Pops Racer

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Svaðalegt sýrutripp!
Meðan að það er mjög gaman að sjá eitthvað nýtt frá Wachowski-bræðrum, þá veit maður ekki beint hvar maður hefur þá í áliti lengur. Þeir auðvitað mynduðu sinn eigin cult-status í kvikmyndasögunni með fyrstu Matrix-myndinni (sem, ennþá, upp að þessum degi, er ein besta mainstream-mynd sem ég hef séð), en framhaldsmyndirnar sem fylgdu þar eftir voru heldur ábótavant, svo vægt sé til orða tekið. Ég sá reyndar aldrei Assassins, en ég man að Bound þótti mikilvæg mynd í mínu lífi þegar ég var 12 ára.

En hvort sem að þér finnst myndirnar þeirra góðar eða ekki (ath. þetta á m.a. við um ykkur sem að fíluðu ekki Speed Racer!), þá er bókað að maður geti ekki annað en dáðst að hugmyndaflugi þeirra, sem er - með smá hjálp frá nýjustu tölvutækninni - ótakmarkað!

Wachowski-bræður eru einhverjir mestu nördar sem starfa í dag í Hollywood, og ég er ALLS EKKI að segja að það sé slæmur hlutur. Okkur vantar fleira svona fólk til að geta fært okkur svona myndir sem vísa í alls kyns efni sem venjulegur bíófari þekkir ekki til um. Þó svo að Speed Racer sé byggð á samnefndri freðinni teiknimynd, þá á hún margt sameiginlegt við Matrix. Aðdáun bræðrana á japönskum teiknimyndastíl er sérlega áberandi, og hvernig þeir færa hann yfir í "live-action" formið hér er brjálæðislega skemmtilegt til áhorfs. Kannski þetta fari eftir hvernig þú metur Anime, en ég get vel ímyndað mér að þessi stíll eigi eftir að pirra marga.

Speed Racer er ein vanmetnasta mynd sumarsins, ef ekki ársins. Myndin tekur sig ekki vitund alvarlega og reynist jafnvel vera mjög trú uppruna sínum. Þetta er ekkert annað en leikin teiknimynd, og sem slík gengur hún fullkomlega upp. Myndin er ýkt og yfirdrifin frá A-Ö. Leikararnir, brellurnar, fílingurinn, húmorinn; ALLT! En burtséð frá því er hún einfaldlega bara eitthvað mesta sýrutripp sem ég hef séð í bíó síðustu ár sem kemur ekki frá Tony Scott. Það er svo mikið litabrjálæði í þessari mynd að myndir eins og Natural Born Killers yrðu e.t.v. öfundsjúkar. Þetta hins vegar veldur því líka að myndin er sífellt á hreyfingu og jafnvel í samtalssenum er stíllinn á fullu flugi.

Myndin er reyndar aðeins of löng og helsta ástæðan fyrir því er sú að hún missir sig mikið í svokölluðum "flashback-senum." Myndin er samt aldrei langdregin eða leiðinleg, og leikararnir eru einnig stór hluti af því af hverju þessi mynd virkar svona vel. Ég hef nefnilega sjaldan séð eins vel leikinn ofleik. Ég verð þó að viðurkenna að tveir tilteknir karakterar (yngsti bróðurinn Spritle og apinn hans Chim-Chim) voru mjög pirrandi og hefðu alveg mátt fá minni skjátíma. Þeir voru hvorki fyndnir né skemmtilegir, og án þeirra hefði myndin örugglega stokkið upp um heila tölu í einkunn.

Allt í allt er Speed Racer frábær - þótt súr - skemmtun sem mun ekki virka á alla. En brellusýningin er ein og sér er algjör snilld og vel áhorfsins virði (í háskerpu sérstaklega).
Gefið henni séns.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn